Morgunblaðið - 05.05.2019, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.05.2019, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. MAÍ 2019 HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Áhugaverð tækifæri fyrir sérfræðinga í hugbúnaðar¯, verk¯ og tæknigeiranum Kynningarfundur – 9.maí kl 12.30 Fjarskipta- og upplýsingatæknistofnun Atlantshafsbandalagsins (NCI Agency) í samvinnu við utanríkisráðuneytið og Landhelgisgæslu Íslands bjóða til kynningar- fundar fyrir verk- og tæknimenntaða sérfræðinga þar sem kynntir verða atvinnu- möguleikar fyrir íslenska ríkisborgara hjá NCI Agency. NCI Agency er með höfuðstöðvar í Haag, Hollandi og fjölda útibúa í aðildarríkjunum. Stofnunin veitir fjölþætta fjarskipta- og upplýsingatækniþjónustu fyrir stofnanir Atlantshafsbandalagsins og aðildarþjóðirnar þ.m.t. hugbúnaðargerð, ráðgjöf, fjarskiptaþjónusta, hönnun tækni- og fjarskiptabúnaðar, netvarnir og öll önnur tengd verkefni, þjónusta og kennsla. Sjá nánar https://www.ncia.nato.int . Kynningarfundurinn fer fram í Víkingasal (4&5) á Hótel Reykjavik Natura, fimmtudaginn 9. maí og hefst hann kl. 12.30. Boðið verður upp á léttar veitingar. Utanríkisráðuneytið, Landhelgisgæsla Íslands, Samtök iðnaðarins og Íslandsstofa í samvinnu við Fjarskipta- og upplýsingatæknistofnun Atlantshafsbandalagsins (NCI Agency) bjóða íslenskum hátæknifyrirtækjum til fundar þar sem kynntir verða möguleikar á að selja vörur og þjónustu og bjóða í verkefni á vegum Atlantshafsbandalagsins og aðildarþjóðanna. NCI Agency veitir stofnunum Atlantshafsbandalagsins og aðildarþjóðunum fjölþætta fjarskipta- og upplýsinga- tækniþjónustu, þ.m.t. hugbúnaðargerð, ráðgjöf, fjarskiptaþjónusta, hönnun tækni- og fjarskiptabúnaðar, netvarnir og öll önnur tengd verkefni og þjónusta. Sjá nánar https://www.ncia.nato.int . NCI Agency mun einnig kynna NITEC19 ráðstefnuna sem haldin verður í Ósló 20.-22. maí þar sem saman koma allir helstu tæknisérfræðingar Atlantshafsbandalagsins, bandalagsþjóðanna og iðnaðarins. Norðurslóðir verða í brennidepli ráðstefnunnar í ár (sjá nánar https://nitec19.com/). Kynningarfundurinn fer fram í utanríkisráðuneytinu, fimmtudaginn 9. maí og hefst hann kl. 08.30. Boðið verður upp á léttan morgunverð. Hátæknifyrirtæki Morgunverðarfundur – 9. maí kl. 8.30Það er mikið líf og fjör í náttúrunni þessi dægrin, sem lengjast með hverri mínútunni, enda sumarið komið. Fuglarnir okkar eru byrj- aðir að verpa, s.s. fálkinn, hrafninn, tjaldurinn og skógarþrösturinn og einhverjir fleiri, en þó eru ekki allir komnir til landsins eftir vetrardvöl ytra, því enn vantar óðinshana og þórshana og megnið af kjóunum. Síðustu vikurnar hefur líka sést til erlendra gesta, sem flesta hefur borið af leið á farflugi sínu annað. Þetta eru alaskagæs, bakkasvala, barrfinkur, a.m.k. sex bjarthegrar, bleshænur, bæjasvala, dvergmáfur, nokkrar fjallafinkur, flekkugrípur, glóbrystingur, 20-30 gransöngv- ararar, nokkrir gráhegrar, tvær grænfinkur, nokkrir hettusöngv- arar og hringdúfur, hringönd, hrísastelkur, fjöldi ískjóa, kan- adagæsir, nokkrir kjarnbítar, kúf- önd, fjöldinn allur af landsvölum, laufsöngvari, lyngstelkur, silki- toppa, svartsvanur og turnfálki. Nýlega náðust myndir af vatna- gleðu í Biskupstungum, en þar til höfðu einungis þrjár sést á Íslandi frá upphafi skráninga. Og víst er að fleiri tegundir eiga eftir að birtast hér næstu dagana. Meðfylgjandi ljósmyndir tók 15 ára gamall Siglfirðingur, Mikael Sigurðsson. sigurdur.aegisson@gmail.com Ljósmyndir/Mikael Sigurðsson Hrísastelkur í Sandgerði Varpheimkynni hans eru í Norður-Ameríku. Bakkasvala á Selfossi Hún á varpheimkynni beggja vegna Atlantsála. Fleygir erlendir gestir komu í heimsókn Bjarthegrar í Álftaveri Þeir koma hingað frá Evrópu en verpa líka í A-Asíu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.