Morgunblaðið - 05.05.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.05.2019, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. MAÍ 2019 Harðar var að styrkja sam- keppnisstöðu félagsins. Þegar hann tók við árið 1979 voru 24 skip í rekstri hjá félaginu og heildarflutningar um 600 þúsund tonn. Á starfstíma hans var lögð áhersla á stækkun skipa og fækkun þeirra og gámavæða starfsemina til að auka afköst og framleiðni og bæta þjónustuna. Skipum fækkaði úr 24 í 14 á sama tíma og flutningamagnið jókst úr 600 þúsund í 1.200 þúsund tonn. Alþjóðleg hugsun og uppbygg- ing erlendis var leiðarljósið í starfseminni – útrás þess tíma. Framtíðin var Herði alltaf hug- leikin og það var ekki eðli hans að láta staðar numið þegar búið var að ná tökum á daglegum rekstri. Ráðist var í að endurskoða hlut- verk félagsins, stefnumörkun og framtíðarsýn. Þau vinnubrögð eins og margt annað var nokkur nýjung hér á landi. Mikið var unnið með erlendum ráðgjöfum. Sótt var í þekkingu að utan og það var því stöðugt lærdómsferli að starfa með Herði. Eimskipafélagið fékk útflutn- ingsverðlaun forseta Íslands árið 1994, verðlaun sem Marel var að fá núna í síðustu viku. Af því til- efni má nefna að Eimskip var um tíma stærsti hluthafinn í Marel enda fjárfesting í því félagi gott dæmi um tiltrú hans á mikilvægi nýsköpunar og þátttöku Eim- skips á þeim vettvangi. Sama ár, þegar fyrsta einstak Viðskipta- blaðsins kom út, fyrir 25 árum, var Eimskip valið best rekna fyrirtæki landsins af stórum hópi stjórnenda. Hörður gerði sér sjálfur grein fyrir því árið 2000 að kominn var tími til að draga sig í hlé, enda voru 20 ár í þessu starfi mikið álag og að hans mati aftur nauð- synlegt að taka upp nýja stjórn- arhætti. Með andláti Harðar er geng- inn einn áhrifamesti og farsæl- asti stjórnandi og forystumaður íslensks atvinnulífs á síðustu ára- tugum tuttugustu aldar. Hann hafði mikil áhrif á mig sem sam- starfsmaður og stjórnandi og ég á honum mikið að þakka. Ég færi Áslaugu Ottesen og börnum þeirra tveimur, Ingu og Jóhanni Pétri, einlægar samúð- arkveðjur. Þorkell Sigurlaugsson. Skömmu áður en Hörður Sig- urgestsson lét af starfi forstjóra Eimskipafélagsins haustið 2000 bað hann mig að aðstoða sig við að fara í gegnum skjalasafn sitt á skrifstofu félagsins. Þarna var margt „áhugavert“ að finna, svo ég noti það orð sem honum var svo tamt og lýsti honum svo vel. Í tvo áratugi var hann einn mesti áhrifamaðurinn í íslensku við- skiptalífi. Margir áttu við hann erindi, leituðu eftir styrkjum og stuðningi frá félaginu og þátt- töku í alls kyns viðskiptahug- myndum. Merkustu gögnin í safninu eru þó þau sem urðu til innanhúss, minnisblöðin sem Hörður samdi og sendi fram- kvæmdastjórum félagsins og svörin og skýrslurnar sem hann fékk til baka. Þessi minnisblöð voru stjórntæki hans ásamt sam- tölum á löngum fundum með nánustu samstarfsmönnum þar sem markmiðið var að komast að niðurstöðu með upplýstum og gagnrýnum umræðum. „Kannski vorum við að mörgu leyti aka- demískir stjórnendur,“ sagði hann – réttilega að ég held – í viðtali við vikuritið Vísbendingu í desember 2005. „Akademískur“ var Hörður líka á annan hátt; hafði óbifandi trú á gildi mennt- unar fyrir atvinnulífið og Eim- skip sérstaklega. Ég held að ekk- ert verkefni sem hann tók að sér utan Eimskips hafi verið honum eins hugleikið og setan í háskóla- ráði sem fulltrúi þjóðlífs á árun- um 1999 til 2003. Ég kynntist Herði fyrst eftir að ég tók að mér að skrifa sögu Eimskipafélagsins sumarið 1991 og betur persónulega þegar ég í nokkur ár sótti vikulega hádeg- isverðarfundi fámenns hóps þar sem hann mætti jafnan. Hann var þægilegur og einlægur í sam- skiptum, opinn og fróðleiksfús, ekki aðeins áhugasamur um við- skipti heldur ekkert síður um stjórnmál, sögu og menningu, tilbúinn að hlusta á hugmyndir og vangaveltur en alltaf jarð- tengdur. Ég hef reynt að lýsa því hvernig Hörður ruddi nútíman- um braut hjá Eimskip í bók minni um sögu félagsins. Það eru engar ýkjur að hann var tíma- mótamaður í íslensku viðskipta- lífi. Undir stjórn hans varð Eim- skipafélagið mesta stórveldi íslensks atvinnulífs og var undir lokin orðið umsvifameira en nokkur gat séð fyrir þegar veg- ferðin hófst. En mikill kostur var það að á bak við fjárhagslegan styrk og völd félagsins stóðu jafn gegnheilir og vandaðir menn og hann. Guðmundur Magnússon. Annan dag páska lést mikill heiðursmaður, Hörður Sigur- gestsson, sem mér er ljúft að minnast. Við Hörður hófum báðir störf hjá Hf. Eimskipafélagi Ís- lands eins og það hét þá í árslok 1979. Hörður réð mig til starfa sem framkvæmdastjóra fjármála- sviðs og létum við báðir af störf- um árið 2000. Þetta var góður tími og Hörður afbragðs leiðtogi. Ráðning Harðar sem forstjóra Eimskips var tákn um breytta tíma, breytta nálgun og stjórn- arhætti. Hörður hafði getið sér gott orð í fjármálaráðuneytinu, Fjárlaga- og hagsýslustofnun og sem framkvæmdastjóri fjármála Flugleiða. Að ráða viðskipta- fræðinga sem stjórnendur skipa- félags var ekki einungis tákn um breytta tíma á Íslandi heldur og í öðrum löndum. Þegar við fórum í okkar fyrstu ferð saman erlendis hittum við stjórnendur margra erlendra skipafélaga. Við fund- um að það voru vissar efasemdir í okkar garð þar sem stjórnendur margra skipafélaga höfðu nánast alist upp innan þeirra og áttu langan starfsferil þar að baki, höfðu verið skipstjórar eða stýri- menn. Hvað vissum við um skipa- útgerð og siglingar? Hörður var leiftrandi greindur og með yfirgripsmikla þekkingu. Hann gerði miklar kröfur til sjálfs sín en var jafnframt mikill og kröfuharður leiðtogi. Hjá Eimskip byggði Hörður upp öfl- ugt stjórnendateymi þar sem fór saman breið þekking á ýmsum sviðum rekstrar og samfélags. Leiðtoginn sá til þess að málin voru skoðuð frá mörgum sjónar- hornum og þá voru oft líflegar og heitar umræður. Þar var engin lognmolla. Hörður leiddi fram niðurstöður í þessum greiningum og síðan var tekin ákvörðun sem samstaða var um. Á þessum ár- um var oft leitað til erlendra ráð- gjafa. Ávinningur þess var að- gangur að nýjustu þekkingu og má kalla það umhverfi sem skap- að var viðskiptaháskóla Eim- skips. Þegar horft er yfir farinn veg og arfleifðin skoðuð er það öfluga teymi stjórnenda, karla og kvenna, sem uxu upp undir hand- arjaðri Harðar eitt það sem mestu máli skiptir fyrir íslenskt viðskiptalíf. Herði var það mikið í mun að tengja saman efnahagslíf og há- skóla og sat m.a. í háskólaráði HÍ í nokkur ár. Því sinnti hann af eins miklum áhuga og öllu öðru. Árið 2008 var Hörður gerður að heiðursdoktor Háskóla Íslands. Hörður og Áslaug voru ákaf- lega samrýmd hjón sem gaman var að vera með. Einkar ánægju- legt var að fylgjast með áhuga þeirra á klassískri tónlist og óp- erum enda fór það svo að Hörður tók að sér formennsku í stjórn Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Ég minnist Harðar með mikilli virðingu og hlýju og er honum af- ar þakklátur fyrir tímann sem við áttum saman. Við Marta sendum okkar dýpstu samúðar- kveðjur til Áslaugar, Ingu, Jó- hanns Péturs og fjölskyldna þeirra. Blessuð sé minning Harðar Sigurgestssonar. Þórður Magnússon. Kveðja frá Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni Hörður Sigurgestsson var for- maður stjórnar Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns árin 2002-2010. Hann sinnti starfinu af alúð og áhuga og var alltaf hvetjandi og ráðagóður. Hann hafði lifandi áhuga á menningu og listum, en sá jafnframt nauð- syn þess að hafa skipulag á hlut- unum til þess að slík verkefni blómgist og dafni. Hörður átti mjög auðvelt með að setja sig inn í mál, en missti aldrei sjónar á heildarmyndinni. Hann var fram- sýnn og naskur á tækifæri, sá margvíslegar tengingar og var fundvís á leiðir til að vinna málin áfram. Hann sýndi fólki traust, var gefandi og uppörvandi. Ég verð honum ævinlega þakklát fyrir okkar samstarf. Hörður var einnig stjórnarfor- maður Landskerfis bókasafna á árunum 2003-2010, en það er op- inbert hlutafélag sem rekur sam- eiginlegt bókasafnskerfi fyrir flest bókasöfn í landinu og var stofnað árið 2001. Hann kom að félaginu á mótunarárum þess og þekking hans og reynsla í fyrir- tækjarekstri vó afar þungt. Við búum enn að framsýnum ákvörð- unum, sem teknar voru þegar hann var formaður. Fyrir hönd starfsfólks Lands- bókasafns Íslands – Háskóla- bókasafns þakka ég Herði Sig- urgestssyni fyrir hans framlag til safnsins, Landskerfis bókasafna og allra íslenskra bókasafna. Við sendum Áslaugu og fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur. Ingibjörg Steinunn Sverr- isdóttir landsbókavörður. Hörður Sigurgestsson var ráðinn forstjóri Eimskipafélags Íslands árið 1979 og gegndi því starfi í 21 ár eða til ársins 2000. Undir stjórn Harðar fór Eim- skip í gegnum miklar breytingar á starfsháttum og skipulagi og má segja að félagið hafi í raun nútímavæðst og verið gert að sterku alþjóðlegu fyrirtæki. Breytingarnar fólust fyrst og fremst í gámavæðingu félagsins og endurnýjun skipastólsins, sem hvort tveggja markaði mikil tímamót fyrir félagið. Hörður var formfastur og kröfuharður stjórnandi en á sama tíma gríðarlega framsýnn og engum duldist að þar fór mað- ur nýrra tíma og alþjóðlegra við- horfa í fyrirtækjarekstri. Harðar er minnst hjá Eimskip með hlýhug fyrir hans góðu störf og mikilvægt framlag til upp- byggingar og þróunar félagsins og sendum við eftirlifandi eigin- konu Harðar, Áslaugu Ottesen, og afkomendum þeirra innilegar samúðarkveðjur. F.h. Eimskipafélags Íslands hf., Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri. Ég hef alltaf litið á það sem mikið happ að hafa stofnað til vináttu við Hörð Sigurgestsson þegar hann kom úr VÍ í Háskóla Íslands haustið 1958. Því fylgdi gefandi samvinna á háskólaárun- um og ævilöng vináttubönd. Hann bjó yfir skarpri greind, samviskusemi og vinnusemi sem leiddi til þess að hann var m.a. valinn framkvæmdastjóri Stúd- entaráðs Háskóla Íslands þegar sú staða var stofnuð. Í ljósi góðs orðspors var hann svo ráðinn hótelstjóri Hótel Garðs árið 1960, er stúdentar tóku í eigin hendur rekstur sumarhótels á Gamla og Nýja Garði. Garðarnir höfðu áð- ur verið leigðir utanaðkomandi aðila við rýrar leigutekjur og bág fjárhagsstaða þeirra kæfði brýnt tal um byggingu hjónagarða. En hótelreksturinn undir öruggri stjórn Harðar skilaði öllum hagn- aði til endurbóta á húsakynnum stúdenta. Var senn hægt að ræða um hjónagarða af meira raunsæi. – Öll störf Harðar að þessum málum og fleirum í þágu stúd- enta sýndu hvað í honum bjó, hve traustur hann var í einu og öllu. Er tilhögun kosninga í Stúdenta- ráð HÍ var í miklum átökum breytt frá kjöri á pólitískum for- sendum í deildakjör, kom það í hlut Harðar að gegna for- mennsku í ráðinu fyrsta kjör- tímabilið, árin 1960-1962, lengur en önnur dæmi eru um, þar sem kosningar til ráðsins voru einnig færðar frá hausti til vors. Þessi störf juku enn innistæðuna í reynslubanka Harðar. Það er því ekki að undra, að Hörður sem reynst hafði ungur að árum trúr yfir vandasömum verkefnum, skyldi verða settur yfir meira. Rekstur átti augljós- lega vel við hann; þar nutu hæfi- leikar hans sín ríkulega. Í framhaldsnáminu við einn al- fremsta rekstrar- og við- skiptaháskóla vestanhafs, Whar- ton-skólann í Pennsylvaníu, fékk hann einnig útrás fyrir áhuga sinn á samgöngumálum, sem átt hafði vísan sess í huga hans allt frá uppvaxtarárunum í grennd við Reykjavíkurflugvöll. Var MBA-ritgerð hans árið 1968 ein- mitt á því sviði. Nytsama innsýn í ríkisreksturinn fékk Hörður svo með störfum í fjármálaráðuneyt- inu, fjárlaga- og hagsýslustofn- un. Öll urðu þessi þroskaár Harð- ar til að leggja traustan grunn að lífsstarfi sem átti hug hans og skilaði í fylling tímans miklum árangri. Starfa hans að sam- göngumálum Íslendinga á legi og í lofti verður lengi minnst. Þar gegndi hann lykilhlutverkum um langt árabil. Hörður var íhugull og áhuga- samur um þjóð- og alþjóðamál. Jafnan var því gefandi að ræða við hann um þau efni. Hann tran- aði ekki sínum skoðunum fram, þvert á móti var stundum eins og hann kysi að halda sig til hlés, en ekki leyndi sér að hann naut þess vel að ígrunda málin í hópi vina sinna. Það mildar hugann nú, þegar horft er með trega Herði á bak, að ekki er hægt að líta öðruvísi á en hann hafi verið lánsmaður, að geta helgað líf sitt störfum sem frá bernsku heilluðu hug hans og hann reyndist svo fær um að rækja. Lífslán hans var þó öllu öðru fremur fólgið í löngu og far- sælu hjónabandi hans með Ás- laugu Ottesen, þeirri mætu konu, sem hann kynntist á háskólaár- unum. Þau hafa reynst hvort öðru frábærir og samrýndir föru- nautar, með svo mörg sömu áhugamálin, menningarsinnuð – góðir foreldrar tveggja hæfi- leikaríkra barna, Ingu og Jó- hanns Péturs, natin við gleðigjaf- ana afa- og ömmubörnin. Öllum þeim eru nú færðar ein- lægar samúðarkveðjur og óskir um að hinar ótal góðu minningar um Hörð varpi skærri birtu á vegferð þeirra framundan. Ólafur Egilsson. Hörður Sigurgestsson var sannkallaður leiðtogi og áhrifa- valdur í íslensku viðskiptalífi um árabil. Hann var ekki síður ör- lagavaldur í lífi fjölmargra sem urðu honum samferða í rekstri Eimskips og fleiri félaga sem hann hafði aðkomu að. Ég var svo heppin að vera ein af þeim. Hann réð mig ungan endurskoðanda innan við þrítugt til að leiða nýja fjárreiðudeild um miðjan níunda áratuginn. Hann lét mig aldrei finna að hann væri að taka minnstu áhættu og veitti fullan stuðning frá fyrsta degi. Framundan voru skemmtilegir tímar þar sem forystuhæfileikar Harðar nutu sín afar vel. Þó hug- ur minn hafi einungis staðið til þess að taka hlé frá endurskoð- uninni þá varð ekki aftur snúið og ég var áfram þar til hann hafði látið af störfum 16 árum síðar. Hörður var afburðastjórnandi og heilsteyptur persónuleiki. Hann skapaði einstakan árang- ursdrifinn starfsanda þannig að Eimskip varð eftirsóttasti vinnu- staður landsins. Ég naut þeirra forréttinda að stýra starfs- mannamálunum um árabil. Með réttu fólki eru allir vegir færir og hjá Eimskip var svo sannarlega framúrskarandi hæfileikaríkt starfsfólk. Það var ánægjulegt og lærdómsríkt að hitta hundruð umsækjenda og fá að velja hverj- ir pössuðu best fyrir starfið og heildarhagsmunina. Hörður vildi sjálfur koma að lokaákvörðun ef um var að ræða stjórnendur eða lykilstarfsmenn. Hann var að mínu viti bæði víðsýnn og for- dómalaus. Hann hafði ríkan skilning á því að starfsmanna- hópurinn þyrfti að vera fjöl- breyttur og hver og einn mikil- vægur í virðiskeðjunni. Leitað var reglulega eftir ráðgjöf og þjónustu frá færustu erlendu sér- fræðingum á hverju sviði og skilningur á mikilvægi fræðslu og þekkingarsköpunar var einstak- ur. Við gerðum átak í jafnréttis- málum snemma á tíunda ára- tugnum og ákváðum m.a. að fjölga verulega konum í stjórn- endastöðum og tókst það svo vel að innan tíðar fékk Eimskip jafn- réttisverðlaun. Stjórnendur og starfsmenn voru með sömu laun óháð kyni og hallaði yfirleitt frekar á karlana og þurfti enga jafnlaunavottun. Hörður var líka góður maður og það sýndi sig best þegar erfið starfsmannamál komu upp. Ef einhverjum varð fótaskortur eða veikindi eða slys herjuðu á, þá sýndi hann mikinn velvilja og skilning. Hann hafði á sama tíma afar takmarkaða þolinmæði gagnvart hverskonar metnaðar- leysi. Enginn vildi bregðast hon- um. Hörður var framsýnn, réttlát- ur og fádæma skarpskyggn. Hann spurði alltaf erfiðu spurn- inganna. Áður en mál voru lögð fyrir hann var mikilvægt að íhuga mjög vel hvaða spurningu maður vildi síst fá. Ef eitthvað var óljóst eða áhættusamt var öruggt að hann myndi strax spyrja um það. Þeirri hlið kynnt- ist ég best þau ár sem ég var framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Eimskips og hann var stjórnar- formaður. Hann bar hagsmuni lífeyrissjóðsins mjög fyrir brjósti og vegnaði sjóðnum afar vel und- ir hans styrku stjórn. Ég er afskaplega þakklát Herði fyrir þann stuðning, hvatn- ingu og tækifæri sem hann veitti mér alla tíð. Við Hjörleifur vott- um Áslaugu og fjölskyldunni allri okkar dýpstu samúð. Hjördís Ásberg. Kveðja frá Háskóla Íslands, viðskiptafræðideild Hörður Sigurgestsson, doctor mercatoriae honoris causa, lauk cand. oecon.-prófi frá viðskipta- fræðideild Háskóla Íslands 1965. Hann átti samleið með Háskóla Íslands frá æskuárum sínum því hann sótti sunnudagaskóla í kap- ellu Háskólans. Jafnframt námi sínu við við- skiptafræðideild var hann hótel- stjóri á Hótel Garði, formaður stjórnar Bóksölu stúdenta og prófdómari við sína gömlu há- skóladeild. Síðar varð hann for- maður stjórnar Landsbókasafns – Háskólabókasafns, enn fremur var hann um tíma fulltrúi Þjóðlífs í háskólaráði. Hörður kynnti á vinnustöðum sínum nýjungar í stjórnun, sem áttu eftir að hafa víðtæk áhrif í ís- lensku atvinnulífi. Segja má að hann hafi verið einn fyrsti at- vinnustjórnandinn á Íslandi. Hörður réð til starfa margt ungt fólk sem útskrifast hafði m.a. frá Háskóla Íslands og þjálfaði það í aðferðum nútímastjórnunar. Margir þessara einstaklinga áttu eftir að taka að sér mikilvæg stjórnunarstörf í íslenskum fyrir- tækjum. Af þessum sökum taldi við- skiptafræðideild Háskóla Íslands sér það sæmdarauka að heiðra Hörð Sigurgestsson með nafn- bótinni doctor mercatoriae ho- noris causa, Herði til heiðurs og íslensku viðskiptalífi. Var það allt góðu heilli gjört og vitað. Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands kveður nemanda sinn með söknuði. Eiginkonu og fjöl- skyldu er vottuð samúð. Megi minningin um Hörð Sig- urgestsson heiðrast í vitund þinni. Ingi Rúnar Eðvarðsson deildarforseti. Kveðja frá Samtökum atvinnulífsins Hörður Sigurgestsson var um áratugaskeið helsti forystumað- ur íslensks viðskiptalífs. Hann beitti sér jafnframt fyrir því að efla Vinnuveitendasamband Ís- lands, forvera Samtaka atvinnu- lífsins, með það að markmiði að bæta rekstrarumhverfi atvinnu- lífsins og þar með hag allra landsmanna. Hörður sat í framkvæmda- stjórn og samningaráði Vinnu- veitendasambands Íslands frá 1983 til 1988, sem oft og tíðum kostaði tíðar fundarsetur og langar. Vönduð og skipuleg vinnubrögð einkenndu störf Harðar. Ekki var heiglum hent að vera í forsvari stórra fyrir- tækja og jafnframt í fararbroddi samtaka atvinnurekenda á þess- um árum þegar verðbólga sveifl- aðist á bilinu 25-80% á ári og víxl- verkun launa og verðlags var allsráðandi. Þjóðarsáttin 1990 markaði fullkomin tímamót í efnahagssögu landsins og þá skipti miklu máli að staðfastir menn á borð við Hörð, með skýra framtíðarsýn, væru í forystusveit atvinnulífsins. Hörður tók þátt í mótun nýrra vinnubragða og ásýndar VSÍ í samskiptum við stjórnvöld, fjöl- miðla og almenning. Það starf skilaði miklum árangri og jók um leið almennan skilning á mikil- vægi góðra starfsskilyrða fyrir- tækja og hagkvæms reksturs fyrir hag allra landsmanna og þjóðabúsins í heild. Þegar Hörður Sigurgestsson tók við starfi forstjóra Eimskipa- félags Íslands hf., fyrir réttum 40 árum, markaði það kynslóða- skipti og um leið innleiðingu nýrra vinnubragða við stjórnun stærri fyrirtækja hér á landi. Hörður var formfastur og leið öflugur frumkvöðull sem leiddi Eimskip og viðskiptalífið á nokkrum árum í gegnum umbylt- ingu í stjórnarháttum. Með Herði Sigurgestssyni er genginn einn merkasti stjórn- andinn í atvinnulífinu á síðari hluta tuttugustu aldar. Að leiðarlokum þökkum við, fyrir hönd Samtaka atvinnulífs- ins, Herði fyrir umfangsmikil og heilladrjúg störf í þágu SA og forvera þeirra. Á kveðjustund sendum við fjölskyldu hans inni- legar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Harðar Sigurgests- sonar. Eyjólfur Árni Rafnsson, Halldór Benjamín Þorbergsson. Hörður Sigurgestsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.