Morgunblaðið - 05.05.2019, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 05.05.2019, Blaðsíða 36
Útskriftarnemar í BA-námi við LHÍ opnuðu s Morgunblaðið/Hari AF LISTUM Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Listamenn þurfa oft að einangra sig eða finna næði með nægum tíma til að ná sambandi við kjarnann í sköp- unarverki sínu. Þá reynist oft vel að leita á nýjar slóðir og fá aðgang að vinnustofu við hæfi. Fagfélög lista- manna hér á landi sem annars staðar halda utan um og úthluta gesta- vinnustofum og annast einnig tengsl við erlendar miðstöðvar og setur sem bjóða listamönnum að starfa í ákjósanlegu umhverfi. En listamenn þurfa mismikla aðstöðu og tæki til að sinna sinni list. Meðan rithöfundi getur nægt borð á góðum stað að skrifa við þarf grafíklistamaður að- gang að vinnustofu með þeim tækj- um og tólum sem hver miðill graf- íklistarinnar krefst, grafíkpressur sem annað. Í liðnum mánuði starfaði ég sjálfur að ljósmyndaverkefni í Rómaborg og hélt til og vann í Circolo Scandinavo, einstakri aðstöðu norrænna lista- manna sem hefur verið starfrækt þar í nær 160 ár. Á þeim tíma fékk ég líka tækifæri til að leggja í flakk og aka norður í hjarta hins rómaða Toskana-héraðs, að skoða einstaka aðstöðu sem grafíklistamönnum hef- ur verið búin þar í heillandi kastala í litlu þorpi efst á hæð á grænasta svæði Ítalíu. Grafíkverkstæðið nefn- ist TwoCentsPress, er stórt og vel búið fyrir vinnu í ýmsum greinum grafíklistarinnar, og því fylgir nota- leg íbúð fyrir allt að fjóra gesti með einstöku útsýni og úrvali fallegra listaverka á veggjum. Margra ára endurgerð TwoCentsPress er verkefni hjónanna Francos Marinai, sem er myndlistarmaður og prentmeistari, og Önnu Kristínar Þórsdóttur arki- tekts. Þau hafa verið búsett í New York í áratugi en Franco er frá kunnustu borg héraðsins, Flórens, og fyrir aldarfjórðungi eignuðust þau hluta af gamla kastalakjarn- anum í virkisþorpinu Serrazzano. Þorpið stendur í rúmlega fimm hundruð metra hæð, umlukt græn- um og fögrum skógi; ólífutré eru í hlíðunum neðan þorpsins en enn neðar eru blómlegar vínekrur. Serr- azzano er í Málmæðunum svoköll- uðu, þar sem eru ríkulegar minjar um búsetu Etrúra og Rómverja síð- ar; það er hitaveita á svæðinu og njóta þorpin góðs af því og eru bygg- ingar TwoCentsPress hitaðar með þeim hætti. Elsti hluti þorpsins er að grunni til um þúsund ára gamall en ekki hafði verið búið í nokkra áratugi í þeim hluta virkiskjarnans sem Franco og Anna Kristín keyptu. Við tók margra ára vinna við að hreinsa, breyta og bæta; þau settu nýtt þak á sinn hluta og til urðu ný rými og þau stefndu strax að því að koma upp svona vandaðri vinnustofu fyrir grafíklistamenn, en Franco hefur löngum einbeitt sér að sköpun í þeim miðli. Grafíkvinnustofan er í um níu- tíu fermetrum þar sem áður var hesthús, undir fallegu bogalaga hlöðnu þaki, og þar fyrir ofan er íbúðaraðstaða gestanna, tvö stór svefnherbergi og stórt eldhús. Út- sýnið þaðan er stórkostlegt yfir hér- aðið, og allt til hafs um 40 km frá, þar sem glittir í eyjuna Elbu. Einstakar aðstæður Þegar við komum að skoða aðstöð- una var Anna Kristín nýflogin til New York, þar sem hún starfrækir arkitektúrstofu sína, en Franco varð eftir í Toskana, við að reka vinnu- stofuna og jafnframt vinna við um- breytingu annars glæsilegs hús- næðis sem þau eiga í kastalanum, um 120 fermetra, þar sem um aldir var pressuð ólífuolía þorpsins. Þar geta listamenn til að mynda unnið að letterpress-prentun í verklegri prentvél. Þar sem Franco sýnir aðstöðuna segir hann að hugmyndin að baki TwoCentsPress sé að þar geti graf- íklistamenn komið og unnið í næði að list sinni í einstökum aðstæðum, á góðri vinnustofu og stórkostlegu umhverfi í þessu forna þorpi í hjarta Toskana. Ef þeir vilja er hægt að halda í allra handa skoðanaferðir á merkar söguslóðir, ganga um í nátt- úrunni eða heimsækja borgir á borð við Písa, Siena eða Flórens. Í takti við umhverfið „Það geta fjórir listamenn dvalið í íbúðinni hverju sinni en ef fleiri vilja koma saman höfum við líka aðgang Griðastaður grafíklistamanna Morgunblaðið/Einar Falur Tignarlegt Morgunsólin baðar Toskanahérað þar sem horft er til vesturs yfir landið út um glugga á íbúð gestalista- manna TwoCentsPress. Í fjarska glittir í hafið og þar lónar eyjan Elba. Næstu borgir eru Siena, Písa og Flórens. Prentmeistarinn Franco Marinai í grafíkvinnustofunni. Hann hefur byggt upp og mótað aðstöðuna, ásamt eiginkonu sinni, Önnu Kristínu Þórsdóttur. Grafíkpressa Vinnustofan er í formfögru fyrrverandi gripahúsi.  Í fornum kastala í hjarta Toskana reka Franco Marinai og Anna Kristín Þórsdóttir aðstöðu fyrir listamenn 36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. MAÍ 2019 PFAFF • Grensásvegi 13 • 108 Reykjavík • Sími: 414 0400 • www.pfaff.is – þegar gæði og ending skipta máli. síma- og tölvuh eyrna rtólSENNHEISE R

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.