Morgunblaðið - 05.05.2019, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.05.2019, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. MAÍ 2019 sem erlendis. Ekki vöfðust slík verkefni fyrir Herði frekar en annað og hann gat með reisn samþætt árangursrík viðskipti við ánægju. Á slíkum stundum naut Hörður gjarnan stuðnings Áslaugar, hans farsæla og trausta lífsförunautar. Góðra ánægjustunda er einn- ig að minnast, eftir að leiðir okk- ar lágu ekki lengur saman við stjórnarborð. Við Birna áttum m.a. með þeim Áslaugu og Herði og öðrum góðum vinum ánægju- legar stundir á bökkum Þverár í Borgarfirði. Hörður var slyngur og áhugasamur stangaveiðimað- ur en ekki hvað síst góður félagi. Við leiðarlok, þegar traustur og farsæll vinur er kvaddur, votta ég Áslaugu, börnum þeirra, Ingu og Jóhanni Pétri, svo og fjölskyldum þeirra innilega sam- úð. Garðar Halldórsson. Mikill vinur minn Hörður er allur. Kynni okkar hófust fyrir 50 árum, ég þá í sumarvinnu hjá Fjárlaga- og hagsýslustofnun og Hörður þar starfsmaður. Hann var nýkominn úr framhaldsnámi í Bandaríkjunum, þar sem sér- grein hans var „Transportation“ og skrifaði í lokaritgerð sinni um loftferðasamning Bandaríkjanna og Íslands. Samgöngur urðu síð- an hans meginmál. Fyrir mér var Hörður minn „mentor“, fyrirmynd. Hann að- stoðaði mig þegar ég fór til fram- haldsnáms í Bandaríkjunum tveimur árum síðar. Þegar ég kom heim tók ég við kennslu hans í stjórnun hjá Stjórnunar- skóla Íslands. Lágu leiðir okkar síðan saman í félagsmálum, vina- hópum og ekki síst urðu hann og Áslaug örlagavaldar í því að við urðum nágrannar í Fljótshlíð- inni. Hörður var það sem sumir nefna atvinnustjórnandi. Hann innleiddi nútímastjórnunarhætti. Með menntun sinni, öguðum vinnubrögðum og faglegum stjórnunarháttum byggði hann upp ein öflugustu atvinnu- fyrirtæki landsins. Þáttur hans í atvinnusögu síðustu aldar má ekki gleymast. Sjálfur ræktaði hann vel að halda til haga sögu félaga sem hann kom að. Fram- lag hans til menntunar og menn- ingar landsins var einnig stór hluti lífs hans. Áslaug, Inga, Jóhann Pétur, makar og börn, hafið dýpstu samúð við fall þessa mikla höfð- ingja. Brynjólfur Bjarnason. Eftir innritun í Háskóla Ís- lands og við þátttöku í störfum stúdentaráðs um miðjan sjöunda áratuginn hafði ég fyrst spurnir af dugnaði Harðar Sigurgests- sonar. Hörður var formaður stúdentaráðs 1960 til 1962 fyrir Vöku, félag lýðræðissinnaðra stúdenta. Hann lét verulega að sér kveða, til dæmis við rekstur á Hótel Garði. Hann útskrifaðist sem viðskiptafræðingur árið 1965 og fór síðan til MBA-náms við Wahrton School University of Pennsylvania í Philadelphia í Bandaríkjunum. Fáeinum árum eftir að hann kom þaðan árið 1968 tókust með okkur góð kynni sem urðu að vináttu í áranna rás og hittumst við reglulega með góðum félögum til að ræða lands- ins gagns og nauðsynjar eins lengi og heilsa Harðar leyfði. Hörður lagði lykilskerf af mörkum við að skapa nýjan stíl við stjórnun íslenskra fyrirtækja í alþjóðlegum rekstri. Um langt árabil var ekkert mikilvægt mál leitt til lykta í íslensku viðskipta- lífi án þess að Hörður kæmi að því beint eða óbeint. Hörður var gætinn og íhugull. Kynnti sér mál til hlítar með vís- an til góðrar greiningar. Allar ákvarðanir hans voru vel rök- studdar. Hörð rak aldrei í vörðurnar og lagði alltaf eitthvað til mála, hvort heldur rætt var um stjórn- mál, viðskipti, ferðalög eða menningarmál, svo að ekki sé minnst á flugvélategundir eða bíla, nýjar bækur eða uppfærslu á óperum austan hafs og vestan. Áhugi hans á stjórnmálum var einlægur og mikill. Á sínum tíma vann hann að því sem félagi í full- trúaráði Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík að hvetja fólk til að kjósa flokkinn á kjördag. Alla tíð fylgdist hann náið með fram- vindu mála á vettvangi flokksins, sótti Varðarfundi og landsfundi. Hollusta hans var mikil við það sem honum þótti einhverju skipta. Var mikill fengur fyrir Háskóla Íslands að Hörður sam- þykkti árið 1999 að setjast í há- skólaráð þegar menn utan skól- ans settust í fyrsta sinn í ráðið. Sinnti hann því verkefni af eins miklum áhuga og öllu öðru. Hann varð fljótt áhrifamikill á vett- vangi skólans og ráðsins. Af sömu alúð sinnti Hörður for- mennsku í stjórnum Sinfóníu- hljómsveitar Íslands og Lands- bókasafns Íslands. Á þessum vettvangi lágu leiðir okkar Harðar saman en ekki í viðskiptalífinu. Ómetanlegt var að maður með hans reynslu og viðhorf gæfi sér tíma til forystu á þessum sviðum. Við Rut minnumst með þakk- læti og gleði stundanna með Ás- laugu og Herði. Við vorum ná- grannar í Fljótshlíðinni og í réttum tók Hörður gjarnan að sér hliðvörslu fyrir nágranna okkar, Ásgeir heitinn Tómasson í Kollabæ. Síðast lágu leiðir okkar fjög- urra saman erlendis í Sempero- per í Dresden í sumarbyrjun 2016 þegar við sáum Lohengrin eftir Wagner. Þangað komu Ás- laug og Hörður akandi frá Kaup- mannahöfn og dáðumst við hin að dugnaði þeirra. Minningin frá því þegar við stóðum í sólskini og hita á svölum þessa sögufræga óperuhúss varpar birtu á allar ánægjustundirnar með Herði. Við vottum Áslaugu, börnum þeirra og öðrum ástvinum inni- lega samúð. Blessuð sé minning Harðar Sigurgestssonar. Björn Bjarnason. Ég hitti Hörð fyrst á fundi við- skiptafræðinema Háskóla Ís- lands í kringum 1969. Þar fór hann yfir námsdvöl sína hjá Wharton School í Bandaríkjun- um, þar sem hann lauk MBA- námi einna fyrstur Íslendinga. Eftir að hafa hlustað á Hörð fékk ég mikinn áhuga á að fara til Bandaríkjanna í MBA-nám, sem ég gerði svo tveimur árum seinna. Ég heyrði svo frá Herði árið 1974, en þá var hann nýorð- inn framkvæmdastjóri fjármála- sviðs hjá Flugleiðum, sem urðu til við sameiningu Flugfélags Ís- lands og Loftleiða. Hörður hringdi í mig og spurði hvort ég hefði áhuga á starfi á hinu nýja fjármálasviði Flugleiða, sem ég ákvað að taka. Þá hófst náið sam- starf okkar Harðar sem varði í rúmlega 40 ár. Hörður tók strax til hendinni til að koma fjármálum Flugleiða á réttan kjöl, en bæði flugfélögin höfðu átt við mikla rekstrarörð- ugleika að stríða og fjármálin mjög erfið. Hörður kom með margar nýjungar inn í rekstur Flugleiða. Byrjað var á gerð rekstraráætlana fyrir allt fyrir- tækið, sem ekki hafði verið gert áður, og nýtt bókhaldskerfi tekið í notkun. Hörður sá til þess að Flugleiðir voru fyrsta fyrirtækið á Íslandi til að gefa út ársskýrslu, sem vakti athygli. Hörður kom inn í stjórn Flug- leiða árið 1984 og eftir að hann varð stjórnarformaður árið 1991 unnum með mjög náið saman að framtíð fyrirtækisins. Mikilvæg- asta verkefnið á þessum tíma- mótum var að hefja uppbyggingu á leiðakerfinu. Hörður og stjórn- in stóðu mjög þétt við bakið á okkur stjórnendunum, því upp- byggingin var mjög kostnaðar- söm og kostað mikla þolinmæði. Það má segja að á þessum árum hafi verið lagður grundvöllurinn að starfsemi Icelandair eins og það er í dag með framúrskarandi leiðakerfi og ferðaþjónustan orð- in stærsta atvinnugreinin á Ís- landi. Hörður fylgdist náið með rekstrinum og var vel inni í flest- um málum. Hann fylgdist einnig vel með alþjóðaflugrekstri al- mennt. Við Peggy nutum þess að ferðast með Herði og Áslaugu, og fórum við víða, t.d. á mjög marga ársfundi IATA (alþjóða- sambands flugfélaga), þar sem við gátum hitt helstu leiðtoga annarra flugfélaga og borið sam- an okkar bækur. Hörður gerði sér góða grein fyrir að utanaðkomandi aðstæð- ur gætu haft veruleg áhrif á rekstur Flugleiða. Hann spurði mig oft, hvort við værum tilbúin undir næstu kreppu. Flugleiðir nutu þess að Eim- skip var mjög góður kjölfestu- fjárfestir og með Hörð þar í far- arbroddi tryggði okkur mjög góðan stöðugleika, en jafnframt mikinn aga. Það var mjög gott að vinna með Herði við stjórnun Flugleiða og hann studdi okkur stjórnend- ur mjög vel í erfiðum ákvörðun- um. Eftir að Hörður hætti sem stjórnarformaður héldum við áfram að vera í mjög góðu sam- bandi um málefni flugsins bæði á Íslandi og erlendis. Það var síðast fyrir nokkrum vikum að við ræddum vel um ástandið í íslenskum flugmálum og var hann vel inni í þeim mál- um og hafði ákveðnar skoðanir. Við Peggy sendum Áslaugu og fjölskyldunni okkar innilegustu samúðarkveðjur við fráfall Harð- ar. Sigurður Helgason, fyrrv. forstjóri Flugleiða/ Icelandair. Það var ekkert minna en há- skólagráða að vinna fyrir Hörð Sigurgestsson. Strax á fyrsta degi lagði hann mér örfáar línur, hreinn og beinn eins og hann var alltaf, við þær stóð ég, enda var samvinna okkar alltaf á hreinu. Ein reglan var sú að hann vildi vita allt, fylgjast með öllu. Ég held ég hafi aldrei brotið trúnað vinnufélaga minna og ég hélt trúnaðinn við hann. Mín aðstaða var fyrir framan skrifstofuna hans, enginn komst framhjá og allir virtust sætta sig við það. Nú þykir þetta eflaust gamaldags, þar sem enginn virðist hafa sína eigin skrifstofu og ekkert á að vera prívat. Í tuttugu ár vann ég fyrir hann, og hann var aldrei óvarinn. Hörður var á þessum árum forstjóri forstjóranna og eftir- sóttur sem slíkur, hann sat í ótal stjórnum, nefndum og ráðum og dagurinn hans var fullsetinn. Við starfsfólkið bárum virðingu fyrir honum og hann hélt okkur á tán- um, gerði kröfur og ekki síst til sín sjálfs. Fyrir mig var þetta mikill skóli og aldrei leiðinlegt. Við vorum lengi að kynnast per- sónulega og mörgum fannst hann fjarlægur og eflaust var hann það. Hörður sleppti alveg tækninni og það var aldrei sett tölva á skrifstofuna hans í Pósthússtræti 2, en hann sá til þess að ég fengi alltaf nýjustu græjur. Allt sem frá honum fór fór frá mér. Hann las allt inn á „spólur“, var mikill íslenskumaður, vandvirkur og sjaldan þurfti að breyta því sem einu sinni hafði verið lesið inn með punktum og kommum. Ég eiginlega naut þess að skrifa fyr- ir hann og hann var iðinn við minnisblöð og snöggur að koma efninu frá sér. Það var einn af hans stjórnunarstílum að dreifa rituðu efni. Það sagði mér sagn- fræðingur, sem fékk aðgang að skjalasafni Eimskips á síðasta áratug, að safnið væri einstakt í sögu íslensks viðskiptalífs. Allt var í röð og reglu. Ég get ekki sleppt því að minnast á að Hörður var listunn- andi og margir fengu að njóta sérstaklega tónlistar með hon- um. Listamenn áttu í honum hauk í horni. Ég held að hann hafi verið miklu viðkvæmari en flestir sáu og hann mátti ekkert aumt sjá. Ég á Herði margt að þakka sem ekki verður minnst á hér, en með örfáum orðum vildi ég minn- ast hans. Aðrir rekja störf hans. Ég sendi fjölskyldu hans inni- legar samúðarkveðjur. Margrét Halldórsdóttir. Hörður Sigurgestsson var einn helsti brautryðjandinn í hópi atvinnustjórnenda í hluta- félögum í atvinnurekstri á Ís- landi á síðustu öld. Hörður var fyrirmyndar- stjórnandi, faglegur, framsýnn og metnaðarfullur fyrir hönd Eimskips og hafði lag á því að velja sér gott samstarfsfólk sem var tilbúið til að vinna af sömu trúmennsku og áhuga fyrir fyrir- tækið og hann sjálfur. Hann gerði kröfur til samstarfsmanna sinna en mat þá líka að verðleik- um. Hörður vildi efla Eimskip að ráðum og dáð sem og öll önnur fyrirtæki sem hann kom að og dró ekki af sér í samkeppninni á markaðnum. Hann skildi aldrei þá sem sögðu að ekki ætti að beita sér gegn keppinautunum bara af því að þeir væru minni eða veikari en Eimskip. Leiðir okkar Harðar lágu sam- an í Vinnuveitendasambandinu, Verslunarráðinu og svo í lands- nefnd Alþjóðaverslunarráðsins þar sem hann var formaður. Hörður var virkur í samtökum í atvinnulífinu og jafnan í forystu- sveit þeirra. Hann taldi mikil- vægt að atvinnulífið ætti öflug samtök og var óspar á sinn tíma og samstarfsmanna sinna þegar þurfti að leggja félagsstarfi lið. Hann vildi alltaf skilja vel starfs- umhverfi atvinnulífsins og vera meðvitaður um hræringar í stjórnmálum og hvers væri að vænta fyrir Eimskip og önnur fyrirtæki í landinu. Á fundum okkar og í samtölum fór oftast meiri tími í að greina stöðuna innanlands sem utan en að af- greiða málin. Hann var næmur á persónuleika á hinu pólitíska sviði og hafði ígrundaðar skoð- anir á mönnum og málefnum. Aldrei fannst mér hann taka ómálefnalega afstöðu til einstak- linga þótt hann væri þeim ósam- mála. Hörður hafði sérstakt yndi af því að velta fyrir sér stefnum og straumum úti í hinum stóra heimi og áhrifum þeirra á Ísland og íslenskt atvinnulíf. Við litum einmitt á það sem hlutverk lands- nefndar Alþjóðaverslunarráðsins að veita þessum hræringum inn í umræðuna á Íslandi og koma hreyfingu á málin. Þetta átti ekki síst við um stofnun innri mark- aðar Evrópusambandsins og að- ild okkar að honum. Oft minnt- umst við þess þegar við buðum Lord Cockfield, einum fram- kvæmdastjóra ESB, og konu hans til landsins en hann leiddi uppbyggingu innri markaðarins. Utanríkisráðuneytið hafði lítinn áhuga á þessari heimsókn af ein- hverjum ástæðum en þó tókst að kría út boð í Ráðherrabústaðnum til að hitta ráðamenn. Þar spurði Halldór Ásgrímsson undrandi okkur að því hvort við vissum ekki hvaða mann við værum með í höndunum og utanríkisráðu- neytið bauðst svo til að sjá um að keyra þau hjón á flugvöllinn. Sú ferð var ekki tíðindalaus því að bílstjórinn var stöðvaður fyrir of hraðan akstur og fékk sekt en í slíku höfðu Lord Cockfield og frú aldrei lent áður. Við Pála hittum þau Áslaugu og Hörð við ýmis tækifæri og okkur varð vel til vina. Áslaug studdi mann sinn dyggilega en hafði líka vel rökstuddar mein- ingar á fjölbreyttum umræðuefn- um. Þessar samverustundir voru gefandi og einstaklega ánægju- legar. Við Pála vottum Áslaugu og fjölskyldunni allri innilega samúð. Vilhjálmur Egilsson. Jákvæð og einlæg athygli er kannski það dýrmætasta sem manneskja getur gefið öðrum. Tíminn og orkan er takmörkuð auðlind og því mikil gjöf þegar manni er gefinn tími og orka í formi einlægrar athygli. Ein mín helsta gæfa í lífinu er að hafa kynnst henni Ingu vin- konu minni. Þá vorum við 10 ára gamlar og ég nýflutt frá Akur- eyri en hún Reykvíkingur í húð og hár. Með henni eignaðist ég trausta, víðsýna, klára, jarð- bundna og ráðagóða vinkonu. En ekki bara það. Ég varð þeirrar miklu gæfu aðnjótandi að fá að verða heimagangur á Hagamel og síðar á Skeljatanga. Þar bjuggu þrjár kynslóðir í sátt og samlyndi og þar ríkti mikill heims- og menningarbragur. Er- lend tímarit um stjórnmál og við- skipti voru á borðum, falleg myndlist á veggjum og bækur og geisladiskar í hillum. Allt var þetta mjög menntandi og hvetj- andi fyrir mig. Hörður passaði vel upp á vin- konu dóttur sinnar og þegar ég eitt sinn festi bílinn listilega fyrir framan Skeljatanga hætti hann ekki fyrr en hann og Pési höfðu losað bílinn og keyrt hægt á und- an mér langleiðina upp í Breið- holt eða þangað til hann var þess fullviss að ég væri óhult. Mér var tekið opnum örmum af fjölskyldunni allri – alveg sama hvernig á stóð og hvað tím- anum leið. Amma Ingu gjarnan búin að baka köku og Pési sagði eina skrítlu í tilefni dagsins. Hörður og Áslaug sýndu mér alltaf einlægan áhuga; spurðu hvernig gengi í námi og síðar starfi og lögðu eitthvað gott til málanna. Þannig veittu þau mér ómetanlega hvatningu. Ég man sérstaklega þegar ég fór að vinna í Stjórnarráðinu hvað Hörður hafði góða innsýn í verkefnin og þekkti marga sem þar störfuðu. Hann hafði skýra sýn sem gaman var að ræða. Þegar kom svo að hugsanleg- um starfaskiptum hjá mér fyrir rétt um níu árum fékk ég að leita til Harðar um ráð og tók ákvörð- un á grundvelli þeirra. Sú ákvörðun reyndist gæfurík. Hann var fljótur að hugsa og svaraði snöggt og ákveðið. Engar málalengingar en ljóst að skýrt og klár hugsun lá að baki og góð- ur hugur fylgdi máli. Auðvitað var mér ljóst sem stelpu í Vesturbænum að Hörður gegndi miklu ábyrgðarstarfi. En fyrir mér var hann og verður allt- af fyrst og fremst maðurinn sem ég bar mikla virðingu fyrir og sýndi mér – og síðar mínum – einlægan áhuga og athygli. Fyrir það verð ég ævarandi þakklát. Við Birgir vottum Ingu okkar og fjölskyldunni allri okkar inni- legustu samúð. Jónína S. Lárusdóttir. Hörður Sigurgestsson var far- sæll og atkvæðamikill forystu- maður í íslensku atvinnulífi, og framsýnn leiðtogi. Hann lauk MBA-námi frá Wharton School í Bandaríkjunum þar sem hann kynntist því besta í stjórnunar- fræðum og mótuðust þar viðhorf hans til framtíðar. Hann hafði brennandi áhuga á að efla fag- lega stjórnun í fyrirtækjum hér- lendis og sinnti því áhugamáli m.a. sem formaður Stjórnunar- félags Íslands, og hófst samstarf okkar og vinátta er ég var ráðinn framkvæmdastjóri SFÍ haustið 1978. Þegar Hörður tók við sem for- stjóri Eimskipafélags Íslands réð hann með sér til starfa fólk með menntun á sviði stjórnunar og viðskipta og var ég í þeim hópi. Með þessum hópi beitti hann fag- legum vinnubrögðum til að nú- tímavæða stjórnun, áætlanagerð og framkvæmd verkefna. Árang- ur þessa birtist síðan í ákvörð- unum um miklar breytingar á skipakosti, gámavæðingu og rekstri á eigin skrifstofum er- lendis ásamt tilheyrandi flutn- ingsmiðlunum sem í dag eru verulegur hluti af starfsemi fé- lagsins. Í starfsumhverfi Eimskips myndaðist skemmtilegur keppn- isandi; ná skyldi sem bestum ár- angri með fagmennsku og vand- virkni að leiðarljósi. Hann leið ekkert hálfkák, skyndilausnir eða sýndarmennsku, allt varð að reikna til enda og rökstyðja vel. Hörður hafði lag á að greina að- alatriði mála, finna lausn þeirra farveg og fylgja þeim eftir. Hann var afkastamikill og gat, ef þurfti, verið skjótur að taka erf- iðar ákvarðanir. Sá jarðvegur sem Hörður skapaði var góður stjórnunarskóli sem sést m.a. af því að mörgum sem unnu með honum var síðar trúað fyrir for- ystu stórra fyrirtækja hér á landi. Hörður var um árabil stjórn- arformaður Flugleiða samhliða starfi forstjóra Eimskips. Flutn- ingastarfsemi var hans sérgrein í MBA-náminu og þekkti hann því vel til vöruflutninga. Ég vissi að hann var líka mikill áhugamaður um flugvélar og allt sem laut að flugi. Við Hörður ferðuðumst víða saman og er mér minnisstæð ferð á ráðstefnu til Bandaríkj- anna, þar sem hann hafði fundið út að á frídegi væri tilvalið að fara og skoða flugvélasafn bandaríska flughersins í Dayton, Ohio. Þar kom í ljós að hann þekkti til flestra flugvélanna sem voru til sýnis og hafði á taktein- um mikinn fróðleik um þær. Þannig birtist sá einlægi áhugi á flugi sem hann öðlaðist í æsku þegar hann óx úr grasi í sambúð við flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Síðustu árin höfum við Hörður og Erlendur Hjaltason hist mán- aðarlega yfir tebolla á kaffihúsi og átt skemmtilegar samræður. Þar hafa lands- og atvinnumálin verið rædd til hlítar og lausnir fundnar, en niðurstöður nú ekki framkvæmdar, heldur þær látnar eftir liggja á botni tebollanna. Við Hörður unnum saman í rúma tvo áratugi, sem er drjúgur tími af starfsæfi. Hörður og Ás- laug hafa reynst okkur Lilju góð- ir vinir og eigum við margar góð- ar minningar um ánægjulegar samverustundir. Nú á kveðjustund vottum við Áslaugu og fjölskyldu samúð við fráfall hans. Þórður Sverrisson. Það voru mikil forréttindi að starfa lengi og náið með Herði Sigurgestssyni. Ég kynntist hon- um fyrst þegar hann hóf störf sem forstjóri Eimskipafélagsins árið 1979. Þá leið mér ekki sér- staklega vel í starfi hjá Eimskip, nýútskrifaður viðskiptafræðing- ur, og hafði hugsað mér til hreyf- ings áður en Hörður kom til starfa. Eitt símtal frá honum, skömmu áður en hann tók við forstjórastarfinu, átti eftir að verða örlagaríkt. Hann spurði mig hvort ég ætlaði ekki örugg- lega að starfa áfram með honum í Eimskip. Við Hörður áttum síðan eftir að vinna náið saman í 20 ár þar til hann lét af störfum árið 2000. Á nokkrum árum réð Hörður inn nýja stjórnendur samhliða því að nýta áfram reynslu þeirra sem fyrir voru. Herði tókst alveg sérstaklega vel til að byggja upp sterkan samstæðan stjórnenda- hóp. Minna fór fyrir daglegum samskiptum við almenna starfs- menn félagsins og sjálfur skil- greindi hann stjórnunarstíl sinn prússneskan, nokkuð sem ekki þykir kræsilegt samkvæmt kokkabókum nútímastjórnunar. Eitt af fyrstu verkefnum SJÁ SÍÐU 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.