Morgunblaðið - 05.05.2019, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 05.05.2019, Blaðsíða 37
»Þrjár sýningar út- skriftarnema við Listaháskóla Íslands voru opnaðar um helgina. Útskriftar- sýning BA-nema í myndlist, hönnun og arkitektúr var opnuð á Kjarvalsstöðum á laug- ardag og ber hún yfir- skriftina Þetta hefur aldrei sést áður. sýningu á lokaverkefnum sínum á Kjarvalsstöðum í fyrradag að íbúðinni við hliðina hér innan múr- anna,“ segir Franco og bætir við að samkomulag eigendanna að þessum forna byggingakjarna á hæðinni sé gott. Bendir svo brosandi á byggingu í kjarnanum miðjum sem er varla tveggja metra breið við dyrnar en víkkar aðeins út, segir að þetta hafi verið fangelsið á miðöldum og það sé til sölu. Hef ég áhuga? „Ég miða við að fólk dvelji hér í viku hið minnsta,“ segir hann; „það getur hentað fjölskyldum listamanna, meðan þeir vinna geta hinir tekið það rólega og notið þessa stórkostlega umhverfis. Ég hef tekið eftir því að það tekur fólk sem kemur oft nokkra daga að koma sér hreinlega í takt við lífið hér, að slaka á og anda hægar. Mörgum finnst þetta eins og að koma á aðra plánetu, einu hljóðin eru fugla- söngur, þytur í laufi og kannski fóta- tak nágrannanna á hellulögðum göt- unum. En svo aðlagast fólk og allt fyrir utan þennan heim hættir að skipta máli – fólk gleymir Trump og öllum hinum ósköpunum sem flæða yfir okkur í stórborgunum. Hér skipta bara máli landið, tíminn og augnablikin. Og nágrannarnir spyrja kannski hvort maður hafi heyrt í úlfum í nótt; þeir eru hér í skógunum í hjarta Toskana.“ Vel búið verkstæði Þegar fallegt grafíkverkstæðið er skoðað segist Franco vera þar með alls kyns tæki og tól, þar er myrkra- herbergi til að vinna ljósmyndafilm- ur sem prentað er eftir, öll aðstaða fyrir ætingar, koparstungur og góð pressa. „Gestum er velkomið að nota alla þessa aðstöðu en ef þeir þurfa sérstaklega á tæknilegri aðstoð að halda, til dæmis í einhverjum þátt- um grafíkur sem þeir eru ekki með á hreinu, þá er ég til staðar og get að- stoðað,“ segir hann og bætir við að það séu svo margar spennandi leiðir og aðferðir sem hægt er að beita. „Þá er hér mikið úrval bóka um grafík, um tækni, sögu miðlanna og ólíka listamenn, sem gestir hér geta sótt í og og lært af. Einnig er hér mikið úrval af alls konar pappír að prenta á, svo lista- menn þurfa ekki að hafa fyrir því að flytja hann með sér en það kunna margir vel að meta.“ Friðaðar byggingar Það er heillandi að rölta um þorp- ið Serrazzano þar sem um 350 manns búa í dag. Franco segir fyrstu heimildir um það vera frá um 1100 en fullvíst er talið að það sé mun eldra enda héraðið afar búsæld- arlegt og fornar minjar hafa fundist víða. Vitað er að stjórnendur þorps- ins bjuggu lengi í þeim hluta virkis- kjarnans þar sem Franco og Anna Kristín hafa komið sér fyrir; í stofu- loftum eru freskumálverk frá mið- öldum og skjaldarmerki fjölskyld- unnar sem fór þá með stjórnina. „Nú er þetta orðið friðuð bygging, eftir að við tókum hana svona vel í gegn,“ segir Franco og er skiljanlega stolt- ur af vel lukkaðri endurbyggingunni. Það kvöldar og við göngum grjóti lagðan stíg milli blómgaðra trjáa, stíg sem fornar heimildir segja frá tímum Langbarða, niður í ólífulund þeirra hjóna. Þar eru 110 tré sem gefa úrvalsolíu og þaklaust en form- fagurt bóndabýi frá miðöldum. Franco segir næsta verkefni að gera það upp – og halda áfram að taka á móti gestum í vinnustofuna Two- CentsPress (twocentspress.com). Turn Kirkjuturn rís yfir inngang- inum að grafíkvinnustofunni. Afrakstur Prent og filmur að prenta eftir á vinnustofunni. Kastali Íbúðir Francos og Önnu Kristínar og gestalistamanna eru innan fornra veggjanna sem að grunni til eru um þúsund ára gamlir. Notaleg Íbúðin sem gestum verkstæðisins stendur til boða er hin notalegasta og prýdd fjölbreytilegum listaverkum, meðal annars eftir fyrrverandi gesti. MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. MAÍ 2019 Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is Góð þjónusta byrjar með flottum fatnaði. Fatnaður fyrir fagfólk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.