Morgunblaðið - 05.05.2019, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.05.2019, Blaðsíða 32
Á ÁSVÖLLUM Ívar Benediktsson iben@mbl.is Stórleikur Grétars Ara Guðjóns- sonar í marki Hauka vó þungt þegar lið hans vann ÍBV með fimm marka mun, 32:27, í þriðja undanúrslitaleik liðanna á Íslandsmótinu í hand- knattleik karla í Schenker-höllinni á Ásvöllum í gær. Grétar Ari reyndist leikmönnum ÍBV óþægur ljár í þúfu. Hann varði 24 skot, flest í síðari hálf- leik, og kom þar með í veg fyrir að ÍBV næði að saxa á forskotið sem Haukar náðu á síðustu mínútum fyrri hálfleiks. Að honum loknum var staðan 17:13. Haukar eru þar með komnir með tvo vinninga í kapphlaupinu við Eyjamenn sem hafa einn vinning. Næst leiða liðin saman hesta sína í Vestmannaeyjum á miðvikudaginn. Þá verður að duga eða að drepast fyrir leikmenn ÍBV því tapi þeir á heimavelli fara þeir í sumarfrí. Spenna var í lofti fyrir leikinn á Ásvöllum í gær. Fjórir leikmenn tóku úr leikbann eftir átakamikla aðra viðureign liðanna í Vest- mannaeyjum á fimmtudaginn. Eyja- mönnum gramdist og gremst enn sú ákvörðun aganefndar HSÍ að úr- skurða Kára Kristján Kristjánsson, leikmann ÍBV, í þriggja leikja bann eftir viðskipti við Heimi Óla Heim- isson. Telja þeir Kára Kristján hart leikinn. Ekki hýrnaði yfir Eyja- mönnum þegar Heimir Óli tók fullan þátt í leiknum í gær þótt sagt sé að hann hafi hlotið heilahristing við bræðrabyltuna með Kára. Sé það rétt að Heimir Óli hafi hlotið heila- hristing á fimmtudaginn er alvarlegt að hann hafi tekið þátt í leiknum í gær, eftir mikla umræðu síðustu missera um höfuðhögg í íþróttum. Darri Aronsson, leikmaður Hauka, tók út fyrra leikbann sitt af tveimur í gær. Félagi hans Adam Haukur Baumruk og Eyjamaðurinn Róbert Sigurðsson sátu einnig í skammarkróknum vegna leikbanna. Tveir þeir síðarnefndu verða gjald- gengir í næstu viðureign liðanna. Jafnt var á nánast öllum tölum fram undir lok fyrri hálfleiks þegar Haukar nýttu sér bráðræði í sókn- arleik ÍBV til þess að skora nokkur hraðaupphlaupsmörk og ná fjögurra marka forskoti fyrir lok fyrri hálf- leiks. Haukar stóðust síðan áhlaup Eyjamanna í upphafi síðari hálfleiks. Munurinn á liðunum hélst á bilinu fjögur til sex mörk allt til enda. Meiri spenna utan en innan vallar  Grétar Ari reyndist Eyjamönnum óþægur ljár í þúfu á Ásvöllum Morgunblaðið/Hari Sigur Ásgeir Örn Hallgrímsson, leikmaður Hauka, í marktækifæri. 32 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. MAÍ 2019 HANDBOLTI Olísdeild karla Undanúrslit, þriðji leikur: Haukar – ÍBV ....................................... 32:27  Staðan er 2:1 fyrir Haukum. Grill 66 deild karla Umspil, þriðji úrslitaleikur: Víkingur – HK ...................................... 26.28  Víkingur er yfir, 2:1. Þýskaland Minden – Füchse Berlín...................... 27:28  Bjarki Már Elísson skoraði 3 mörk fyrir Füchse. Bergischer – Stuttgart ....................... 29:28  Arnór Þór Gunnarsson skoraði 8 mörk fyrir Bergischer. Erlangen – Kiel.................................... 21:30  Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar Erlangen.  Alfreð Gíslason þjálfar Kiel. Gísli Þ. Kristjánsson er frá keppni vegna meiðsla. B-deild: Balingen – Wilhelmshavener............. 38:25  Oddur Gretarsson skoraði 1 mark fyrir Balingen. Hamburg – Coburg ............................. 30:24  Aron Rafn Eðvarðsson varði 12 skot í marki Hamburg. Elbflorenz – Hüttenberg .................... 18:18  Ragnar Jóhannsson skoraði 4 mörk fyrir Hüttenberg. A-deild kvenna: Neckarsulmer – Union Halle ............. 33:25  Birna Berg Haraldsdóttir skoraði 2 mörk fyrir Neckarsulmer. Bietigheim – Dormtund ......................38:30  Hildigunnur Einarsdóttir skoraði 1 mark fyrir Dortmund. Danmörk Umspilskeppni um sæti í efstu deild: Lemvig – Kolding................................ 28:26  Ólafur Gústafsson skoraði 4 mörk fyrir Kolding. Ribe-Esbjerg – Mors-Thy ................... 25:24  Rúnar Kárason skoraði 6 mörk fyrir Ribe-Esbjerg og Gunnar Steinn Jónsson 2. Svíþjóð Undanúrslit, þriðji leikur: Kristianstad – Alingsås ...................... 25:29  Ólafur A. Guðmundsson skoraði 7 mörk fyrir Kristianstad, Arnar Freyr Arnarsson 1 og Teitur Einarsson ekkert.  Alingsås vann, 3:0. Meistaradeild karla 8-liða úrslit, seinni leikir: Barcelona – Nantes ............................. 29:26  Aron Pálmarsson skoraði 2 mörk fyrir Barcelona sem vann 61:51 samanlagt. Pick Szeged – Vardar Skopje ............ 29:25  Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði 3 mörk fyrir Pick Szeged. EHF-bikar kvenna Fyrri úrslitaleikur: Esbjerg – Siofok .................................. 21:21  Rut Jónsdóttir skoraði ekki fyrir Es- bjerg. Sara Björk Gunnarsdóttir og stöll- ur hennar í Wolfsburg eru þýskir meistarar í knattspyrnu, þriðja árið í röð, eftir 1:0-útisigur á Hoffen- heim í efstu deildinni í gær. Enn er ein umferð eftir en Wolfs- burg er með 56 stig á toppnum, sjö stigum á undan Bayern sem á tvo leiki eftir en getur þó ekki náð Söru og stöllum á stigum. Sara var í byrj- unarliði Wolfsburg í gær og spilaði allan leikinn. Sara hefur nú orðið þýskur deild- ar- og bikarmeistari öll þrjú árin sín hjá félaginu. Þýskur meistari þriðja árið í röð Ljósmynd/Þórir Tryggvason Sigursæl Sara Björk Gunnarsdóttir hefur verið sigursæl hjá Wolfsburg. Júlían J.K. Jóhannsson fékk silfur á EM í kraftlyftingum með búnaði sem fram fer í Plzen Tékklandi. Hann lyfti 385 kg í hnébeygju, 315 kg í bekkpressu og 385 kg í rétt- stöðulyftu. Júlían var því samanlagt með 1.085 kg.. Efstur var Rússinn Mak- sim Prokhorov sem lyfti samtals 1.120 kg en þeir voru að keppa í 120+ kg flokki karla. Þá keppti Viktor Samúelsson í flokki -120 kg í dag einnig en hann varð fjórði í sínum flokki. Hann lyfti samtals 967,5 kg. Júlían hlaut silfrið á EM í Plzen Ljósmynd/europowerlift-ing Hraustur Júlían Jóhann Karl Jó- hannsson vann silfur á EM. Schenker-höllin, undanúrslit karla, þriðji leikur, sunnudaginn 5. maí 2019. Gangur leiksins: 4:4, 6:6, 7:8, 8:8, 12:10, 17:13, 21:15, 22:17, 25:20, 28:22, 29:24, 30:26, 32:27. Mörk Hauka: Daníel Þór Ingason 9, Tjörvi Þorgeirsson 6, Einar Pétur Pét- ursson 5, Heimir Óli Heimisson 5, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 4, Ás- geir Örn Hallgrímsson 2, Atli Már Báruson 1/1. Varin skot: Grétar Ari Guðjónsson 24/1, Andri Sigmarsson Scheving 1/1. Utan vallar: 8 mínútur. Haukar – ÍBV 32:27 Mörk ÍBV: Dagur Arnarsson 5, Krist- ján Örn Kristjánsson 4, Friðrik Hólm Jónsson 4, Fannar Þór Friðgeirsson 4/2, Hákon Daði Styrmisson 3/1, Ell- iði Snær Viðarsson 2, Gabríel Mart- inez 2, Sigurbergur Sveinsson 1, Magnús Stefánsson 1, Daníel Örn Griffin 1. Varin skot: Björn Viðar Björnsson 9/1, Haukur Jónsson 9. Utan vallar: 4 mínútur. Dómarar: Bjarki Bóasson og Gunnar Óli Gústafsson. Áhorfendur: 1.600.  Staðan er 2:1 fyrir Hauka. Leikmenn HK úr Kópavogi bitu í gær frá sér í rimmunni við Víkinga í keppni liðanna um sæti í úrvals- deild karla í handknattleik á næsta keppnistímabili. Eftir tap í tveimur fyrstu leikjum liðanna náðu HK- ingar að vinna Víkinga í Víkinni í gær með tveggja marka mun, 28:26, eftir að hafa verið með fimm marka forskot að loknum fyrri hálf- leik, 16:11. Víkingar reyndu hvað þeir gatu til þess að jafna metin í síðari hálfleik en allt kom fyrir ekki. Bjarki Finnbogason var marka- hæstur hjá HK með sjö mörk og Blær Hinriksson næstur með sex mörk. Hjá Víkingi var Lúðvík Thor- berg Arnkelsson markahæstur með sjö mörk. Fjórða viðureignin fer fram ann- að kvöld í Digranesi og verður flautað til leiks klukkan 19.30. iben@mbl.is Morgunblaðið/Hari Mark Sigurvin Jarl Ármannsson skorar annað af tveimur mörkum sínum fyrir HK í gær framhjá Baldri Inga Agnarssyni, markverði Víkings. HK-ingar bitu loks- ins frá sér í Víkinni ÁRMÚLA 26 – 108 REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.