Morgunblaðið - 05.05.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.05.2019, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. MAÍ 2019 DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is GÆÐI OG ÞÆGINDI SÍÐAN 1926 DUX 8008 – UNDRAVERÐUR SVEIGJANLEIKI Háþróuð tækni, alvöru handverk, strangar prófanir og vandlega valin efni tryggja góðan nætursvefn og passa upp á að líkaminn fái góða hvíld þegar þú þarf mest á því að halda. Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is Sjúktratryggingar Íslands (SÍ) eru langt komnar með undirbúning að formlegu innkaupaferli vegna auga- steinaaðgerða, en grunnsamningur um slíkar aðgerðir við einkareknar augnlækningastofur rann út 1. maí. Í umfjöllum Morgunblaðsins um málið á laugardag heyrðust gagnrýnis- raddir frá einkastofum í garð SÍ, sem sendi í kjölfarið frá sér tilkynn- ingu þar sem mátti sjá samanburð á greiðslum við aðgerðirnar. Þar kom meðal annars fram að greiðslur hins opinbera vegna kaupa á augasteinaaðgerðum á einkastof- um væru 30% meiri en á sjúkrahús- um. Einkareknar stofur fengju um 146 þúsund krónur fyrir hverja að- gerð, þar sem greiðslur hins opin- bera eru að lágmarki 128.600, en Landspítalinn fengi greiddar ríflega 97 þúsund krónur frá hinu opinbera fyrir hverja aðgerð sem framkvæmd væri umfram þær aðgerðir sem rúm- ast innan almenns rekstrargrunns. Kostnaðarþátttaka sjúklinga væri aftur á móti hin sama og á einka- stofu. „Ég hefði haldið að munurinn væri miklu meiri,“ segir Jónmundur Gunnar Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Sjónlags sem var aðili að grunnsamningnum við SÍ. Hann kallar eftir því að Landspítalinn sýni fram á það hvernig þessi tala sé fundin er varðar kostnað á aðgerð- um. Eflaust sé margt sem einkastof- ur þurfi að taka með í reikninginn sem ekki þurfi hjá sjúkrahúsunum. „Til að fá samanburðarhæfa tölu þyrfti að taka kostnað við húsnæð- isrekstur, allan fastakostnað, öll áhöld og tæki og alla yfirstjórn. Það er flókið verkefni í aðferðafræði að deila slíku út innan Landspítalans,“ segir Jónmundur og ítrekar virðis- aukaskattinn sem einkareknu stof- urnar greiði og renni í ríkissjóð. Í tilkynningu SÍ kom einnig fram að eftir átak í styttingu biðtíma væri hann nú kominn niður í 2,1 mánuð eftir augasteinsaðgerðum á Land- spítalanum. Hjá Sjónlagi væri hins vegar biðtíminn um 15 mánuðir eftir samþykki um styrk frá SÍ. Hendur einkastofa bundnar „Við stýrum því ekki hvar fólk óskar eftir að fá aðgerðina gerða. Það fer eftir eftirspurninni. Þegar því er haldið á loft að við höfum ekki staðið okkur er um að ræða mikinn misskilning á því hvernig kerfið virk- ar,“ segir Jónmundur. Sjónlagi hafi aðeins verið úthlutað 400 aðgerðum, um 33 á mánuði, sem annar ekki þeirri eftirspurn sem er eftir að komast að hjá stofunni. Hendur stof- unnar hafi verið bundnar. „Þær voru bundnar af því að við vorum bara með 33 aðgerðir á mán- uði en eftirspurnin eftir aðgerðum hjá okkur var mun meiri. Það er gat í kerfinu, sem verður ekki uppfyllt með þeim aðgerðafjölda sem verið er að fjármagna,“ segir Jónmundur, en eftirspurn eftir augasteinaaðgerðum á landsvísu er talin vera um 3.300 að- gerðir á ári. Ef til vill ekki líkað svörin Í umfjöllun blaðsins á laugardag gagnrýndi Jónmundur samskipta- leysi við SÍ og að óskum Sjónlags um viðræður samnings hefði ekki verið svarað. „Svörin hafa verið veitt, en ef til vill hefur viðkomandi ekki líkað þau,“ segir María Heimisdóttir, for- stjóri SÍ, í samtali við Morgunblaðið. Báðir aðilar ættu að vita að samning- urinn hafi verið að renna út og SÍ hafi ekki borið nein upplýsinga- skylda til þess að láta vita af því um- fram það sem þegar var gert. María segir að aðilar hafi verið látnir vita af undirbúningi formlegs innkaupaferlis, en sú vinna hefur að nokkru leyti strandað á upplýsinga- leysi frá einkareknu stofunum. Til dæmis er varðar innkaup á augnlins- um. „Þetta er formlegra ferli og liður í að undirbúa það er að fá skýringar á kostnaði. SÍ hafa áður verið gagn- rýndar fyrir að fylgja ekki lögum um opinber innkaup og við erum að reyna að laga það. Almennt er betra að geta valið um tíu aðila sem selja okkur þjónustu en bara tvo,“ segir María. Formlegt innkaupaferli sé langt komið, en ekki hægt að segja á þessari stundu hvenær það geti haf- ist. Þó innan mjög skamms tíma. Varðandi innkaupsverð á augn- linsum segir María greinilegt að einkareknu stofurnar hafi ekki keypt slíkt á sambærilegu verði og Land- spítalinn. Það sé þó líklegt að sam- hliða nýjum samningum um þessar aðgerðir verði leitað allra leiða til þess að fá hagstæðara verð á lins- unum. Munurinn á greiðslum SÍ fyr- ir aðgerðir sem minnst var á hér áð- ur skýrist þó ekki eingöngu af misdýrum linsum. Aðalatriðið sé að þjónustan sé góð á samkeppnishæfu verði og að biðin sé ekki of löng. Hærri greiðslur en lengri bið  Greiðsluþátttaka Sjúktratrygginga Íslands í augasteinaaðgerðum á einkastofum er 30% meiri en á sjúkrahúsum, auk þess sem biðin er lengri  Kallað eftir sundurgreiningu kostnaðar frá sjúkrahúsum Ljósmynd/Ólafur Már Björnsson Augnaðgerðir Grunnsamningur um augasteinaaðgerðir við einkareknar augnlækningastofur rann út 1. maí. Samkvæmt tilkynningu sem Sjúkratryggingar Íslands sendu frá sér í kjölfar umfjöllunar SunnudagsMoggans á laugardag um stöðu auga- steinaaðgerða er þörfin talin vera nálægt 3.300 aðgerðum á ári. Landspítalinn hefur fjárveitingu fyrir 800 aðgerðum, en aukafé hef- ur verið veitt til þess að fjölga aðgerðum um 1.200 og eru þar nú gerðar um 2.000 aðgerðir á ári. Þá hefur Sjúkrahúsið á Akureyri einn- ig tekið að sér 100 aðgerðir ofan á þær sem gerðar eru fyrir hina föstu fjárveitingu. Grunnsamningar hafi verið í gildi við tvær augnlækningastofur um að gera 400 aðgerðir á ári hvor um sig, sem er um 20% af þeim fjölda sem gerður er á Landspítala. Sá samningur rann út 1. maí, en SÍ vinnur nú að formlegu innkaupaferli um nýjan samning. Þorri aðgerða á sjúkrahúsum AUGASTEINAAÐGERÐIR Á ÍSLANDI Samkeppniseftirlitið hefur sam- þykkt kaup Nýju kaffibrennslunnar ehf. á kaffihúsakeðjunni Kaffitári ehf. Kaupverðið er ekki gefið upp, en tilkynnt var um kaupin í nóv- ember síðastliðnum. Það var þá með fyrirvara um samþykki Samkeppn- iseftirlitsins, sem svo fékkst nú í lok síðasta mánaðar. Þetta staðfestir Ólafur Ó. John- son, framkvæmdastjóri Ó. Johnson & Kaaber ehf., en Nýja kaffi- brennslan er systurfyrirtæki þess. Hann segir um spennandi verkefni að ræða og með tíð og tíma verði rekstur Kaffitárs samþættur við systurfyrirtækin tvö. Aðalheiður Héðinsdóttir, stofnandi Kaffitárs, mun starfa áfram með nýjum eig- endum í kjölfar viðskiptanna. Aðspurður segir Ólafur að rekst- urinn verði að mestu óbreyttur, en það megi þó búast við einhverjum breytingum í bakaríishluta fyrir- tækisins. Hann er undir merkjum Kruðerís á Nýbýlavegi í Kópavogi og þar fer fram framleiðsla á öllu bakkelsi fyrir kaffihúsakeðjuna. Ólafur segir þær breytingar ekki komnar á hreint og vildi ekki stað- festa hvort gripið yrði til uppsagna í kjölfar þeirra. yrkill@mbl.is Kaffitár komið til nýrra eigenda Morgunblaðið/Eggert Kruðerí Bakaríishluti Kaffitárs gæti tekið breytingum eftir kaupin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.