Morgunblaðið - 05.05.2019, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.05.2019, Blaðsíða 12
Donald Trump sendi frá sér tíst á sunnudag þar sem hann sagðist ætla að hækka tolla á kínverskan varning strax á föstudag. Tísti Trump að undanfarna 10 mánuði hefði verið lagður 25% toll- ur á 50 milljarða dala virði af kín- verskri hátæknivöru og 10% tollur á 200 milljarða dala virði af vörum af öðrum toga. Hyggst hann hækka tolla á síðarnefnda vöruhópinn upp í 25%. Þá ýjaði Bandaríkjaforseti að því að senn yrði allur innflutningur frá Kína, eins og hann leggur sig, látinn bera 25% toll. Bætti Trump því við að kostn- aðurinn af hækkuðum tollum hefði til þessa aðallega lent á herðum kínverskra framleiðenda. Ráða má af yfirlýsingu forsetans að honum þyki samningaviðræður við kínversk stjórnvöld ganga of hægt og segir Reuters tíst helg- arinnar stangast á við fyrri ummæli Trumps, sem síðast á föstudag sagði viðræðurnar við Kína ganga vel. Til stendur að viðskiptasamn- inganefndir landanna fundi í þess- ari viku og er von á Liu Hue, aðstoðarforsætisráðherra Kína, til Washington af því tilefni. ai@mbl.is AFP Þreyta Trump virðist liggja á að fá niðurstöðu í viðræður Kína og Bandaríkjanna. Hlé var gert á tolla- stríði landanna í desember. Hótar hærri tollum í vikulok  Bandaríkjaforseti setur aukinn þrýsting á kínversk stjórnvöld 12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. MAÍ 2019 Norðlingabraut 8 110 Reykjavík S: 530-2005 Bíldshöfði 16 110 Reykjavík S: 530-2002 Tryggvabraut 24 600 Akureyri S: 461-4800 &530 2000 www.wurth.is Verkfæri – Festingar – Fatnaður – Persónuhlífar – Efnavara – Bílaperur – Rafmagnsvörur Bætiefni • Bensín og dísel bætiefni í tankinn • Hreinsar bensíndælu, leiðslur og fl. • Minnkar eldsneytisnotkun • Lengir líftíma hvarfakúts og súrefnis- skynjara, kemur í veg fyrir stíflaða ventla • Minnkar losun út í umhverfið Vnr: 0893 73 Verð: 1.990 kr. Álfelguhreinsir • Hentar aðeins álfelgum • Fjarlægir erfiðustu bremsuryks- bletti sem og tjörubletti • Inniheldur sýru Vnr: 0890 102 Verð: 3.152 kr. 6. maí 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 122.32 122.9 122.61 Sterlingspund 158.98 159.76 159.37 Kanadadalur 90.77 91.31 91.04 Dönsk króna 18.271 18.377 18.324 Norsk króna 13.938 14.02 13.979 Sænsk króna 12.743 12.817 12.78 Svissn. franki 119.85 120.51 120.18 Japanskt jen 1.0967 1.1031 1.0999 SDR 169.14 170.14 169.64 Evra 136.42 137.18 136.8 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 166.5834 Hrávöruverð Gull 1270.05 ($/únsa) Ál 1799.5 ($/tonn) LME Hráolía 70.48 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Jet2.com og Jet2CityBreaks hafa ákveðið að tvöfalda tíðni flugferða sinna til Íslands veturinn 2019 til 2020. Kem- ur þetta fram í tilkynningu sem Isavia sendi fjölmiðlum á sunnudag. Verður boðið upp á samtals 32 ferðir til Keflavíkurflugvallar frá flugvöllum Birmingham, Glasgow, Manchester, Leeds og Newcastle, auk East Mid- lands-flugvallar við Nottingham, og geta ferðalangar dvalið á Íslandi ýmist í þrjár eða fjórar nætur. Jet2.com er breskt lággjaldaflugfélag sem stofnað var árið 1983 og starfaði fyrst undir merkjum Channel Express. Alls eru 89 flugvélar í flota félagsins og flýgur það til 71 áfangastaðar. ai@mbl.is Munu fljúga tvöfalt oftar til Íslands STUTT BAKSVIÐ Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Á fimmtudag fjallaði Morgunblaðið um áhyggjur sérfræðinga af því að fjármálaáætlun og fjármálastefna stjórnvalda veiti ríkinu of lítið svig- rúm til að bregðast við sveiflum í hagkerfinu. Í umsögn fjármálaráðs um nýja tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun fyrir tímabilið 2020 til 2024 birtist t.d. orðið „spennitreyja“ á tíu stöðum og er þar bent á að áætlunin byggist á hagvaxtarspá sem samræmist ekki alltaf veru- leikanum. Jóhann Rúnar Björgvinsson hagfræðingur starfaði hjá fjár- málaráðuneytinu þegar unnið var að gerð laga um opinber fjármál, sem lögðu þá skyldu á hverja ríkisstjórn að semja fjármálastefnu og fylgja henni eftir með árlegri fjármálaáætlun. Hann segir misskilnings gæta, bæði hjá fjármálaráðuneyti og fjármálaráði um það hve þröngan stakk lögin sníða stjórnvöldum: „Við framsetningu fyrstu fjár- málastefnu árið 2016, fyrir tímabilið 2017 til 2021, var ákveðið að í stað þess að setja eitt afkomumarkmið fyrir tímabilið allt – 5% af vergri landsframleiðslu – yrði afkomu- markmiðinu dreift niður á einstök ár svo ár hvert væri afgangur af fjár- lögum sem næmi 1% af vergri lands- framleiðslu. Með þessu var í raun farið á svig við eðli og tilgang lag- anna. Rökréttara væri að setja ein- ungis eitt markmið til fimm ára án þess að tilgreina það nánar á einstök ár enda á hagsveiflan ekki að setja mark sitt á markmið fjármálastefnu þar sem hún lýtur fyrst og fremst að sjálfbærni og áskorunum langtíma- áætlunar,“ segir Jóhann. „Það segir sig sjálft að erfitt er að setja óbreyt- anleg árleg markmið til fimm ára með þessum hætti.“ Jóhann segir það vera réttari skilning á fyrirmælum laganna að þau veiti töluverðan sveigjanleika. „Fjármálaáætlun á að útfæra hvern- ig markmiðum fjármálastefnu skuli náð, og þarf að endurskoða áætl- unina árlega með hliðsjón af þróun efnahagsskilyrða og hagsveiflu – enda er stöðugleiki grunngildi fjár- málaáætlunar og á hún að felast í því að nýta mannafla, fjármagn og auð- lindir þjóðarbúsins sem best svo að tryggja megi sem jafnastan hag- vöxt.“ Svigrúm innan fimm ára ramma Aðspurður hvað kunni að valda þessum misskilningi segir Jóhann að staðfesting laga um opinber fjármál hafi átt sér langan aðdraganda. Al- þingi samþykkti lögin 2015 en vinna við gerð frumvarpsins hófst árið 2012. Hafði fjármálaráðuneytið að leiðarljósi leiðbeiningar Alþjóða gjaldeyrissjóðsins sem eiga að hjálpa ríkjum að stjórna fjármálum sínum af meiri aga og skynsemi. „Hugsunin var sú að lögin innleiddu viss grunngildi: sjálfbærni og var- færni, og samhliða því stöðugleika, festu og gegnsæi. Á lokasprettinum var svo ákveðið að bæta skilyrðum við þessi gildi og komu þá fjármála- reglurnar tvær, önnur varðandi af- komuna: að heildarafkoma ríkissjóðs þurfi að vera jákvæð á hverju fimm ára tímabili; og hin varðandi skulda- stöðuna: að árlegur halli megi aldrei vera meiri en 2,5% af landsfram- leiðslu,“ segir Jóhann og bendir á hvernig grunngildi laganna sam- tvinni langtíma- og skammtímahugs- un með áherslu á sjálfbærni í fjár- málastefnu annars vegar, og áherslu á stöðugleika í fjármálaáætlun hins vegar. Segir Jóhann að stjórnvöld hafi meira svigrúm en margur virðist halda, og hægt sé að ná markmiðum fimm ára fjármálastefnu þó veittur sé einhver slaki í útgjöldum hins opinbera þegar aðstæður kalla á að örva hagkerfið einhvern tíma á hverju fimm ára tímabili. Þannig hafi rekstur ríkissjóðs gengið mjög vel undanfarin ár og skapað svigrúm sem hægt væri að nýta á komandi ár- um án þess að skotið væri yfir mark- ið. Eins bendir hann á að það virðist ætla að takast að ná markmiðum lag- anna um aga og aðhald í ríkisfjár- málum: „Hér áður fyrr var framúr- keyrsla auðveldari fyrir stofnanir og ráðuneyti og var einfaldlega leitað á náðir Alþingis til að fá auknar fjár- heimildir. Í dag ber hver ráðherra meiri ábyrgð á fjárhagslegri frammi- stöðu síns sviðs. Umgjörðin er orðin strangari þegar kemur að viðbótar- framlögum og þurfa ráðuneytin öll að vera samstiga í því að ná mark- miðum fjármálastefnunnar.“ Ofmeta hve bindandi fjármálaáætlun á að vera Morgunblaðið/Hari Sjálfbærni Fjármálaráðherra ávarpar Alþingi á þessari mynd úr safni. Jóhann Rúnar segir lög um opinber fjármál veita ágætis svigrúm.  Fjármálaráðuneyti og fjármálaráð misskilja fyrirmæli laga um opinber fjármál Jóhann Rúnar Björgvinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.