Morgunblaðið - 05.05.2019, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.05.2019, Blaðsíða 26
✝ Atli HeimirSveinsson fæddist í Reykja- vík 21. september 1938. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Grund 20. apríl 2019. Foreldrar hans voru Sveinn Þórð- arson, f. 22. ágúst 1898, d. 27. nóv- ember 1982, og Kristín Guðmundsdóttir, f. 14. september 1909, d. 9. janúar 1998. Systir Atla er Ingibjörg, f. 23. janúar 1945. Árið 1968 kvæntist hann Sigríði Hönnu Sigurbjörns- dóttur, f. 23. október 1943. Þau skildu. Synir þeirra eru: 1) Teitur, f. 23. mars 1969, kvæntur Bryndísi Bjarna- dóttur, f. 26. ágúst 1972. Börn Teits eru Auður, f. 2. júní 1998, Bessi, f. 14. mars 2006, og Leó, f. 10. júlí 2007. 2) Auð- unn, f. 4. febrúar 1971, kvænt- ur Sigríði Rögnu Jónsdóttur, f. 20. janúar 1970. Börn þeirra eru: Illugi, f. 17. mars 1992, sambýliskona hans er Kristjana Zoëga, f. 30. nóvember 1992, Þorkell, f. 25. júní 2003, Ólafía Kristín, f. 5. september 2006, og Ásta Sóllilja, f. 19. septem- ber 2009. Árið 2005 kvæntist Hamrahlíðarkórinn, og tónverk hans við ljóð Jónasar Hall- grímssonar, Halldórs Laxness og fleiri skálda eru þjóðþekkt. Hann samdi margvíslega leik- hústónlist, þ.á m. Dimmalimm, Ofvitann, Ég er gull og ger- semi, Sjálfstætt fólk og söng- leikinn Land míns föður. Kvæðið um fuglana, við ljóð Davíðs Stefánssonar, var flutt við vígslu Hörpu árið 2011. Árið 1976 hlaut Atli Tónskáldaverðlaun Norð- urlandaráðs fyrstur Íslendinga, fyrir flautukonsert sinn. Árið 1978 hlaut hann L’ordre du merite culturel frá Póllandi og var kjörinn meðlimur í Kon- unglegu sænsku tónlistar- akademíuna 1993. Atli var lengi kennari í tónsmíðum og tónfræðum við Tónlistarskól- ann í Reykjavík, og annaðist tónlistarþætti fyrir RÚV. Hann hélt fyrirlestra við háskóla víða um heim og var gesta- kennari við CalArts í Los Ang- eles og Brown-háskóla í Provi- dence. Hann var formaður Tónskáldafélags Íslands 1972- 1983 og formaður Norræna tónskáldaráðsins 1974-1976. Hann skipulagði tónlistarhátíð hins alþjóðlega félags nútíma- tónlistar 1973 og Norræna músíkdaga 1976, og stofnaði Myrka músíkdaga árið 1980. Atli Heimir var staðartónskáld Sinfóníuhljómsveitar Íslands 2004-2007. Útför hans fer fram frá Hallgrímskirkju í dag, 6. maí 2019, klukkan 13. Atli Heimir Sif Sigurðardóttur, f. 23. nóvember 1943. Hún lést 10. maí 2018. Atli Heimir ólst upp í Reykjavík. Hann lauk stúd- entsprófi frá MR og stundaði nám í píanóleik við Tón- listarskólann í Reykjavík. Hann lauk lokaprófi í tónsmíðum og tónfræði frá Staatliche Hochsc- hule für Musik í Köln árið 1963. Hann nam raftónlist í Hollandi 1964 og sótti Kölner Kurse für neue Musik í fyrsta skipti sem þeir voru haldnir árið 1965. Atli Heimir var einn af upp- hafsmönnum nútímatónlistar á Íslandi og afkastamikið tón- skáld. Eftir hann liggur mikill fjöldi tónverka, tíu einleiks- konsertar og sex sinfóníur, auk fjölda einleiks- og kammer- verka. Hann samdi fimm óp- erur, þ.m.t. Silkitrommuna, sjónvarpsóperuna Vikivaka og Tunglskinseyjuna. Ballett- óratórían Tíminn og vatnið við ljóðabálk Steins Steinars var frumflutt á Listahátíð 1997. Atli Heimir samdi fjölda söng- laga og kórverka, m.a. fyrir Ég veit ekki hvað ég var göm- ul þegar ég vissi að frændi minn var frekar frægur, þekkt tón- skáld. En það skipti mig svo sem engu máli. Fyrir mér var hann fyrst og fremst Atli frændi, bróðir hennar mömmu og pabbi frænda minna, Teits og Auðuns. Við Atli höfðum alltaf miklar mætur hvort á öðru og mikil vin- átta myndaðist á milli okkar, sérstaklega eftir að ég komst til vits og ára. Þegar ég hóf háskólanám leit- aði ég mikið í viskubrunn Atla frænda og þar var af nægu að taka. Við rýndum m.a. í Woy- zeck eftir Büchner, Krítarhring- inn eftir Brecht og ljóð eftir Go- ethe. Hann las ritgerðirnar mínar yfir, kom með uppbyggi- lega gagnrýni og gaukaði að mér bókum sem honum fannst bráð- nauðsynlegt að ég læsi. Seinna snerist þetta við. Þá lásum við í sameiningu hans texta á þýsku, lagfærðum þá og ræddum um þýsk orðasambönd og málnotk- un. Oftar en ekki yfir rjúkandi kaffibolla og smá sætabrauði. Atli frændi var nefnilega mikill sætabrauðskarl og lifnaði allur við ef slíkt var á boðstólum. Já, það er margs að minnast. Vikulangt þramm um París. Dagur í Köln. Tónleikar, bóka- búðir og aspas (og örugglega gómsætur eftirréttur) á Hac- kescher Hof í Berlín. Það var Atli frændi sem kom mér á bragðið með Berlín. Hann var afar hrifinn af borginni og vildi að ég yrði það líka og sparaði ekki lýsingarorðin og fróðleikinn um sögu Berlínar – alltaf með smá slettu af kaldhæðni, ýkjum og flissi. Húmornum sem við bæði kunnum að meta. Allar góðu minningarnar um þessar gæðastundir ylja á kveðjustundu og fyrir þær er ég þakklát. Ég ætla að gæta þeirra vel. Ég mun alltaf sjá frænda minn fyrir mér með blik í augum og glettið bros alveg að fara að segja eitthvað „spot on“. Kristín Luise. Kynni okkar Atla Heimis hóf- ust í átta ára bekk í Melaskól- anum haustið 1946. Þá vorum við báðir í bekk hjá Valdimar Össurarsyni. Við vorum Vest- urbæingar, hann átti heima á Túngötu, ég á Reynimel. Fram að þeim tíma hafði athafnasvæði mitt takmarkast við Reynimel, Grenimel og Víðimel. Nágrann- arnir voru varasamir. Við Víði- mel bjuggu hrekkjusvín svo að það var hættuför að vera sendur í mjólkurbúðina. Strákarnir á Grenimel áttu það til að vinna okkur í fótbolta. Sú vinátta sem tókst með okkur Atla Heimi varð til þess að þetta athafnasvæði stækkaði og leið mín lá upp á Túngötu, þar sem hann átti heima og beint á móti honum annar skóla- bróðir okkar, Pétur H. Snæland. Þetta var skemmtileg veröld. En námið var ekki bundið við Melaskólann einan. Við vorum báðir sendir í tónlistarnám til dr. Heinz Edelsteins, þýzks gyð- ings, sem hafði flúið til Íslands undan ofsóknum nazista. Hann kenndi börnum að spila á blokk- flautu svo og tónfræði. Dr. Edel- stein var eftirminnilegur kenn- ari, sem hafði mikil áhrif á nemendur sína. Þótt segja megi að þarna höfum við Atli Heimir hafið tónlistarferil okkar saman kom fljótt í ljós, að hann var mér fremri á því sviði. Ég féll að loknu fyrsta ári og varð að taka það aftur. En eftir það ár var tónlistarferill Atla Heimis óstöðvandi. Leiðir okkar skildi um skeið að loknum 10 ára bekk hjá Axel Kristjánssyni, þegar ég fluttist á milli borgarhverfa og hóf nám í Laugarnesskólanum. En lágu saman á ný í 3. bekk í MR. Þá vildi svo skemmtilega til að gamlir vinir og vinkonur úr Melaskóla og klíka okkar úr Skeggjabekk í Laugarnesskóla með viðbótum úr landsprófi í Gagnfræðaskóla Austurbæjar runnu saman í klíku, sem enn er til og hefur staðið af sér öll póli- tísk og menningarleg áföll á lífs- leiðinni. Á þessum árum held ég að við höfum flest staðið í þeirri trú, að Atli Heimir ætlaði sér að verða píanisti, eins og Árni Kristjáns- son og Rögnvaldur Sigurjóns- son, stjörnur þeirra tíma. En það kom í ljós að hann vildi frek- ar skapa sjálfur en túlka sköp- unarverk annarra. Þegar horft er til baka um 60 ár verður ljósara en þá, hvað samfélag okkar hefur verið þröngsýnt. Atli Heimir var þá þegar byltingarmaður í margvís- legum skilningi og borgarastétt- in átti erfitt með að þola hann. Í þeim samfélagshópum sem ég var í daglegri umgengni við þeg- ar komið var fram á háskólaár lágu þeir sem töldust til vina Atla Heimis undir ámæli fyrir það. Æskuvinir okkar Atla Heimis, Bryndís Schram og Jón Baldvin, hafa sagt að borgarastéttin hafi ekki tekið þennan byltingar- mann í tónlistarsköpun í sátt fyrr en hann fékk viðurkenningu að utan, þ.e. tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs og það er satt. Atli Heimir var trúaður. Þeg- ar hann hafði lesið bók mína Ómunatíð - saga um geðveiki, hringdi hann og sagði: En hvar er Guð í þessari sögu, Styrmir? Hvar er Guð? Mér varð svara- fátt og hef ekki fundið svarið enn. Þrátt fyrir fyrirferð okkar vina hans og félaga frá æsku- dögum í dægurumræðum sam- tímans munu verk hans lifa okk- ur öll. Styrmir Gunnarsson. Við munum það, eins og gerst hafi í gær. Seinasta lag fyrir fréttir. Þulurinn sagði hátíðlegri röddu: Ljóðið er eftir Jóhannes úr Kötlum, en lagið eftir Atla Heimi Sveinsson tónskáld. Hann var 15 ára. Þar með var þessi bráðgeri bekkjarbróðir stiginn upp á Ólympstind, þar sem fyrir sátu höfuðsnillingar mannsandans. Alla tíð síðan hef- ur Atli Heimir staðið við fyr- irheit æskumannsins. Höfundar- verk hans er svo mikið og fjölskrúðugt að furðu sætir. Að baki bjó skapandi hugur og óbil- andi viljastyrkur. Að loknu stúdentsprófi lá leið hans til Þýskalands, landsins sem kennt er við Heine og Hit- ler, Göthe og Göbbels. Þjóðverj- ar voru að skríða upp úr rústum stríðsins, eftir að hafa tapað glórunni í sjálfstortímingaræði nasismans. Atli varð innvígður í tónlistarhefð þýska menningar- heimsins, sem stendur engum að baki. En hann var einskis manns hermikráka. Atli var skapandi hugsuður undir aga tónlistar- formsins og kenndi til í tilfinn- ingaróti tvíræðrar tilveru, sem einkenndist af ofsa og hraða. En leitaði að lokum hjálpræðis í hinu fagra og friðsæla. Helförin var Húnunum í fersku minni. Menntaðasta þjóð Evrópu hafði hrokkið af hjör- unum og hrasað út í botnlausa villimennsku. Stockhausen, meistari Atla Heimis, skildi sam- tíma sinn: Öld öfga, ofbeldis og tortímingar. Atli skildi það líka. Og funi og fjör æskumannsins bauð ekki upp á neinar mála- miðlanir. Þess vegna gátu margir land- ar vorir ekki tekð Atla Heimi í sátt, fyrr en frægð hans barst að utan með tónskáldaverðlaunum Norðurlandaráðs árið 1976. Upp úr því varð Atli dús við sína elskulegu þjóð, rétt eins og Hall- dór Kiljan að fengnum Nóbels- verðlaunum. Höfundarverk Atla Heimis er ótrúlegt. Sex sinfóníur, fimm óp- erur, ballettóratórían Tíminn og vatnið, tónlist fyrir leikhús, són- ötur, kammermúsík, ljóðasöng- ur, allt frá epískum söguljóðum til hinnar lágværu vögguvísu, út í rapp og ról og búgívúgí. Bara þegar við töldum seinast. Atli Heimir kom okkur einatt á óvart. Hann bjó til kliðmjúk lög við vögguvísur og barnagæl- ur; söng tregablandna man- söngva og hástemmda lofsöngva. Hann fann til andlegs skyldleika við höfuðskáldin og léði ljóðum þeirra vængi. „Nú finnst mér það allt svo lítið og lágt, sem lifað er fyrir og barist á móti,“ eins og Einar Ben. yrkir í Norðurljósum og Atli Heimir léði vængi tónlistar- innar. Einhvern veginn segir mér svo hugur, að löngu eftir að verk okkar hinna eru gleymd og grafin verði enn uppi fólk á Ís- landi, sem leitast við að skilja aldarfar okkar tíma með því að hlusta á tónlist Atla Heimis. Jón Baldvin og Bryndís. Nú er góður vinur, Atli Heim- ir Sveinsson, til moldar borinn í dag. Ég sá hann síðast á Grund nokkrum dögum áður en hann dó. Honum var aftur farið. En samt brugðum við á glens og það brá fyrir gamalkunnum glampa í augum hans. Húmorinn var þarna og hans skarpi skiln- ingur á hinu mannlega með þeim takmörkunum sem veikindi hans settu. Það tókst vinátta með okkur á menntaskólaárunum og rofnaði ekki. Þegar ég hugsa til hans núna vakna minningarnar hver af annarri: Atli samdi tilbrigði við Gamla Nóa og gaf föður mínum sem honum þótti mjög vænt um. Einnig samdi hann lag við sálm föður míns „Hver stýrir veröld styrkri hönd“ sem frumflutt var við jarðarför konu hans og stjúpmóður minnar Margrétar Ólafsdóttur. Þegar Kristrún kona mín varð sextug bauð hún kynsystrum sínum til fagnaðar en engum karlmanni, – ekki einu sinni mér. Ég gaf henni ástarljóð í af- mælisgjöf og Atli kompóneraði lag við það, sem Sigurður Bragason söng við það tækifæri við undirleik Atla og góðar und- irtektir kvennanna. Ég segi frá þessu hér til gam- ans og til þess að sýna, hversu traustur og góður vinur Atli var vinum sínum. Mér eru minnisstæðar ferð- irnar norður þar sem Fífil- brekkuhópurinn flutti Jónasar- lögin m.a. á Bakka í Öxnadal og í Grímsey. Þá naut Atli sín, enda fann hann sig í þessum hópi meðal sjómanna og bænda. Und- irtektirnar voru frábærar og var það að verðleikum. Atli var gagnkunnugur íslenskum skáld- skap og hér tókst honum sem svo oft endranær að láta laglín- una falla að hrynjandi ljóðsins, skýra inntak þess og dýpka með því boðskap þess. Og svo tókst honum að hafa léttleika eða húmor í laglínunni, þegar við átti. Þetta færði ljóðið nær þeim, sem á hlýddu, sem fyrst lærðu laglínuna og síðan vísuorðin eitt af öðru. Þannig var um fleiri skáld. Ég nefni lög Atla við ljóð Davíðs Stefánssonar, Halldórs Laxness, Steins Steinarr og Þór- bergs Þórðarsonar. Þau eru hvert með sínu sniði eftir þeirri tilfinningu sem Atli hafði fyrir textanum og skáldinu og boð- skap þess. Nú á kveðjustundinni er ég að hugsa um það, hvílíkt lán það hefur verið mér að hafa átt Atla Heimi fyrir vin og kynnast hon- um. Við töluðum minnst um póli- tík en oft um eftirminnilegar persónur og auðvitað um skáld- skap og tónlist. Þar kenndi Atli mér margt. Hann er án vafa ein- hver sterkasti persónuleiki sem ég hef kynnst, heilsteyptur og heill í því sem hann gerði. Mikill listamaður og sannur í list sinni. Þessar línur færa sonum Atla Heimis, Teiti og Auðuni, og fjöl- skyldum þeirra innilegar sam- úðarkveðjur. Guð blessi minn- ingu Atla Heimis Sveinssonar. Halldór Blöndal. Atli Heimir Sveinsson tón- skáld er látinn. Hann er eitt af- kastamesta og stórbrotnasta tónskáld sem Ísland hefur alið af sér og liggja eftir hann fleiri hundruð verk af öllum stærðum og gerðum. Sem listamaður var hann ekki maður málamiðlana – hann hafði skýra listræna sýn og gaf aldrei neitt eftir til að ná listrænum markmiðum sínum. Atli Heimir var jafnvígur á flest- ar gerðir tónlistar, hvort sem voru margslungin nútímaverk, hljómblíð kórverk, leikhústónlist eða tónlist af léttari gerð þá náði hann til áheyrenda með sinni list án þess nokkurn tímann að slá af listrænum gæðum. Sem fræðimaður skrifaði Atli Heimir fjölda greina um tónlist og tónlistartengd efni bæði á innlendum sem og á erlendum vettvangi, og hélt fyrirlestra víða um heim. Þá gerði hann fjölmarga útvarpsþætti þar sem hann tók áheyrendur með sér í óvænt ferðalag um heim tónlist- ar og gerði flókna hluti samtíma- tónlistar einfalda, áheyrilega og skiljanlega fyrir bæði lærða og leika. Atli Heimir starfaði bæði sem kennari og leiðbeinandi fyrir ungt tónlistarfólk. Hann hvatti okkur nemendurna til að takast á við það óvænta og hika ekki við að fara inn á nýjar slóðir, hvort sem menn voru að fást við gervigreind eða glundroða í tón- sköpun sinni. Meginmarkmiðið var að skapa góða list án tilslak- ana og ná fram persónueinkenn- um hvers og eins. Hann opnaði fyrir okkur sýn á ný listform tónlistar og skoðaði eldri tónlist frá nýju sjónarhorni. Hann veitti nemendum sínum og samtíma- mönnum innblástur og hugrekki til að takast á við krefjandi verk- efni og hvatti alla til að fara sín- ar eigin leiðir í listsköpun og starfi. Árið 1980 stofnaði Atli Heimir ásamt Þorkatli Sigurbjörnssyni Myrka músíkdaga, sem var fyrsta nútímatónlistarhátíðin á Íslandi, einnig tók hann þátt í að stofna ErkiTíð 1994 sem var fyrsta íslenska raf- og tölvutón- listarhátíðin hér á landi. Með þessum hátíðum opnuðust ótal möguleikar á að flytja nýja ís- lenska tónlist ásamt því að stuðla að útbreiðslu og kynningu á íslenskri tónlist og tónlistar- mönnum á erlendum vettvangi. Atli Heimir tók auk þess virkan þátt í félagsstarfi listamanna [ÁGG2] alla sína starfsævi, bæði sem formaður Tónskáldafélags Íslands og sem stjórnarmaður í STEFi og fleiri samtökum sem berjast fyrir réttindum lista- manna. Við fráfall Atla Heimis Sveinssonar myndast mikið tómarúm sem erfitt er að fylla upp í en víst er að tónlist hans mun hljóma að eilífu. Með þakklæti og virðingu, Kjartan Ólafsson tónskáld og fv. formaður Tónskálda- félags Íslands. Sumarið var komið og Sif stóð á tröppunum í sólinni þegar við komum gangandi til þeirra Atla. Hún var búin að baka vöfflur, hann spilaði lítið lag á píanóið og Pétur Vésteinn, barnabarnið mitt, fékk dót að leika sér við á stofugólfinu. Við töluðum um heima og geima, þar á meðal brottfarir og heimkomur. Menn- ingarástandið bar skiljanlega á góma en þarna hafði Sif lagt allt í sölurnar til að tryggja varð- veislu og skráningu nótnahand- rita Atla og reri einnig lífróður í því efni. Það munaði um hollvin- ina. Við veltum því hins vegar fyrir okkur hvers vegna burð- arstoðir menningarinnar á Ís- landi væru jafn veikburða og raun ber vitni þegar kæmi að umhirðunni í eilífðargarði hinna fögru lista. Á sólríku síðdeginu töluðum við einnig um liðna tíð en það var eitt af skáldum útlegðar sem leiddi okkur saman á sléttunni miklu, árið sem íslenskudeild Manitóbaháskóla hélt upp á 200 ára fæðingarafmæli Jónasar Hallgrímssonar með dagskrá í Johnson Hall á Gimli, helguð tónlist Atla Heimis við ljóð Jón- asar í flutningi Fífilbrekkuhóps- ins. Ekki er gott að lýsa þessum atburði með orðum. Sagan segir að þennan dag hefði akurinn orðið iðjagrænn, þökk sé klaka- brynjum áheyrenda sem runnu sitt skeið. Árið 2012 komu þau Sif og Atli aftur siglandi vestur um haf. Þetta var í byrjun febrúar og Winnipeg skartaði þá vetrar- skrúða, líkust upplýstri dóm- kirkju á myrkri sléttu. Tilefnið var hin árlega vetrarhátíð sin- fóníunnar þar í borg og Atli Heimir Sveinsson var viðstaddur flutning á verki sínu Sinfónía nr. 2 í Centennial Concert Hall á Main Street. Áður en tónleik- arnir hófust tók hann þátt í pall- borðsumræðu um íslenskar nú- tímabókmenntir í tilefni af útgáfu bókar á ensku um fag- urfræði Guðbergs Bergssonar. Tónskáldið kunni að fóta sig í víðernum nútímabókmennta. Hann þekkti einnig viðbrögð samlanda sinna við því sem er sannarlega nýtt en byggist engu að síður á aldagömlum menning- ararfi. Væri ég málari, hefði ég dregið skissu af þeim Guðbergi þetta kvöld í mannhafinu. Minningin um eitt af lykiltón- skáldum íslenskrar tónlistar er samofin reynslunni af þessum atburðum vestan hafs. En minn- ingin er einnig samofin reynsl- unni af sólríku síðdegi í Reykja- vík fyrir ekki svo löngu og þeim trega sem greip mig þegar ég hugsaði um fegurðina sem væri við það að hverfa úr jarðlífinu með Sif og Atla. Votta fjölskyldu og vinum mína innilegustu samúð. Birna Bjarnadóttir. Á efri árum velta menn fyrir sér samferðamönnunum. Hve mörgum svokölluðum séníum hef ég kynnst. Fyrstan ber að kalla til dr. Sigurð Nordal, en ungur skólapiltur heimsótti ég hann og bað hann að árita þær bækur hans sem ég hafði þá eignast. Sá var fyrsta séníið. Hann bauð mér til stofu á Bald- ursgötunni, bauð mér í nefið og Ólöf bar okkur heitt kakó og ör- lítið konjak. Síðar á lífsleiðinni átti það fyrir mér að liggja að sitja í nokkra mánuði í bókastof- um Nordals og meta verkfæra- safn hans – þar á meðal áritaðan Fjölni. Vegna kynna okkar við landsbókavörðinn Þóri Ragnars- son kynntist ég granna hans Atla Heimi Sveinsyni og hans góða fólki. Sá drengur var al- gjört séní og þegar hann var 12 ára gamall voru lögin hans fyrst sungin af Einari Sturlusyni í út- varpi. Kynnin hafa staðið í nær 70 ár og þar hafa skipst á skin og skúrir – þótt oftast hafi birta leikið um kynnin. Hann kompó- neraði nokkur lög við ljóð konu Atli Heimir Sveinsson 26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. MAÍ 2019

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.