Morgunblaðið - 05.05.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.05.2019, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. MAÍ 2019 Rósa Margrét Tryggvadóttir rosamargrett@gmail.com Sextíu stundir af sólskini erþriggja daga námskeið semaðdáendum samnefndrarverðlaunabókar stendur nú til boða. Verður námskeiðið haldið á Siglufirði, á söguslóðum bókarinnar, dagana 16.-19. maí. Höfundur bók- arinnar, Hallgrímur Helgason, mun sjálfur leiða námskeiðið og fjalla um bókina og sögusvið hennar. Sextíu kíló af sólskini hefur vakið mikla at- hygli og vann til Íslensku bók- menntaverðlaunanna 2018 í flokki fagurbókmennta en bókin byggist á sögu Siglufjarðar. Margrét Jónsdóttir Njarðvík, eigandi og stofnandi ferðaskrifstof- unnar Mundo, skipuleggur nám- skeiðið. Hún segir Siglufjörð eiga sérstakan stað í huga margra Ís- lendinga. „Saga Siglufjarðar er þannig að það er varla til sá Íslend- ingur sem ekki tengir við hana. Hver á ekki frænku, frænda eða ömmu og afa sem voru á vertíð í síldinni á sín- um tíma? Siglufjörður er enn þann dag í dag staður sem er sveipaður ævintýraljóma,“ segir Margrét sem segist finna fyrir miklum áhuga á námskeiðinu og segir að þegar hafi margir skráð sig, en enn sé hægt að slást í hópinn. Hún segir að námskeiðið muni gera söguna í bókinni ljóslifandi fyr- ir fólki. Meðal annars verður siglt um Siglufjörð undir leiðsögn Örlygs Kristfinnssonar sem stofnaði Síld- arminjasafnið og gengið um Héðins- fjörð þar sem snjóflóðið í upphafi bókarinnar átti sér stað. Gestir munu svo snæða á Hótel Siglunesi þar sem gist verður í þrjár nætur. „Þökk sé kokkinum þar var Siglu- fjörður tilnefndur mataráfanga- staður Norðurlanda í fyrra,“ segir Margrét og bætir við að veitinga- húsið sé uppbókað á hverju einasta kvöldi og að Íslendingar hafi þurft að „læra að panta borð“ til að kom- ast að. Hún segir hótelið vera inn- réttað með húsgögnum frá Siglufirði á þeim tíma sem sagan í Sextíu kíló af sólskini á að gerast, nokkuð sem bæti við upplifunina. Lífsbreytandi ferðaskrifstofa Margrét segir að Mundo gefi sig út fyrir að vera ferðaskrifstofa sem leggi áherslu á menntun, skemmtun, menningu og þjálfun en námskeiðið Sextíu stundir af sólskini er gott dæmi um þessar áherslur. Sjálf er Margrét doktor í spænsku máli og bókmenntum og kenndi lengi við Háskóla Íslands og Háskól- ann í Reykjavík. „Svo fékk ég MBA- gráðu og fattaði að ég átti ekki að vera í akademíunni. Ég er bara frumkvöðull,“ segir Margrét og hlær. Hún segist nota menningar- legan bakgrunn sinn til að búa til skemmtilegar og öðruvísi ferðir og námskeið en sumarbúðir og skipti- nám Mundo fyrir unglinga er vel þekkt á Íslandi. Margrét hefur til að mynda séð um ferðir í tengslum við Don Kíkóta, farið með fólk á staði sem tengjast spænsku konungsfjöl- skyldunni og verið með pílagríms- ferðir um Jakobsveginn á Spáni. Þessar ferðir segir Margrét að breyti oft lífi fólks, en það sé eitt af því sem Mundo vill standa fyrir; að vera lífsbreytandi ferðaskrifstofa. Nú segist hún vera að skipuleggja gönguferð í tengslum við bækur Ragnars Jónassonar sem gerist einnig á Siglufirði. Hún segir að Mundo hafi verið að leggja meiri áherslu á að fá íslenska ferðamenn á Siglufjörð en ferðaskrifstofan hefur staðið fyrir skíðagöngunámskeiðum þar í allan vetur. „Siglufjörður er svo frábær bær. Þetta er svona staður sem Ís- lendingar eiga enn. Hann er ekki bara fyrir túristana,“ segir Margrét. Sextíu sólarstundir á Siglufirði Bókelskum Íslendingum stendur nú til boða að taka þátt í námskeiði á Siglufirði í tengslum við verðlaunabókina Sextíu kíló af sólskini eftir Hallgrím Helgason. Ljósmynd/Síldarminjasafn Íslands Gamlir tímar Leifar gömlu síldarbryggjunnar á Siglufirði minna á síldarárin góðu sem verðlaunabókin Sextíu kíló af sólskini fjallar um. Hjón Margrét og eiginmaður hennar Hálfdán Sveinsson frá Siglufirði. „Ég tók ritstjórnina að mér fyrir rælni og ákvað þá að árin yrðu aldrei fleiri en fimm. Læt því hér staðar numið, segir Svavar Gestsson fv. ráðherra. „Við settum okkur það markmið að gefa út vandað, líflegt og fróðlegt rit og það tel ég okkur hafa tekist. Þetta hafa verið góð ár og undir minni stjórn hafa komið út 950 blaðsíður þar sem tugir höfunda hafa átt efni.“ Í gær var formlegur útgáfudagur Breiðfirðings, sem er ársrit Breiðfirð- ingafélagsins. Þetta er 67. árangur ritsins, en þar er að finna marg- víslegan fróðleik úr byggðunum við fjörðinn, það er frá Öndverðarnesi að Bjargtöngum – og raunar allt til Arn- arfjarðar. Fjöldi höfunda leggur nú sem endranær Breiðfirðingi til efni. Má þar nefna greinar um landnáms- menn, æðarvarp, jarðhita, sagt er frá Þjóðgarðinum Snæfellsjökli og minnsta atvinnuleikhúsi í heimi sem sagt er vera Frystiklefinn á Rifi á Snæfellsnesi. Þá má nefna áhuga- verðan pistil um húsin í Flatey á Breiðafirði. – Einnig er að finna áhugaverð viðtöl við fólk sem með störfum sínum hefur markað skil í at- vinnulífi og framfarasókn. Alls er rit- ið 224 blaðsíður og er vandað að allri gerð. sbs@mbl.is Þjóðlegur fróðleikur í Breiðfirðingi Vandað, líflegt og fróðlegt rit Morgunblaðið/Sigurður Bogi Ritstjórinn Svavar Gestsson með Breiðfirðing sem kom formlega út í gær. Fyrir líkama og sál Laugarnar í Reykjavík Frá morgnifyrir alla fjölskylduna í þínu hverfi t i l kvölds Sími: 411 5000 www.itr.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.