Morgunblaðið - 05.05.2019, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.05.2019, Blaðsíða 14
SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Tryggingarsjóður innstæðu-eigenda og fjárfesta (TIF)hefur þanist út á umliðnumárum. Um seinustu áramót voru heildareignir innstæðudeildar sjóðsins komnar í 38,6 milljarða kr. Bankar og sparisjóðir greiddu hálfan fjórða milljarð í iðgjöld til sjóðsins vegna innstæðutrygginga í fyrra. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, um lækkun á ið- gjaldinu sem bankar og sparisjóðir greiða til TIF úr 0,225% af gjald- stofni í 0,16% 1. júní nk. Þetta svarar til um eins milljarðs kr. lækkunar. Sumir halda því fram að ganga megi ennþá lengra í lækkun iðgjaldsins og aðrir telja að rétt sé að afnema það með öllu. TIF var vitaskuld í brennidepli umræðunnar um innstæðutryggingar í kjölfar hrunsins, ekki síst vegna Ice- save-reikninga Landsbankans. Er í fersku minni þegar hollenski seðla- bankinn og breski innstæðusjóðurinn kröfðust þess fyrir dómi að fá sem svarar 556 milljörðum út úr sjóðunum. Frá hruninu 2008 hefur umgjörð og regluverk fjármálamarkaðarins gjörbreyst til að draga úr áhættu og gera bönkum og öðrum fjár- málastofnunum kelift að standa af sér áföll. Innstæður hafa m.a. verið tryggðar með hertum kröfum um eig- ið fé bankanna og í undirbúningi er innleiðing nýrra Evrópureglna um skilameðferð fjármálafyrirtækja til að tryggja forgang innstæðna í sli- tabú og lágmarks- og hámarks vernd innstæðna. Hefur hluti þeirra þegar verið lögfestur hér en enn er þó ekki búið að innleiða tilskipun ESB um innstæðutryggingar. Bjarni benti á þegar hann mælti fyrir frumvarpinu að dregið hefði úr líkunum á því að það mundi nokkurn tíma reyna á sjóðinn við erfiðleika eða áföll í fjármálakerfinu.Telur hann að lækkun iðgjaldsins eigi að geta skilað sér til neytenda í lægri vöxtum. Samtök fjármálafyrirtækja benda á í umsögn til þingsins að hlut- fall eigna sjóðsins og tryggðra inn- stæðna hér á landi sé hátt í sam- anburði við nágrannalönd og iðgjöldin há í samanburði við önnur lönd. Þau hafa verið 3-4% af rekstr- arkostnaði innlánsstofnana en eru þó sparisjóðunum mun þyngri byrði, þar sem iðgjöldin til TIF hafa verið 7-8% af rekstrarkostnaði . Ari Teitsson, stjórnarformaður sparisjóðs S-Þingeyinga, er meðal þeirra sem halda því fram að sjóð- urinn sé þegar orðinn allt of stór, langt yfir lágmarksstærð og afnema ætti iðgjöldin næstu árin. ,, Það er m.a. vegna þess að hvergi á Vest- urlöndum er hlutfall kerfislega mik- ilvægra fjármálafyrirtækja sem ekki eru viðfangsefni tryggingarsjóðs, lendi þau í erfiðleikum, jafn hátt og á Íslandi (95% banka- kerfis),“ segir í umsögn hans til þingsins. Þar færir Ari ítarleg rök fyrir því að hætta eigi tímabundið gjaldtöku til TIF. Hann minnir m.a. á að 2012 var ákveðin tímabundið mjög há gjaldtaka til nýs tryggingarsjóðs, sem var ætluð til hraðrar uppbygg- ingar þess sjóðs. ,,Gert var ráð fyrir að fyrri sjóður færi í bætur vegna hrunsins. Svo fór ekki og stóðu eftir 5,4 milljarðar eftir að málaferlum og uppgjöri lauk. Eldri tryggingar- sjóður þurfti því að greiða 20 millj- arða vegna stærsta bankaáfalls síð- ustu 50 ára með ofvaxið íslenskt bankakerfi. Til samanburðar er eigið fé TIF nú um 38 milljarðar. Þessi nið- urstaða segir meira en mörg orð um raunverulega þörf fyrir frekari inn- heimtu til sjóðsins,“ segir m.a. í um- sögn Ara. Mætti spara 920 millj. á ári Ari rifjar upp að ráðgjafarfyrir- tækið ALM sem falið var að leggja hlutlaust mat á stærð TIF hafi talið að hæfileg stærð sjóðsins væri um 15 milljarðar. ,,Væri farið að þeirri ráð- gjöf mætti spara þjóðarbúinu árlega um 920 milljónir miðað við forsendur um 3% mun ávöxtunar og þróunar TIF en 1518 milljónir miðað við for- sendur frumvarpshöfunda.“ Lægri iðgjöld leiði til lækkunar á vöxtum Innstæður Iðgjöld bankanna til TIF hafa verið 3-4% af rekstrarkostnaði. 14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. MAÍ 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ The WallStreet Journal greindi frá því í gærkvöldi að flug- vélaframleiðandinn Boeing hefði vitað um öryggisvandann, sem nýlega hefur verið viðurkenndur, í um það bil ár áður en hann vakti at- hygli þegar 737 MAX-þota hrapaði í Indónesíu í október í fyrra. Það þurfti svo annað flug- slys, í Eþíópíu fimm mánuðum síðar, til að fyrirtækið viður- kenndi vandann og leitaði leiða til að lagfæra það sem í ólagi hefur verið. En það tók samt sex vikur til viðbótar að op- inbera í hverju vandinn fælist. Þó að Boeing sé farið að við- urkenna vandann hefur það ekki fallist á að hann skýri hrap flugvélanna tveggja. Leyni- makkið í tengslum við vandann og tregðan til að upplýsa hann að fullu og taka ábyrgð á því sem aflaga hefur farið, þar með talið á tjóni flugfélaga um allan heim, vekur síður en svo traust og eykur ekki trúverðugleika þeirra fullyrðinga sem frá fyrir- tækinu koma. Ekkert liggur fyrir um það á þessari stundu hvenær MAX- vélar Boeing verða flughæfar. Hitt er ljóst að mikið þarf til að sannfæra almenning og flug- félög um að búið sé að laga gall- ann og tryggja öryggi vélanna. Staðhæfingar frá fyrirtæki sem hefur leynt upplýsingum um svo mikilvægt mál duga tæpast. Meira þarf að koma til. Þessar nýjustu upplýsingar um framgöngu Boeing verða ekki til að flýta flugi MAX- vélanna. Erlendis hafa flugfélög tekið þessar vélar út úr flug- áætlunum í sumar, jafnvel fram í ágúst. Þegar Icelandair greindi frá afkomu fyrsta fjórð- ungs fyrir helgi kom fram að út- lit væri fyrir að MAX-vélarnar yrðu kyrrsettar lengur en áður hefði verið talið, eða fram í miðjan júlí. Engin leið er að fullyrða um hvort slíkar tímaáætlanir munu standast en nýjar fréttir auka ekki líkur á því. Þær hljóta hins vegar að auka líkur á breyt- ingum á forystu Boeing. Á aðal- fundi félagsins fyrir viku var reynt að skipta upp sameig- inlegu hlutverki forstjóra og stjórnarformanns félagsins, en án árangurs. Nýjustu fréttir, hefðu þær verið komnar fram þá, hefðu ef til vill leitt til ann- arrar niðurstöðu og jafnvel enn ákveðnari tillögu. Í öllu falli er ljóst að Boeing hefur orðið fyrir miklum álitshnekki og á því hlýtur að þurfa að taka með öðrum hætti en gert hefur ver- ið. Boeing hefur orðið fyrir álitshnekki en virðist ekki átta sig fyllilega á því} MAX-vandi magnast enn Félagarnir KimJong Un og Donald Trump skiptust á skeytum um helgina. Skeyti Kim var í formi til- raunaskota með skammdrægar eldflaugar sem ollu titringi í Suður-Kóreu, Japan, Bandaríkj- unum og víðar. Skeyti Trumps, sem fór víðar, var í formi tísts þar sem hann sagði að þó að allt væri mögulegt þá tryði hann því að Kim áttaði sig á efnahags- legum tækifærum Norður- Kóreu og mundi ekki gera neitt til að ógna þeim. Tístinu lauk hann svo: „Hann veit líka að ég er með honum og vill ekki brjóta loforð sitt við mig. Samningur mun nást!“ Litið er á skeyti Kims sem lítt dulbúna hótun um að verði hon- um ekki að ósk sinni, um að slak- að verði á efnahagsþvingunum þó að hann stígi skrefið til kjarnorkuafvopnunar ekki til fulls, þá muni hann hefja á ný tilraunir með langdrægar eld- flaugar. Skeyti Trumps var sömuleiðis lítt dulbúin hótun, þó að kurteisleg væri. Hið sama má segja um ónafngreindan hátt- settan embættismann frá Norð- ur-Kóreu, sem lét hafa eftir sér ný- lega að Bandaríkin myndu hafa verra af ef þau gripu til harðari aðgerða ef kjarnorkuafvopnunarviðræð- urnar strönduðu, líkt og Pompeo utanríkisráðherra hafði gefið til kynna. Skeytasendingarnar eru því margvíslegar á báða bóga og gefa síður en svo tilefni til bjart- sýni. Og viðbrögð og aðgerðir Kim Jong Un nú minna töluvert á athafnir föður hans, sem sagði eitt en gerði annað þegar kom að uppbyggingu kjarnorkuvona þessa hættulega ríkis. Engin leið er að vita hvernig þetta endar, en þó má vera ljóst að Kim heldur ekki út til lengd- ar ef haldið verður uppi hörðum viðskiptaþvingunum. Þær má því ekki gefa eftir þrátt fyrir þennan nýjasta þrýsting frá Norður-Kóreu og til að þær skili fullum árangri en nauðsynlegt að Kína og Rússland standi með öðrum nágrönnum Norður- Kóreu, og heimsbyggðinni, í við- leitninni til að fá Kim Jong Un til að láta frá sér kjarn- orkuvopnin. Kim og Trump köst- uðu kveðju hvor á annan um helgina} Skeytasendingar Í þróttir eru samofnar sögu okkar og höf- um við Íslendingar byggt upp umgjörð um íþróttastarf sem er öðrum þjóðum fyrirmynd. Á sama tíma hefur íslenskt íþróttafólk náð góðum árangri í ýms- um greinum. Á vettvangi íþróttanna fer fram eitt öflugasta forvarnarstarf sem völ er á og rannsóknir sýna skýr tengsl á milli góðs náms- árangurs og þátttöku í skipulögðu íþróttastarfi. Í vikunni sem leið kynnti ég nýja íþróttastefnu til ársins 2030. Hún var unnin í samstarfi mennta- og menningarmálaráðuneytisins og íþróttanefndar ríkisins með aðkomu ýmissa annarra hagsmunaaðila. Öryggi, aðgengi og fagmennska Með nýrri íþróttastefnu skilgreinum við þau forgangsverkefni sem við viljum vinna að næstu árin og þar horfum við einkum til þriggja þátta. Í fyrsta lagi að umhverfi íþróttanna sé öruggt fyrir iðk- endur og starfsfólk. Í öðru lagi tryggja gott aðgengi fyrir iðkendur óháð uppruna þeirra og aðstæðum og í þriðja lagi að styrkja faglega umgjörð íþróttastarfs í landinu. Virk þátttaka og aðgengi allra að íþróttastarfi verða áframhaldandi leiðarstef í íþróttastefnu stjórnvalda en að auki leggjum við nú sérstaka áhersla á þátttöku ung- menna með annað móðurmál en íslensku, jafnrétti og nán- ara samstarf innan íþróttahreyfingarinnar. Í stefnunni er fjallað um skipulag og starfsemi íþrótta- hreyfingarinnar og þær breytingar sem orðið hafa á ís- lensku samfélagi á undanförnum árum. Fram kemur að mikilvægt sé að hlutverk og skipulag starfseininga í íþróttastarfi sé metið reglulega og að endur- skoða megi verkefni, fjölda og skipulag íþróttahéraða landsins. Þá sé brýnt að auka samvinnu Íþrótta- og Ólympíusambands Ís- lands og Ungmennafélags Íslands til að ein- falda, styrkja og samræma verkefni þeirra með það að markmiði að efla íþróttastarf í landinu. Framlög hafa aukist Framlög ríkisins til íþróttamála hafa nær þrefaldast á síðustu níu árum en á þessu ári veitir ríkið rúmlega 967 milljónir kr. til samn- inga og styrkja vegna íþróttamála. Þar munar mest um aukin framlög til Afrekssjóðs og Ferðasjóðs íþróttafélaganna. Framlög til Af- rekssjóðs hafa fjórfaldast frá árinu 2016 og umtalsverð hækkun hefur einnig orðið til Ferðasjóðs, úr 57 milljónum kr. árið 2010 í 130 milljónir kr. sl. þrjú ár. Ríkið veitir samkvæmt fjárlögum 2019 alls um 1,2 milljarða kr. til íþrótta- og æskulýðsmála. Traustur grunnur Um helgina fór fram 74. íþróttaþing ÍSÍ þar sem fulltrú- ar íþróttahreyfingarinnar mættu til að stilla saman strengi sína. Þar var ánægjulegt að finna þann kraft sem einkennir starf innan hreyfingarinnar. Grunnur íþrótta- starfs í landinu er traustur og aðstaða til íþróttaiðkunar al- mennt góð. Það er kappsmál okkar allra að halda áfram á þeirri braut og gera gott starf enn betra. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Pistill Ný íþróttastefna til ársins 2030 Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Hagsmunasamtök heimilanna taka ekki sérstaka afstöðu til þess hvort iðgjaldshlutfallið til TIF eigi að gilda. „Ástæða þess er sú að hvorugt þeirra kemst nærri því að standa undir þeim skuldbindingum sem myndu falla á tryggingarsjóðinn ef á það reyndi í bankahruni,“ segir í umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar. Tryggingakerfi innstæðna í EES-reglum sé ósjálfbært í eðli sínu. Í árs- lok 2017 hafi tryggðar innstæður numið tæpum 1.295 milljöðrum en á sama tíma voru eignir innstæðudeildar TIF 33,6 milljarðar eða einungis 2,6% af heildarfjárhæð tryggðra innstæðna. Segja samtökin óviðunandi að nýju bankarnir hafi gefið út sértryggð skuldabréf með veði í eignum banka sem gangi framar forgangskröfum í slitum. Þeir hafi veðsett allar bestu eignir sínar og eftir standi aðeins lakari eignir. Dugar ekki í bankahruni HAGMUNASAMTÖK HEIMILANNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.