Morgunblaðið - 05.05.2019, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.05.2019, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. MAÍ 2019 ✝ Hörður Sig-urgestsson fæddist í Reykja- vík 2. júní 1938. Hann lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 22. apríl 2019. Foreldrar hans voru Vigdís Hans- dóttir húsmóðir (1911-1978) og Sigurgestur Guð- jónsson bifvéla- virkjameistari (1912-2008). Systkini Harðar: Hans (1932- 1934); Hans (1935-1937); Sig- rún, f. 1941, gift Guðlaugi Sumarliðasyni, f. 1931; Ásgeir, f. 1947, kvæntur Stefaníu Harðardóttur, f. 1948; Ásdís, f. 1949, gift Þórarni Klemens- syni, f. 1947. Vigdís og Sig- urgestur bjuggu fjölskyldunni heimili á Fossagötu 4 í Skerja- firði, norðan flugvallarins. Hörður kvæntist 21. ágúst 1966 Áslaugu Ottesen, f. 12. ágúst 1940 í Reykjavík. For- eldrar hennar voru Ingveldur Pétursdóttir verslunarkona (1915-2004) og Jóhann Ottesen verslunarmaður (1910-1943). Börn Harðar og Áslaugar eru: 1) Inga, f. 1970, gift Vicente Sánchez-Brunete, f. 1967; þau eiga Maríu Vigdísi, f. 2002, Al- dísi Clöru, f. 2005 og Victor Pétur, f. 2008; 2) Jóhann Pét- ur, f. 1975, kvæntur Helgu Zoëga, f. 1976; þau eiga Ás- laugu Kristínu, f. 1999 og Hörð, f. 2003. Hörður lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands 1958 og kandidatsprófi í við- skiptafræði frá Háskóla Ís- lands 1965. Hann stundaði framhaldsnám með Fulbright- þess. Hörður lét af störfum hjá Eimskipafélaginu árið 2000. Á árunum 1984-2004 sat Hörður í stjórn og stjórnar- nefnd Flugleiða hf. og var þar formaður 1991-2004. Hörður átti enn fremur sæti í fjölmörgum stjórnum, nefnd- um og ráðum hjá hinu op- inbera, í fyrirtækjum og fé- lagasamtökum. Nefna má stjórn Verslunarráðs Íslands og Landsnefndar Alþjóðaversl- unarráðsins, sem og fram- kvæmdastjórn og samningaráð Vinnuveitendasambands Ís- lands. Árið 1986 skipaði menntamálaráðherra Hörð í stjórn Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands og átti hann þar sæti til 1998, síðari árin sem formað- ur. Hörður lét sér jafnan annt um málefni Háskóla Íslands. Hann sat í Háskólaráði sem fulltrúi stúdenta 1962-1963, í stjórn Tækniþróunar hf. (sam- starf HÍ og atvinnulífsins) 1985-1988, átti sæti í Há- skólaráði 1999-2003 og í hús- næðis- og skipulagsnefnd skól- ans 2001-2003. Á árunum 2002-2010 var Hörður formaður stjórnar Landsbókasafns Íslands – Há- skólabókasafns, sem og Lands- kerfis bókasafna ehf. um sömu mundir. Í nóvember 2008 var Hörður sæmdur heiðursdoktors- nafnbót við viðskiptafræði- deild Háskóla Íslands. Árið 1980 gerðist Hörður fé- lagi í Rótarýklúbbi Reykjavík- ur og starfaði með honum æ síðan, var m.a. forseti klúbbs- ins 1990-1991. Hörður var sæmdur sænskri konungsorðu 1987, íslensku fálkaorðunni 1989 og dönsku Dannebrogsorðunni 1996. Útför Harðar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 6. maí 2019, og hefst at- höfnin klukkan 13. styrk við Wharton School, University of Pennsylvania, Philadelphia í Bandaríkjunum á árunum 1966-1968 og lauk þaðan MBA-prófi 1968. Hörður var starfsmaður Stúd- entaráðs Háskóla Íslands 1959-1961 og formaður þess frá nóvember 1960 til febrúar 1962. Á þessum árum tóku stúdentar við rekstri sum- arhótelsins Hótels Garðs við Hringbraut og komu á fót Bók- sölu stúdenta. Var Hörður hót- elstjóri á Garði sumrin 1960- 1964. Hörður tók löngum þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins, átti sæti í stjórnum ýmissa félaga hans og sat m.a. í fulltrúaráði flokksins. Á árunum 1965-1966 var Hörður fulltrúi fram- kvæmdastjóra hjá Almenna bókafélaginu. Að MBA-náminu loknu, 1968, var hann ráðinn til fjárlaga- og hagsýslustofn- unar í fjármálaráðuneytinu og starfaði þar til 1974. Þá varð hann framkvæmdastjóri fjár- málasviðs Flugleiða hf. eftir að hafa setið sem fulltrúi fjár- málaráðuneytisins í nefnd um sameiningu Flugfélags Íslands hf. og Loftleiða hf. 1972-1973. Starfinu hjá Flugleiðum gegndi hann til ársins 1979. Í ágúst 1979 var Hörður ráð- inn forstjóri Hf. Eimskipa- félags Íslands. Auk þess að stýra fyrirtækinu fólst jafn- framt í starfinu stjórnarseta í ýmsum dótturfyrirtækjum Fallinn er frá tengdafaðir minn til nær 25 ára, Hörður Sig- urgestsson. Hörður var leiðtogi og maður framfara. Hlutur hans í íslensku viðskipta- og þjóðlífi er mikill. Þegar Hörður dró úr störfum sínum upp úr aldamótum – markvisst til að rýma fyrir nýrri kynslóð – tók við tími þar sem nýjar hliðar á mannkostum hans komu í ljós. Ég minnist þess hve áhuga- samur Hörður var þegar við Pési ákváðum að gifta okkur í Háskólakapellunni líkt og hann og Áslaug höfðu gert rúmum 30 árum fyrr. Hörður var þá ný- hættur sem forstjóri Eimskips og tók að sér að skipuleggja at- höfn, veislumatseðil og blóma- skreytingar. Hörður naut þess að verða afi og var virkur þátt- takandi í lífi barnabarnanna fimm. Stuttu eftir fæðingu Ás- laugar Kristínar kom hann okk- ur á óvart með undurfögrum skírnarkjól sem hann hafði keypt í Saks Fifth Avenue. Þar eftir höfðum við Pési lítið fyrir kaupum á barnafötum – Hörður afi sá lengi vel um að velja jóla- dress, náttföt, úlpur og skó bæði á Áslaugu Kristínu og Hörð okk- ar. Ég dáðist að því hversu tryggur og blíður Hörður var barnabörnum sínum. Í hvert sinn sem hann kvaddi þau fyrir ferðalög vöknaði honum um augu. Hörður lagði áherslu á mikil- vægi menntunar. Hann og Ás- laug studdu okkur Pésa til náms og eiga stóran þátt í háskóla- gráðum okkar bæði hér heima og erlendis. Hörður var sérstaklega áhugasamur um málefni Háskóla Íslands. Hann sat í háskólaráði sem fulltrúi þjóðlífs, áður sem fulltrúi nemenda, og var formað- ur stjórnar Landsbókasafns - há- skólabókasafns. Hörður var gerður að heiðursdoktor í við- skiptafræði við Háskólann árið 2008 – nafnbót sem ég veit að hann var mjög stoltur af þótt lítið bæri á. Hörður spurði mig reglulega frétta af háskólapólitíkinni. En iðulega vissi hann mun meira um þau mál en ég. Hugsunarháttur Harðar var afgerandi og áhugavert að fylgj- ast með því hvernig hann nálg- aðist hluti. Hann sá alltaf stóru myndina og átti óháð málefnum auðvelt með að greina aðalatriðin frá aukaatriðum. Hann hafði sterkar skoðanir en var í senn nærgætinn. Hann var nýjunga- gjarn og knúði fram breytingar án þess þó að ana út í neitt. Hörð- ur var oftast einu skrefi og einni hugsun á undan okkur hinum. Allt framundir það síðasta hélt hann áfram að fylgjast með nýj- um straumum og þróast í takt við tímann. Ég þakka fyrir ljúfa samfylgd og allt sem Hörður og Áslaug hafa gert fyrir okkur Pésa, Ás- laugu Kristínu og Hörð í gegnum árin. Megi Hörður nú hvíla í friði. Helga Zoëga. Við fundum alltaf og vissum að við skiptum afar miklu máli. Við áttum alla hans athygli og þol- inmæði, nutum örlætis hans, hlýju og visku. Við systkinin ólumst upp í Ma- drid til ársins 2014 og því voru heimsóknir til afa og ömmu ekki daglegt brauð. Skype kom að góðum notum en sem betur fer elskaði afi að ferðast og afi og amma voru alltaf dugleg að koma í heimsókn til okkar. Afi hikaði ekki við að leggjast á gólfið með okkur og hjálpa til við að reisa heilu Legoborgirnar eða klára flókin púsl. Hann kenndi okkur að spila, t.d. ólsen-ólsen og veiði- mann og var alltaf til í að spila við okkur. Jafnvel þegar við vorum orðin góð í spilamennskunni og unnum hann oftast. Afi var líka alltaf til í bíltúr, hvert sem var í hvaða landi sem var. Oft var það niður á höfn að skoða skipin eða í sumarbústað- inn í Fljótshlíð. Þegar keyrt var austur fengum við systkinin að hlusta á Útvarp Latabæ á leið- inni. Afi spurði í hvert skipti um tíðni stöðvarinnar og vonaði örugglega alltaf að við værum búin að gleyma henni en lét sig svo hafa það að hlusta á þessa stöð allt ferðalagið. Afa var mjög umhugað um að við kynntumst Íslandi sem best og í hverju ein- asta sumarfríi á Íslandi stuðlaði hann að því að við kynntumst nýjum landshluta. Hann var líka alltaf til í að fara með okkur á söfn og við höldum að við mynd- um rata á Þjóðminjasafninu með lokuð augun. Tvisvar kom afi einn sem au- pair til okkar fyrirvaralítið. Í annað skiptið lá pabbi veikur á spítala og í hitt skiptið var mamma í prófum. Hann stóð sig mjög vel í au-pair starfinu, redd- aði öllu sem þurfti þó það væri oft með frumlegum hætti. Okkur þótti alltaf merkilegt hversu vel hann gat ratað á Spáni. Ein eftirminnileg minning er þegar hann sótti eitt okkar á leik- skólann á bílnum og lenti í að vera stoppaður af lögreglunni. Þá var afi víst að keyra á móti umferð í einstefnugötu. Afi talaði enga spænsku og lögreglumenn- irnir enga ensku. Fimm ára barnabarnið útskýrði hvar það ætti heima og við fengum lög- reglufylgd heim. Afi var alltaf til í að kanna umhverfi sitt í göngu- túrum. Hann var fljótlega orðinn fróður um sögu svæðisins okkar, t.d. um borgarastyrjöld Spánar. Við fórum oft með í göngutúrana og þá enduðum við á róló, þar sem afi var alltaf til í að stoppa með okkur. Eftir að við fluttum til Íslands árið 2014 var auðveldara að um- gangast. Við nutum þess að búa nálægt afa og ömmu og eyða tíma í Skerjó hjá þeim. Á góðum sumardögum setti hann vökvun- arkerfið í gang fyrir okkur svo við gætum fíflast í garðinum. Fyrir þremur árum greindist afi með erfiðan sjúkdóm og heilsu hans hrakaði smátt og smátt. Hann fylgdist þó alltaf vel með okkur og við tókum þátt í nýjum og erfiðum veruleika með honum. Við söknum afa sárt. Hvíldu í friði, elsku afi. María Vigdís, Aldís Clara og Victor Pétur. Ég var mjög ung þegar ég átt- aði mig á hversu heppin við frændsystkinin vorum að eiga afa Hörð að. Hann var magnaður einstaklingur, svo öruggur og röskur en í senn blíður, ljúfur og óendanlega skynsamur. Allt eru þetta einkenni sem ég hef reynt að fylgja eftir. Það leyndi sér ekki hve stoltur hann var af okkur barnabörnun- um en ég held það hafi nú ekki verið síður við sem vorum stolt af honum. Áhugi afa Harðar á ferðalög- um var einlægur og að hafa feng- ið að skoða brot af heiminum í gegnum hann er ómetanlegt. Það var alltaf stórskemmtilegt að kíkja með afa í bíltúr, sérstak- lega austur í Fljótshlíð, stað sem hann hélt mikið upp á. Afi sá til þess að vera sá fyrsti til að sýna mér Akureyri og Vestmannaeyj- ar. Hann ferðaðist með okkur barnabörnin um Evrópu og Am- eríku, þar á með til Fíladelfíu á þær slóðir sem þau amma höfðu búið um skeið. Þegar við fjöl- skyldan bjuggum í New York voru dagarnir sem þau voru hjá okkur alltaf bestu dagar ársins. Afi vissi undantekningalaust hvað okkur Herði bróður þætti skemmtilegast að gera og því var eins og jólin væru komin þegar hann og amma komu í heimsókn. Saman könnuðum við götur Man- hattan hátt og lágt. Við afi áttum meira að segja okkar eigið kaffi- hús út frá 5th Avenue – stað sem við tvö höfðum óvart rambað inn á og urðum fastagestir á næstu árin. Takk fyrir allt það sem þú hef- ur kennt mér og sýnt elsku afi Hörður. Ég mun sakna þín á hverjum degi. Þín Áslaug Kristín. Elsku afi Hörður, þú varst besti afi sem hægt er að óska sér. Ég er mjög stoltur að vera nafni þinn. Margir þekktu þig sem harðan stjórnanda Eimskips og Flugleiða en í mínum huga varstu rosalega skemmtilegur og ljúfur afi sem var tilbúinn að gera allt fyrir fjölskylduna. Þú varst alltaf til í bíltúr hvert sem var. Þú kenndir mér mikið um flugvélar. Fáir vissu meira um eða höfðu einlægari áhuga á flug- vélum og rekstri þeirra. Í mörg ár hittumst við hvern einasta miðvikudag og þú keyrðir mig á ýmsar æfingar, alveg sama hversu upptekinn þú varst. Við spjölluðum í bílnum og þú bauðst mér alltaf upp á eitthvað sætt úr búðinni. Ein skemmtilegasta bílaminningin er frá Ægisíðunni þegar þú ákvaðst að láta okkur Maríu Vigdísi hlæja með því að gefa í botn og taka margar litlar beygjur þannig að bíllinn sveifl- aðist til. Þá hlógum við öll það sem eftir var heim í Skerjó. Þú skipulagðir bestu ferðalög- in, hvort sem það var suður í Fljótshlíð, norður á Akureyri eða til útlanda. Þú varst góður ferða- félagi og vissir nákvæmlega hvað þurfti til þess að gera ferðina frá- bæra. Heimsóknir ykkar ömmu Ás- laugar til okkar fjölskyldunnar þegar við bjuggum í New York eru ógleymanlegar. Þá skoðuð- um við herskipið USS Intrepid saman, fórum í óperuna eða í brunch á uppáhaldsdinernum þínum á Upper West Side. Ég hlakka til að halda í heiðri okkar sameiginlega áhuga á flugvélum og ferðalögum. Ég mun sakna þín elsku afi Hörður. Takk fyrir mig. Hvíldu í friði. Þinn nafni, Hörður Zoëga. Fallinn er frá eftir erfið veik- indi Hörður Sigurgestsson, fyrr- verandi forstjóri. Kynni okkar Harðar hófust fyrir rúmum tveimur áratugum, upp úr því að börn okkar felldu hugi saman. Síðar giftu þau sig, eignuðust tvö yndisleg börn og hafa verið við nám og störf víðs- vegar um heiminn. Á þeim tíma hafði ég eins og aðrir fylgst með störfum Harðar í viðskiptalífinu. Skömmu eftir að við Hörður kynntumst dró hann, að eigin frumkvæði, mjög úr sínum aðal- störfum og hætti sem forstjóri Eimskipafélags Íslands. Hann var þó virkur við stjórnunarstörf af ýmsu tagi í mörg ár og sinnti öðrum áhugamálum sínum. Það var sérstaklega gaman að ræða þjóðmál og viðskiptamál við Hörð. Þar var hann á heimavelli og hafði brennandi áhuga á sam- félagsmálum. Fróðlegt var að kynnast því, hvernig Hörður nálgaðist mál með kerfisbundnum hætti. Hann hafði einstaka hæfileika til að sjá hluti heildrænt og hann komst oft að niðurstöðu, sem í byrjun var ekki öllum augljós. Hörður var maður frelsis og framfara og fylgdi eftir skoðunum sínum af festu og ákveðni. Eftir á að hyggja er auðvelt að sjá, hvernig þessir hæfileikar hans nýttust við stjórnun eins stærsta félags Íslands á þeim tíma, Eimskipafélags Íslands, þar sem hann var farsæll for- stjóri um árabil og við stjórnar- störf hjá Flugleiðum, þar sem Hörður var lengi stjórnarfor- maður. Hörður hafði yfirburða- þekkingu á flugmálum og gaman var að hlusta á hann, þegar hug- ur hans fór á flug í umræðum um þau mál. Hörður var einn forgöngu- mönnum nútímastjórnunar hér á landi. Menntun hans í stjórnun og eðlisgáfur nýttust honum vel, og þegar komist var að niður- stöðu var henni fylgt fast eftir. Hörður var jarðtengdur og áttaði sig á því að ekki er hægt að eyða meiru en aflað er. Þetta virðast einföld sannindi, en hefur þó vafist fyrir stjórnendum fyrr og síðar. Hörður var í fyrstu fjarlægur og stundum lokaður en við nánari kynni kom í ljós hlýleiki hans og viðkvæmni. Tónlist og ferðalög skipuðu stóran sess í lífi Harðar og Ás- laugar. Þau hlustuðu á tónlist í stærstu óperuhúsum heimsins og oft voru barnabörnin tekin með. Hörður naut þess að aka á góðum bílum bæði hérlendis og erlendis. Hann átti það til að keyra austur í Vík í Mýrdal til að fá sér kaffi- sopa. Eitt af mörgu, sem kom mér á óvart í sambandi við Hörð, var hve frábær hann var að kaupa föt á barnabörnin, sem öll voru í miklu uppáhaldi hjá honum. Hann gekk að því með nákvæmni og alúð og keypti falleg og fáguð föt, sem alltaf pössuðu. Hlutur Áslaugar í lífi Harðar verður seint ofmetinn. Þau ræddu málin, nálguðust þau stundum með ólíkum hætti en Hörður tók alla tíð mikið tillit til álits Áslaugar í hinum ýmsu mál- um. Þau hjón voru höfðingjar heim að sækja og bjuggu sér sér- staklega glæsilegt heimili. Síðustu árin hafa verið erfið fyrir Hörð. Staðfesta Áslaugar og stuðningur var honum ómet- anlegur og öðrum aðdáunarverð- ur. Megi góður Guð blessa minn- ingu góðs manns. Tómas Zoëga. Eftirminnilegir einstaklingar eru þeir sem koma iðulega upp í hugann þó að langt sé um liðið frá því að samskiptin áttu sér stað. Hörður Sigurgestsson var einstaklega eftirminnilegur mað- ur sem mótaði samtíð sína og samferðamenn – og ég er þakklát fyrir að hafa fengið að læra af honum. Herði kynntist ég við ritun bókarinnar Í hlutverki leiðtog- ans. Þetta var í byrjun árs 2000, tæpum tveimur árum eftir að Hörður var valinn maður ársins í íslensku viðskiptalífi eftir óvenju farsælan feril. Samtöl okkar fóru fram á skrifstofu hans hjá Eim- skipafélaginu og ég áttaði mig fljótt á því að meginástæða þess að hann féllst á segja mér sögu sína var sú að hann var þá þegar búinn að ákveða að innan skamms ætlaði hann sér að kveðja forystuhlutverk sitt í ís- lensku atvinnulífi. Hörður lýsti fyrir mér æsk- unni sem hann var þakklátur fyr- ir, uppeldinu í Skerjafirðinum þar sem hann fékk áhugann á alls kyns farartækjum, nánu sam- bandi við móður sína og seiglunni sem hann taldi sig hafa frá lang- ömmu sinni – vinnukonu sem reri fyrir húsbónda sinn í tólf sumur til geta búið sjálfstæð á hjáleigu. Af mikilli virðingu lýsti Hörður formóður sinni og dáðist að því að hún hafði seigluna til að bug- ast ekki. Foreldrarnir lögðu áherslu á að Hörður og systkini hans nytu menntunar sem þau sjálf fengu ekki tækifæri til að afla sér. Hörður lauk MBA-námi frá Wharton sem er einn virtasti há- skóli Bandaríkjanna og ekki fór á milli mála að hann var þakklátur fyrir að hafa notið góðrar mennt- unar. Þekkinguna tók hann með sér heim aftur og nýtti til að inn- leiða nútímalega og skilvirka stjórnunarhætti í íslenskum fyr- irtækjum þar sem hann þjálfaði upp sterkt samstarfsfólk. Með blik í auga sagði hann mér frá eiginkonu sinni, Áslaugu Ottesen, lýsti nánu sambandi þeirra og hve sterk áhrif hún hafði haft á hann, bæði á starfs- ferilinn og áhugamálin eins og klassíska tónlist. Þau nutu ferða- laga saman og Hörður sagðist lengi hafa verið ákveðinn í því að láta það ekki sitja á hakanum að sjá heiminn. Hann sagðist aldrei gleyma því að hafa einhvern tím- ann hlustað á íslenskan við- skiptajöfur í útvarpsviðtali, gamlan mann sem aldrei hefði ferðast mikið, þótt ekki hefði hann skort farareyri. Viðskipta- jöfurinn var spurður af hverju hann hefði ekki ferðast til út- landa og skoðað heiminn. Hann svaraði og sagði: „Kannski hefði ég átt að gera það.“ Hörður sagði að setningin „kannski hefði ég átt að gera það“ hefði setið í sér og hann hefði ákveðið að geyma ferðalög ekki til þess tíma að hann dragi sig í hlé. „Ég hef fyrir löngu áttað mig á því að ef maður lætur ekki slag standa við ákveðnar kringumstæður þá er ekki víst að maður geri það nokk- urn tíma.“ Þegar spurningar mínar komu Herði á óvart eða hann vildi vanda svör sín sérstaklega stóð hann upp frá stóra fundarborð- inu og gekk um gólf á meðan hann hugsaði sig um. Hann sagð- ist hrifinn af eldri gildum í stjórnun fyrirtækja, heiðarleiki væri lykilatriði og vinnusemi væri sígild enda yrðu stórfyrir- tæki aldrei rekin á milli níu og fimm. En á sama tíma og íhalds- semi væri góð væri mikilvægt að hafa sterka sýn á framtíðina, vita hvert fyrirtækið ætti að stefna og tryggja að það væri í takt við tímann. Þess vegna væri tíma- bært að hann drægi sig í hlé og léti nýrri kynslóð eftir stjórnar- taumana. „Ég er búinn að vera hér lengi og kannski of lengi. Ég uppgötvaði, þegar ég var að und- irbúa aðalfund félagsins í fyrra, að ég var í tuttugasta sinn að velta fyrir mér hvort það væri al- veg öruggt að öll smáatriðin í framkvæmd fundarins væru í Hörður Sigurgestsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.