Morgunblaðið - 05.05.2019, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.05.2019, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. MAÍ 2019 Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi Sími 535 4300 · axis.is Vandaðar íslenskar innréttingar Fyrir áratug, hinn sautjánda apríl 2009 „þvingaði“ tuttugu og einn þingmaður breytingu á hegning- arlögunum í gegnum Alþingi. Kaup kynlífs- þjónustu voru gerð refsiverð. Flutnings- menn voru fjórtán kvenþingmenn með Kolbrúnu Halldórs- dóttur í fylkingar- brjósti. Kvenfrelsarar hrósuðu áfanga- sigri: „Þetta mál hefur verið eins konar tákn fyrir femíníska stefnu … Femínistafélagið og fem- ínísk félög hafa ævinlega pressað mjög á þingmenn að samþykkja þetta mál … femínísk sjónarmið hafa náð yfirhöndinni á Alþingi Ís- lendinga í tilteknum málum.“ (Kol- brún Halldórsdóttir) Lögunum er – eins og samsvar- andi lögum í Svíþjóð og Noregi – beint gegn körlum. Stuðnings- menn ofangreinds frumvarps virt- ust því ekki hafa teljandi áhyggjur af kynlífssölu karla eða kynlífs- kaupum kvenna. Kolbrún Hall- dórsdóttir, Jónína Bjartmarz og Ágúst Ólafur Ágústsson segja: „Við lítum svo á að vændi sé hluti af kynbundnu ofbeldi karla gegn konum … [og leggja áherslu á, að] allt sé gert sem hægt er til að sporna við ofbeldi gegn kon- um … ef engin eftirspurn væri eft- ir kynlífi gegn greiðslu, þá væri harla lítið upp úr því að hafa að selja konur og börn milli landa í kynlífsþrælkun.“ Margrét Frí- mannsdóttir segist hafa hitt nokkrar þessara kvenna. „Á lík- ama þessara stúlkna voru merki um gróft ofbeldi. Geirvörtur höfðu verið brenndar, kynfæri sködduð og hnífstunguför og ör eftir bar- smíðar. Allar báru merki eftir eit- urlyfjasprautur og allar voru brotnar, höfðu enga sjálfsmynd og vissu ekkert hvert stefndi,“ sagði Margrét. Hörmungarsögur sem þessi hafa farið eins og eldur í sinu um fjölmiðla. Venjulega eru illir karlar, sem stunda mansal (ánauð, þrælkun), taldir standa að slíkri andstyggð. Í greinargerð með umræddu frumvarpi eru tilfærðar fjarstæðu- kenndar tölur um mansal. Mansal er harla óskýrt hugtak, enda þótt alþingismenn vorir tali einatt um mansal og kynlífsþrælkun kvenna í sömu andránni. Skoðum nokkrar vísindarannsóknir: „Á alþjóðavísu sér þess stað í opinberum talna- gögnum, lagaákvæðum, frétta- skýringum og fræðimennsku, að mansal sé lagt að jöfnu við ólöglega fólksflutninga, kyn- lífsþjónustu, nauðung- arvinnu og/eða þræl- dóm. Til viðbótar skilgreiningarvand- anum hefur umfang mansals verið dregið í efa um langa hríð. Áætlanir eru gríðar- lega sundurgerðar- legar og venju fremur settar fram án tilvís- unar til frumheim- ilda.“ (Rachealle Sanford og fé- lagar.) „Tilfinningaþrungin umræða og hugarfóstur í sambandi við mansal er algengur kostur. Hann má að hluta til rekja til samkórs frétta- miðla, bæði á vegum ýmissa sam- taka og stjórnvalda.“ (Ann De Shalit og Robert Heynen i Can- adian Journal of Communication 2014) „Dægurumræðan um mansal hefur einkennst af sögusögnum og upphrópunum. Flest fræðileg verk eru ýmist almenn yfirlit vandans eða fræðileg gagnrýni.“ … „Yfirlit eitt hundrað fræðigreina leiðir í ljós, að fáir höfunda reiða sig á eigin gögn … Ég hef komist að því að staðhæfingar eru hvorki byggð- ar á rannsóknum né eru þær sannreynanlegar.“ (Ronald Weit- zer) „Þekking á viðfangsefninu [2009], þar með talið tölfræðilegt mat á umfangi þess og fyrir- komulagi á að miklu leyti rætur að rekja til nokkurra opinberra og óopinberra skýrslna.“ (Sheldon X. Zhang) Ennfremur; þegar fjallað er um kynlífsánauð er, „„[k]jörfórnar- lambið“ eða „hið gilda fórnarlamb“ … veikburða, viðkvæmt, og hneppt í ánauð af skuggalegum, hættu- legum glæpakarli. Við smíði slíkr- ar sviðsmyndar er sjálfræði hlut- aðeigandi, sem tekur þá ákvörðun að flytja sökum atvinnu, og neitar því alfarið að vera fórnarlamb, virt að vettugi … Þegar umrædd hug- arfóstur fela í sér, að karlar séu að mestu leyti afbrotamennirnir, leiðir það í meginatriðum til þess að litið er framhjá kvenkyns of- beldismönnum og karlkyns fórnar- lömbum mansals.“ (Rachealle San- ford og félagar.) (Skrifstofa SÞ helguð afbrotum og fíkniefnum og Alþjóðavinnumálastofnunin telja karla vera 60 til 66 af hundraði fórnarlamba mansals.) Reynt hefur verið að koma höndum yfir þann ógnarfjölda kvenna og barna í kynlífsánauð, sem frumvarpsflytjendur sáu fyrir sér. Hið virta, óháða dagblað, Guardian í Stóra Bretlandi, skýrði svo frá sama ár og tuttugumenn- ingarnar á Alþingi lögleiddu „vændislöggjöfina:“ „Í umfangsmestu rannsókn á mansali í kynlífsþjónustu fannst ekkert mansalsfórnarlamb, þrátt fyrir áhlaup í hundraðatali á kyn- lífsþjóna yfir sex mánaða tímabil á vegum ýmissa stjórnvalda, sér- hæfðra stofnana og lögreglu. Í daglegu tali var aðför þessi kölluð „magnaðasta lögregluherferð sög- unnar gegn mansali“. Víðar en í Bretlandi hefur verið gripið í tómt. Það er sorglegt til þess að vita að á hinu virðulega Alþingi skuli samþykkt lög, sem meira eða minna eru grundvölluð á hug- myndafræði og órum tveggja tuga þingmanna. Er þetta misnotkun á lýðræðislegu valdi? Vændi og mansal Eftir Arnar Sverrisson Arnar Sverrisson » Fyrir tíu árum sam- þykkti Alþingi lög þess efnis að kaup kyn- lífsþjónustu skyldu bönnuð, m.a. til að spyrna gegn vændis- ánauð kvenna. Höfundur er ellilífeyrisþegi. Fólkið í landinu horfir til þeirra ein- staklinga sem bjóða sig fram til stjórn- málastarfa að standa vörð um fullveldi þjóð- arinnar og auðlindir hennar með von um betri framtíð. Skylda stjórnmálamanna í hvaða flokki sem er er að rísa undir þeim væntingum, stuðla að betri framtíð, betri lífskjörum og hugsa í lausnum. Ekki glutra niður áratuga farsælli vinnu fráfarandi kynslóða. Skilgreiningu vantar Efnahagslífið er einn vefur og starfsskilyrði atvinnulífs og lífskjör fólksins í landinu eru samofin. Op- inber afskipti af atvinnulífi lands- manna geta skert lífskjör þjóð- arinnar. Skilgreina þarf betur hlutverk hins opinbera, þannig að það þjóni hlutverki sínu gagnvart íbúum þessa lands og standi vörð um full- veldið og nátt- úruauðlindirnar. Tómarúm og undirlægjuháttur Frá hruni hefur tómarúm skapast gagnvart litlum og meðalstórum fyrir- tækjum en stefna stjórnvalda virðist nú að standa vörð um er- lenda auðkýfinga og uppkaup þeirra á hlunnindajörðum, alþjóðabanka og stórfyrirtæki og fyrirtækja- samstæður sem stunda fákeppni eða einokun í skjóli fjármálastofn- ana í ríkis- eða einkaeigu og vissra stjórnmálaflokka. Þessu verður að breyta. Uppbygging framtíðarsam- félagsins, þjónusta og grunngerð á að miðast við íbúafjölda og stærð og getu landsins og það sem hefur verið vel gert í stað þess að horfa til landa sem eru mörgum sinnum stærri. Íslandshreppur Okkur ber fyrst og fremst skylda til að skila landinu til komandi kyn- slóða, vel byggilegu með nægum at- vinnutækifærum, auðlindum í eigu þjóðarinnar til sjávar og sveita en ekki sem einhverskonar hreppi á útkjálka Evrópusambandsins. Hvernig dettur ráðamönnum þjóð- arinnar í hug að þeir geti farið svona á bak við almenning með blekkingum og lýðskrumi og fram- selt raforku landsmanna um ókomna tíð til Brussel? Hvert erum við eiginlega komin ef skæðustu óvinir fullveldis þjóðarinnar reynast vera kjörnir fulltrúar okkar á Al- þingi? Óvinir almennings? Eftir Guðmund F. Jónsson » Stefna stjórnvalda virðist nú að standa vörð um erlenda auðkýf- inga og uppkaup þeirra á hlunnindajörðum. Guðmundur F. Jónsson Höfundur er hagfræðingur/ viðskiptafræðingur. gundi.jonsson@gmail.com Það þykir ekki frétt- næmt þó ráðist sé á kirkjuna, hún úthrópuð, og henni formælt, þannig brugðust máls- metandi hjartahreinir við, þegar Dómkirkjan í París var að brenna, að segja það tímanna tákn, að kirkjan, með alla sína spillingu innan- borðs brynni, og skildu þá jafnframt eftir hina stóru spurningu samfélagsins: Við hvaða gildi miðast ásakanirnar sem fram eru bornar daglega á hend- ur kirkjunni og kristinni trú? Í þúsundir ára hafa milljónir manna lifað við og þróað þau gildi sem við lifum við í dag. Og rétt eins og maurarnir, sem bera sínar byrðar heim í bú, eru ekki allir samtaka og toga oftar en ekki hver í sína áttina, þá hefur samt gegnum aldirnar þró- unin færst í þá átt að nálgast þau há- leitu markmið sem við þráum svo heitt að búa við. Kristin kennisetning er það leiðarljós sem við flest viljum hafa, jafnvel þó við köllum þau mark- mið okkar öðrum nöfn- um og viljum í orði ekki kannast við að þau séu kristin, þá er grunn- urinn sá hinn sami, en þó að andinn sé að sönnu reiðubúinn, þá er holdið veikt. Við erum nefnilega bara mann- legar verur með mann- lega bresti og lifum í þeirri trú að við höfum bragðað á ald- inum skilningstrésins og séum því þess umkomin að skilja milli góðs og ills. Nýleg könnun leiddi það í ljós að níu af hverjum tíu aðspurðra höfðu þá sjálfsímynd að þeir myndu eftir dauðann fara til betri heims en aðeins þrír af hverjum tíu álitu að nágrannar þeirra myndu feta þann hinn sama stíg. Vegna vanþekkingar á sögu okkar og viðbrögðum forfeðranna við vandamálum síns tíma þá er mann- kynið alltaf að búa til, endurtaka og leysa sömu vandamálin, en þó er það svo að þegar við höfum gert þetta nógu oft, þá lærum við og skiljum smátt og smátt. Þannig erum við loksins farin að skilja að starfsmenn kirkjunnar eru líka menn, með mann- lega breyskleika og lesti. Það þýðir samt ekki að þeir geti ekki kennt okk- ur og hjálpað okkur til skilnings á kristilegu samfélagi og við getum líka í samskiptum við þá laðað fram í þeim það góða sem býr í hverri sál, því engin samskipti eru fegurri en þau sem við svo gjarnan viljum trúa að séu í anda sannleikans. Kirkjan, með alla sína mannlegu bresti, galla, glæpi og mistök, er þrátt fyrir allt, og hefur verið í tvö þúsund ár, sá klettur sem hefur í veikleika sínum viðhaldið þeirri kenningu og von um þann mannkærleika sem gef- ur lífinu tilgang. Hvers vegna? Vegna þess að endanlega trúum við öll á guð, þegar allt annað hefur verið reynt, og við þurfum á honum að halda. Kirkjan og eldurinn Eftir Kristján Hall » Við lifum í þeirri trú, að við höfum bragð- að á aldinum skilnings- trésins og séum því þess umkomin að skilja milli góðs og ills. Kristján Hall Höfundur er á eftirlaunum. Fasteignir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.