Morgunblaðið - 05.05.2019, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.05.2019, Blaðsíða 30
30 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. MAÍ 2019 PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til mánudagins 13. maí SÉRBLAÐ –– Meira fyrir lesendur Skoðuð verða húsgögn og innréttingar, skrautmunir og fylgihlutir fyrir heimilið, litir og lýsing ásamt mörgu öðru.NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Heimili & hönnun fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 17. maí 50 ára Ríkey er fædd og uppalin í Ólafsvík en býr í Reykjavík. Hún er hárgreiðslumeistari og tækniteiknari að mennt og er eigandi og markaðsstjóri hjá Hagvís. Maki: Birgir Másson, f. 1966, eigandi og framkvæmdastjóri hjá Hagvís. Börn: 1) Andri Már, f. 1992, dóttir hans er Emilía Ósk, unnusta Andra er Mar- grét og sonur hennar er Patrekur; 2) Meyvant Már, f. 1995, og 3) Pétur Már, f. 2005. Foreldrar: Pétur F. Karlsson, f. 1946, fyrrverandi skipstjóri, og Kristín E. Guð- mundsdóttir, f. 1946, húsmóðir. Þau eru búsett í Reykjavík. Ríkey Mortensen Pétursdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Ekki örvænta, með tímanum munt þú fá það sem þér ber. Nú er ekki tími til að efast. Heimilið er í rúst eftir breytingar, virkja þarf heimilisfólk til að hjálpast að. 20. apríl - 20. maí  Naut Njóttu góðrar vináttu og taktu öllum heimboðum fagnandi. Félagslíf þitt á eftir að taka mikinn fjörkipp næstu vikur. Þú setur einhvern út af laginu með at- hugasemd þinni. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú hefðir gott af því að breyta til á einhver hátt hvort sem er heima fyrir eða í vinnunni. Ráðfærðu þig við þá sem þekkja þig best. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Góð vara selur sig sjálf, er stund- um haft á orði. Þannig er með þína vöru. Leggðu orku og áhuga í áform þín, þú munt uppskera vel. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Láttu ekki streitu ná tökum á þér. Líf- ið er langhlaup. Samband mun bera ávöxt, en ekki á þann hátt sem þú áttir von á. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú hefur tekið allt of mörg verkefni að þér og átt nú á hættu að missa stjórn á öllu saman. Deildu þeim á fleiri. Einhver smá flensa herjar á fjölskylduna. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er nauðsynlegt að sýna sparsemi þessa dagana. Vinur þinn á í vandræðum, þú ættir að athuga hvort þú getur hjálpað. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Ekki þreyta vinnufélagana með endalausum sögum af einkahögum þínum. Einhver gengur á eftir þér með grasið í skónum. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú hefur byr í seglin þessa stundina, en verður líka að vera viðbúin/n veðrabrigðum. Þú átt auðvelt með að hoppa á milli hlutverka. 22. des. - 19. janúar Steingeit Ekki efast um gáfur þínar eða hæfni þína til að taka eigin ákvarðanir. Hálfnað er verk þá hafið er. Samband hangir á bláþræði. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Búðu þig undir að til einhvers orðaskaks komi á vinnustað þínum. Gefðu sannleikanum tíma til að koma í ljós. 19. feb. - 20. mars Fiskar Mundu að það er ákveðið frelsi fólgið í því að sleppa tökunum og treysta á að allt fari vel að lokum. Leggðu höfuðið í bleyti hvernig nýta megi plássið heima betur. við fengum meira að segja dagpen- inga.“ Kristján hefur verið sæmdur gullmerki Knattspyrnufélags ÍA og silfur- og gullmerki KSÍ. „Mestallur frítími minn hefur farið í félagsstörf, maður má ekki láta vita af sér, þá er maður lentur Vesturlandi 2003-2006, stjórnar- formaður Sementsverksmiðju rík- isins 1991-1993 og sat í stjórn Sementsverksmiðjunnar í 12 ár. Hann hefur verið stjórnarformaður Stjórnendafélagsins Jaðars Akra- nesi frá 2012 og í stjórn Stjórn- endasambandsins frá 2013. Kristján hefur verið virkur félagi í Oddfellowreglunni IOOF, st. nr. 8 Agli, síðastliðin 45 ár og gegnt helstu trúnaðarstörfum þar. Kristján hefur verið í sóknarnefnd Akraneskirkju síðastliðin sex ár og er fulltrúi í öldungaráði Akranes- kaupstaðar. Kristján sat í stjórn Knatt- spyrnufélags ÍA og í knattspyrnu- ráði ÍA til fjölda ára. „Við vorum alltaf í Evrópukeppninni á þessum tíma og svo fórum við í eftirminni- lega ferð til Medan í Indónesíu og kepptum í 16 liða móti og töpuðum í bráðabana í úrslitum. Feyenoord hafði verið boðið á mótið en komst ekki, en Pétur Pétursson var þá í liði Feyenoord og benti á okkur um að koma í staðinn. Það var borguð undir okkur öll ferðin og K ristján Sveinsson fæddist á Suðurgötu 117 á Akranesi og ólst þar upp til 1954 þegar fjölskyldan fluttist á Jaðarsbraut 3 og bjó hann þar til 1971. Kristján spilaði fótbolta í yngri flokkunum með ÍA og var mikill markaskorari, en fékk heilahimnu- bólgu og hætti að æfa í kjölfarið. Hann fór þá í félagsstörfin í fót- boltanum í staðinn og hefur starfað sleitulaust fyrir boltann síðan. Hann gekk í Barnaskólann á Akra- nesi og lauk prófi frá Samvinnu- skólanum á Bifröst 1969. Kristján var fulltrúi hjá Sam- vinnubankanum á Akranesi og starfaði hjá Samvinnutryggingum 1969-87, hóf þá störf hjá Olíufélag- inu hf., var svæðisstjóri á Vest- urlandi og viðskiptastjóri þar og var síðan viðskiptastjóri hjá N1 frá stofnun fyrirtækisins til áramóta 2018-2019. Þá var hann umboðs- maður Samvinnuferða – Landsýnar um skeið. Kristján rak ásamt eig- inkonu sinni íþróttavöru- og leik- fangaverslunina Óðin ehf. á Akra- nesi um 15 ára skeið. „Við keyptum húsið á Kirkjubraut 5 ár- ið 1971, rákum verslunina á neðri hæðinni og bjuggum á þeirri efri í 42 ár til við fluttum á Vallarbraut 4.“ Kristján var bæjarfulltrúi á Akranesi 1998-2006 fyrir Samfylk- inguna, varamaður í bæjarráði Akraness, varaforseti bæjar- stjórnar 1998-2004 og forseti bæj- arstjórnar 2005-2006. „Við vorum í meirihluta og það gekk allt vel. Meðal verka sem ég er stoltur af er að við sameinuðum Akranes- veitur og Orkuveitu Reykjavíkur. Það var mikið framfaraspor fyrir bæinn og lækkaði hitakostnaðinn umtalsvert.“ Kristján var formaður síðustu hafnarstjórnar Akraness áður en höfnin sameinaðist Faxaflóa- höfnum, sat í skipulagsnefnd Akra- ness í fjögur ár, var í stjórn Hjúkr- unar- og dvalarheimilisins Höfða í tólf ár, þar af stjórnarformaður í fjögur ár 2010-2014, var varafor- maður Samtaka sveitarfélaga á í stjórn einhvers staðar. En við eiginkonan keyptum hjólhýsi í fyrra og ætlum að reyna að ferðast á því í sumar.“ Fjölskylda Kristján kvæntist 23.9. 1972 Sig- rúnu Höllu Karlsdóttur sjúkraliða. Hún er dóttir Karls Sigurðssonar kaupmanns og Álfhildar Ólafs- dóttur húsmóður, stjúpmóðir Sig- rúnar var Kristín Sigurðardóttir sjúkraliði. Börn Kristjáns og Sigrúnar Höllu: 1) Álfhildur, f. 15.12. 1975, viðskiptafræðingur, búsett í Ann- Arbor í Michigan, Bandaríkjunum. Álfhildur er gift Þór Árnasyni barnahjartalækni. Börn þeirra eru Kristín Halla, f. 2003, Karl Kristján, f. 2006, og Emilía Mar- grét, f. 2012; 2) Karl Kristinn, f. 17.2. 1979, stúdent, lést af slysför- um 10.4. 2000; 3) Sveinn, f. 7.12. 1984, rekstrarverkfræðingur, búsettur í Garðabæ. Fyrrverandi eiginkona hans er Stefanía Sigurð- ardóttir viðskiptafræðingur. Börn þeirra eru Kristján, f. 2008, Klara Kristján Sveinsson viðskiptastjóri – 70 ára Fjölskyldan Efri röð frá vinstri: Þór, Álfhildur, Kristín Halla, Kristján, Sveinn og Sigrún. Neðri röð frá vinstri: Emilía Margrét, Karl Kristján, Kristján, Klara Margrét og Karlotta Lind. Hefur gaman af félagsmálum Hjónin Sigrún og Kristján og gamli Akranesvitinn í baksýn. 30 ára Elín ólst upp í Vesturbænum í Reykjavík en flutti í Hafnarfjörð 13 ára og hefur búið þar síðan. Hún er sjúkraliði og vinnur á bráða- móttökunni í Foss- vogi. Maki: Hermann Valdi Valbjörnsson, f. 1988, lögreglumaður hjá Ríkislög- reglustjóra. Börn: Matthías Bergmann, f. 2013, og Tinna Hrönn, f. 2018. Foreldrar: Sigurður Þorsteinsson, f. 1961, slökkviliðsmaður á höfuðborgar- svæðinu, og Guðrún Hrönn Guðbjörns- dóttir, f. 1962. Þau eru búsett í Hafnar- firði. Elín Sigurðardóttir Til hamingju með daginn Hafnarfjörður Tinna Hrönn Hermannsdóttir fæddist 4. desember 2018. Hún var 3.810 g við fæðingu og 51 cm á lengd. Foreldrar hennar eru Elín Sigurðardóttir og Her- mann Valdi Valbjörnsson. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.