Morgunblaðið - 05.05.2019, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.05.2019, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. MAÍ 2019 Gengið var til kosninga til að velja nýjan for- seta í Norður- Makedóníu í gær. Útgönguspár gáfu til kynna að Stevo Pend- arovski, fram- bjóðandi ríkis- stjórnarinnar úr Jafnaðarmanna- bandalaginu, hefði unnið sigur. Forseti landsins nýtur ekki mik- illa valda en kosningin var þó talin mikilvæg könnun um afstöðu lands- manna til nafnbreytingar landsins sem tók gildi í janúar. Nafninu var breytt úr Makedóníu í Norður- Makedóníu til að leysa deilu við Grikkland um tilkall til samnefnds héraðs í Grikklandi. Fráfarandi for- seti landsins, Gjorge Ivanov, var mótfallinn nafnbreytingunni og reyndi að koma í veg fyrir hana. Mótframbjóðandi Pendarovskis, Gordana Siljanovska-Davkova, var einnig á móti henni. Að minnsta kosti 41 létust þegar eldur kviknaði í rússneskri far- þegaflugvél þegar hún hóf sig til lofts frá flugvelli í Moskvu í gær. Flugvélin nauðlenti á Sjeremetjevó- flugvellinum eftir að kviknaði í henni en margir farþegarnir kom- ust út um neyðarútgangana. Alls voru 78 manns um borð. Flugvélin hafði hringsólað tvisvar yfir Moskvu í um 45 mínútur þegar hún nauðlenti. Dímítrí Medvedev forsætisráð- herra hefur skipað rannsóknar- nefnd til að komast að því hvað olli eldinum. RÚSSLAND Moskva Flugvélin í ljósum logum. Mannfall eftir nauð- lendingu í Moskvu Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kór- eu, var á laugardaginn viðstaddur tilraunir með stýriflaugar og eld- flaugaskotpalla þar sem eldflaugum var skotið frá Kóreuskaga út í Jap- anshaf. Eldflaugatilraunirnar hafa vakið áhyggjur um að Norður-Kórea hyggist taka harðari afstöðu gegn vesturveldunum á ný eftir að Kim mistókst að ná fram samkomulagi um afléttingu viðskiptaþvingana gegn landinu á fundi með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Hanoi í fyrra. „Kim Jong-un gerir sér fulla grein fyrir efnahagsgetu Norður- Kóreu & mun ekkert gera til að trufla eða spilla henni,“ skrifaði Trump á twittersíðu sinni. „Hann veit líka að ég er með honum & vill ekki brjóta loforðið við mig. Samn- ingur mun nást!“ Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að enn væri von um samning við Norður-Kór- eumenn og benti á að eldflaugarnar væru tiltölulega skammdrægar og ógnuðu því ekki Bandaríkjunum. AFP Norður-Kórea Kim Jong-un fylgist með eldflaugum í skottilraun um helgina. Kim Jong-un gerir til- raunir með eldflaugar NORÐUR-MAKEDÓNÍA Nýr forseti kjörinn í skugga nafnadeilu Stevo Pendarovski Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Ísraelski herinn og vopnaðar hreyf- ingar á Gasaströndinni hafa skipst á eldflaugaskotum frá því á laugar- daginn. Átök blossuðu upp að nýju á svæð- inu eftir að leyniskytta úr hryðju- verkasamtökunum Íslamskt jihad í Palestínu skaut á ísraelska hermenn og særði tvo þeirra á föstudaginn. Í kjölfarið skaut ísraelski herinn eld- flaug inn í Palestínu sem varð tveim- ur meðlimum Hamas, samtakanna sem stjórna heimastjórn Palestínu- manna, að bana. Daginn eftir skutu Palestínumenn 430 eldflaugum yfir landamæri Gasastrandarinnar inn í Ísrael. Samkvæmt frétt Le Monde um málið skutu loftvarnasveitir Ísr- aela 150 af eldflaugunum niður en fjórir Ísraelar létu þó lífið í árásinni og aðrir særðust eða neyddust til að flýja í skjól. Meðal hinna látnu var 58 ára gamall maður sem lést í garði sínum þegar eldflaug hæfði heimili hans. Íslamskt jihad í Palestínu lýsti yfir ábyrgð á a.m.k. sumum af eld- flaugaárásunum og samtökin sögð- ust reiðubúin til að halda árásunum áfram. Gagnárás Ísraela Ísraelski herinn brást við með gagnárás á 220 skotmörk á Gasa- ströndinni og Benjamín Netanjahu, forsætisráðherra landsins, hefur heitið því að fleiri árásir verði gerð- ar. Hann lýsti því jafnframt yfir að skriðdrekar, stórskotalið og fót- göngulið yrðu send á svæðið til að koma ísraelskum hermönnum til að- stoðar. Að minnsta kosti 23 manns í Pal- estínu hafa látist í árásunum, þar á meðal ólétt kona og eins árs frænka hennar. Talsmaður ísraelska hersins hafnaði því að frænkurnar hefðu far- ist í gagnárás hersins og staðhæfði að þær hefðu í raun látist í mis- heppnaðri eldflaugaárás Hamas. Ísraelski herinn segist hafa miðað flugskeytum sínum á fylgsni víga- manna og í sumum tilfellum á til- tekna einstaklinga sem hafa gegnt sérhlutverkum í starfsemi palest- ínskra vígahópa. Að sögn yfirvalda á Gasaströndinni er einn hinna látnu Hamed Khoudary, foringi í hervæng Hamas sem hafði unnið við að veita fjárstyrki frá Íran til vígasamtaka í Palestínu. Meðal annarra skotmarka má nefna jarðgöng sem Íslamskt ji- had hafði notað til að gera árásir á landamærunum. Tvær blokkir í Gasaborg voru lagðar í rúst í gagnárás Ísraela en í annarri þeirra var skrifstofa tyrk- neska ríkisfjölmiðilsins Anadolu. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, fordæmdi í kjölfarið árásina og hét því að fréttastofa An- dalou myndi halda áfram að upplýsa heiminn um „ísraelska hryðjuverka- starfsemi og voðaverk í Gasa“. Egyptaland, Jórdanía, Sameinuðu þjóðirnar og Evrópusambandið hafa kallað eftir því að báðar fylkingar hætti átökunum umsvifalaust. Bandaríkin fordæmdu árásir Palest- ínumanna og sögðust styðja sjálfs- varnarrétt Ísraela. Viðkvæmt vopnahlé Ísraelar og Palestínumenn undir- rituðu vopnahléssamning með milli- göngu Egypta í nóvember í fyrra eft- ir hörð átök á Gasaströndinni. Samkvæmt samningnum léttu Ísr- aelar nokkuð á veiðibanni sem þeir hafa beitt á fiskimið við strendur Palestínu frá því Hamas komst til valda árið 2007. Fylkingar innan Hamas hafa sakað Ísraela um að draga lappirnar með að uppfylla skil- mála vopnahléssamningsins og hugsanlegt er að óþolinmæði í þeirra garð hafi hleypt upp átökunum. Átökin hefjast á viðkvæmum tíma fyrir Netanjahu, sem stendur nú í snúnum stjórnarmyndunarviðræð- um eftir hnífjafnar kosningar sem haldnar voru í síðasta mánuði. Vænt- anlegir félagar hans í stjórnarsam- starfi verða úr röðum harðlínu- manna, en Netanjahu neyddist í fyrra til að boða snemma til kosn- inga, meðal annars vegna þess að varnarmálaráðherra hans sagði af sér vegna óánægju með vopnahlés- samninginn. Hitnar í kolunum á Gasa- ströndinni eina ferðina enn  Fjórir Ísraelar og 23 Palestínumenn látnir í eldflaugaárásum á landamærunum AFP Gasa Eldflaugar þjóta um himininn yfir landamærum Gasa. Átök hófust á laugardag og ógna vopnahléi frá 2018.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.