Morgunblaðið - 05.05.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.05.2019, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. MAÍ 2019 a. 595 1000 Sólarlandaferðir á betri verðum Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a y y Heimsferða NÁNAR Á HEIMSFERDIR.IS Frá kr. 79.995 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Samband íslenskra sveitarfélaga bendir á það í umsögn sinni um fjár- málaáætlun 2020-2024 að efnahags- rammi áætlunarinnar sé þegar orð- inn töluvert skekktur. Frá gerð þjóðhagsspár Hagstofunnar, sem ramminn byggist á, hafi WOW air orðið gjaldþrota, skrifað hafi verið undir kjarasamninga sem ná til nærri helmings vinnumarkaðarins og loðnubrestur hafi orðið. Eftir sé að semja við stóran hluta vinnu- markaðarins, þar á meðal opinbera starfsmenn. Sambandið segir að til þessa hnökralausu samstarfi sveitarfélag- anna og ríkisins um gerð fjármála- áætlana sé nú stefnt í bráða hættu. „Fjármálaráðuneytið tilkynnti for- svarsmönnum sambandsins þá fyr- irætlan sína að framlög ríkisins til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga skyldu vera óbreytt að krónutölu árin 2019, 2020 og 2021,“ segir í umsögninni. „Við þessa tekjuskerðingu og þessa háttsemi ríkisins geta sveitarfélög landsins ekki unað, enda um að ræða tekjutap yfir tveggja ára skeið sem nemur um 3,3 ma.kr.“ Bent er á umfjöllun um Borgar- línu og uppbyggingu samgöngu- innviða á höfuðborgarsvæðinu sam- kvæmt svonefndum „höfuðborgar- pakka“. Hann samanstendur af framkvæmdum á stofnvegum höfuð- borgarsvæðisins, í Borgarlínu og á hjólastígum. Sambandið segir að skilgreina þurfi nýja tekjustofna rík- is og sveitarfélaga til að fjármagna framkvæmdir sem boðaðar eru í pakkanum. Fjármunir þurfa að fylgja Sambandið segir einnig að fjár- munir þurfi að fylgja sjúklingum sem fara úr hjúkrunarrýmum á sjúkrahúsum á hjúkrunarheimili. Það gangi ekki að ríkið skammti svo naum daggjöld að sveitarfélögin þurfi að greiða á annan milljarð með hjúkrunarheimilunum á ári. Samband íslenskra sveitarfélaga fagnar því að fæðingarorlof verði lengt í áföngum úr níu mánuðum í tólf frá 2020. Ljóst sé að þess verði krafist að sveitarfélögin tryggi börn- um dagvist á leikskóla til tólf mánaða aldurs. Það að bjóða öllum börnum tólf mánaða og eldri leikskólavist sé mikil áskorun fyrir sveitarfélögin og mjög dýr aðgerð. Sé gengið út frá því að eyða verði öllum biðlista á leik- skóla yrði nettó rekstrarkostnaður sveitarfélaga á hverju ári 3,8 millj- arðar án innri leigu og 4,2 ma.kr. með innri leigu. Miðað við áætlanir Reykjavíkurborgar um stofnkostnað á barn í ungbarnaleikskóla fæst að stofnkostnaður fyrir öll börn á bið- listanum verði 11,5 milljarðar kr. Tapa á leiðréttingunni Í kafla um húsnæðisstuðning segir að vaxtabætur hafi lengi verið helsta tæki ríkisvaldsins til að létta undir með íbúðakaupendum og greiðist úr ríkissjóði. Skattfrjáls nýting sér- eignarsparnaðar hafi nú tekið við. Með því að færa áhersluna frá vaxta- bótum til séreignarlífeyrissparnaðar hafi ríkið velt stórum hluta af kostn- aðinum á sveitarfélögin, eða allt að helmingi. Tekjutap sveitarfélaganna vegna þessa er metið vera samtals 8,2 milljarðar á árunum 2014-2018. Framlenging heimildar til notkunar séreignarsparnaðar til húsnæðis- kaupa í nýgerðum kjarasamningum muni kosta sveitarfélögin um fjóra milljarða til viðbótar. Segja samstarfið við ríkið í hættu  Samband íslenskra sveitarfélaga segir efnahagsramma fjármálaáætlunar hafa skekkst  Fjölgun leikskólaplássa mjög kostnaðarsöm  Tapa tekjum vegna nota séreignarsparnaðar til húsnæðiskaupa „Það veldur okkur áhyggjum ef ríkið dregur ekki til baka áform um að frysta framlög í Jöfnunarsjóð sveitar- félaga,“ sagði Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sam- bands íslenskra sveitarfélaga. „Við það skerðast tekjur sveitarfélaga og sérstaklega þeirra sem síst mega við því.“ Hún kvaðst hafa átt fund með fjármálaráðherra og var ákveðið að funda mjög fljótlega um málið. „Okkar stærsta baráttumál er að fá fjölbreyttari tekjustofna. Einn er gistináttagjaldið. Í stjórnarsáttmálanum segir að það eigi að renna til sveitarfélaganna og við erum orðin langeyg eftir að fá það,“ sagði Aldís. Hún sagði þörf á að ræða mörg önnur mál varðandi tekjuskiptingu við ríkið. Funda fljótlega með ríkinu SAMBAND ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA Aldís Hafsteinsdóttir Árleg kirkjureið hestamanna til Seljakirkju var í gær. Lagt var upp úr Víðidalnum og komið við á Heimsenda. Þaðan var svo riðið sem leið lá niður í Seljahverfi og að kirkjunni þar sem guðsþjón- usta hófst klukkan 14.00. Séra Valgeir Ástráðsson predikaði. Brokkkór- inn söng undir stjórn Magnúsar Kjartanssonar. Búið var að útbúa gerði fyrir hestana utan við kirkjuna. Eftir messu var boðið upp á kaffi. Morgunblaðið/Hari Hestamenn riðu til kirkju í góðu veðri Veður verður í kaldara lagi á land- inu um og eftir miðja vikuna, að sögn Einars Sveinbjörnssonar veð- urfræðings. Ástæðan er kalt heim- skautaloft sem berst hingað úr norðri. Éljagangur getur orðið á Norður- og Austurlandi og jafnvel verður hitastig undir frostmarki meira og minna allan daginn þar um slóðir. Á fimmtudag og föstudag er spáð frosti á Akureyri yfir daginn og élj- um. Því gæti jörð hvítnað. Næt- urfrost verða um mikinn hluta landsins en helst að það sleppi suð- vestan- og vestanlands. Kuldi í veð- urkortunum Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Kuldi Spáð er köldu veðri í vikunni. Hatari æfði í fyrsta skipti á stóra sviðinu í Tel Aviv í gær og gekk æf- ingin eins og í sögu, sagði Felix Bergsson, fararstjóri íslenska Euro- visionhópsins, í samtali við Morgun- blaðið í gærkvöldi. Hann sagði að stemningin hefði verið góð að æfingu lokinni en hópurinn ætti meira inni. Aðspurður sagði Felix hópinn hafa fengið góðar viðtökur og mikla athygli og bætti við: „Þau eru gríðar- lega mikið í viðtölum.“ Taka fréttunum með ró Öryggisráðstafanir voru hertar eftir að vígasamtökin Íslamskt jihad sendu frá sér hótun gegn Eurovisi- on-hátíðinni. Felix sagði hópinn þó ekkert hafa fundið fyrir því og engar opinberar breytingar hefðu verið gerðar á áætlun hátíðarinnar. „Á meðan allt er rólegt tökum við þessu með ró,“ sagði hann. teitur@mbl.is Stemningin góð að fyrstu æfingu í Tel Aviv lokinni  Hert öryggi hefur ekki haft áhrif Ljós-mynd/?Eurovisi-on.tv/? Sjónarspil Hatarar æfðu í fyrsta skipti á stóra sviðinu í Tel Aviv í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.