Morgunblaðið - 05.05.2019, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 05.05.2019, Blaðsíða 35
þéttur leikur KA aftarlega á vell- inum og var greinilega lagt upp með það að loka vel á allar að- gerðir Valsmanna. Tókst KA- mönnum það með svo miklum ágætum að Valur fékk varla færi í leiknum. Valsmenn áttu eitt þrumuskot á markið sem Aron Dagur Birnuson varði í horn. Annars var fátt að frétta í sókn- araðgerðum Valsmanna þótt þeir héngju á löngum köflum með boltann við vítateig KA. Þegar boltinn svo barst þangað inn þá voru turnarnir þrír í vörn KA klárir og aðrir duglegir í að að- stoða þá. Það má ekki skilja það sem svo að KA hafi legið í vörn allan leik- inn, langt því frá. Þeir áttu þrjú hættuleg færi í fyrri hálfleik og voru hreinlega klaufar að skora ekki. Mark þeirra kom snemma í síðari hálfleiknum og eftir það lágu Valsmenn nokkuð á heima- mönnum. Á lokakaflanum bættu Valsmenn í sóknarsveit sína og opnuðust þá gullin færi fyrir KA að klára leikinn með öðru marki. Áhorfendur supu hveljur hvað eftir annað en allt kom fyrir ekki og aðeins eitt mark fór á reikning KA-manna. Baráttan og vinnusemin í liði KA var til algjörrar fyrirmyndar í leiknum og menn kláruðu sig gjörsamlega. Valsmenn voru hreinlega í vandræðum með að finna glufur og framherjar þeirra sáust varla í leiknum. Blikar fögnuðu stiginu Stundum er sagt að nágrannas- lagir lúti öðrum lögmálum en aðr- ir fótboltaleikir. Fyrirfram hefðu líklega flestir HK-ingar verið sáttir við 2:2 jafntefli gegn Breiðabliki, og að sama skapi hefðu flestir Blikar talið fyrirfram slík úrslit óásættanleg. En það voru Blikar sem fögn- uðu stiginu innilega í lok leiksins í Kórnum á laugardaginn. Enda voru þeir lakari aðilinn stóran hluta leiksins og lentu 2:0 undir í byrjun síðari hálfleiks þegar Ás- geir Marteinsson skoraði með fal- legu skoti og lagði upp annað mark HK fyrir miðvörðinn há- vaxna Björn Berg Bryde sem skallaði í mark Blika. Þegar 88 mínútur voru búnar voru þeir grænklæddu búnir að eiga eitt umtalsvert marktækifæri í leiknum og hefðu jafnvel getað verið meira en tveimur mörkum undir gegn nýliðunum, grönnum sínum. En Thomas Mikkelsen og Viktor Örn Margeirsson náðu að skora í lokin, Viktor með skalla eftir fyrirgjöf Kolbeins Þórð- arsonar á síðustu mínútu uppbót- artímans, og Blikar sluppu fyrir horn. HK-ingar, með þá Ásgeir og Björn sem bestu menn, sýndu að þeir geta gert öllum liðum skrá- veifu í sumar. Þeir voru vel skipu- lagðir, baráttuglaðir og einbeittir á laugardaginn en eiga eftir að naga sig lengi í handarbökin fyrir að láta þessi tvö stig fjúka út um gluggann á lokamínútunum. Að sama skapi á lið Breiðabliks að geta miklu betur en þetta og á lítið erindi í toppbaráttu með svona frammistöðu. En liðið er vel mannað og sýndi seiglu á ög- urstundu. „Við sýndum þó alla- vega ákveðinn karakter í lokin,“ sagði bjargvætturinn Viktor Örn og það er mikið til í því. mhentir suður Ljósmynd/Þórir Tryggvason Ákveðinn Daníel Hafsteinsson, leik- maður KA, sækir að Hannesi Þór Halldórssyni, markverði Vals. Morgunblaðið/Hari ÍÞRÓTTIR 35 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. MAÍ 2019 England Cardiff – Crystal Palace ......................... 2:3  Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn fyrir Cardiff. Bournemouth – Tottenham..................... 1:0 West Ham – Southampton ...................... 3:0 Wolves – Fulham...................................... 1:0 Newcastle – Liverpool ............................. 2:3 Chelsea – Watford.................................... 3:0 Huddersfield – Manch. Utd..................... 1:1 Arsenal – Brighton................................... 1:1 Staða efstu liða: Liverpool 37 29 7 1 87:22 94 Manch.City 36 30 2 4 90:22 92 Chelsea 37 21 8 8 63:39 71 Tottenham 37 23 1 13 65:37 70 Arsenal 37 20 7 10 70:50 67 Manch.Utd 37 19 9 9 65:52 66 B-deild: Reading – Birmingham .......................... 0:0  Jón Daði Böðvarsson lék ekki með Read- ing vegna meiðsla. Aston Villa – Norwich............................. 1:2  Birkir Bjarnason. kom inn á sem vara- maður hjá Aston Villa á 80. mín. Brentford – Preston................................ 3:0  Patrik Sigurður Gunnarsson var vara- markvörður Brentford. Lokastaða efstu liða: Norwich 46 27 13 6 93:57 94 Sheffield Utd 46 26 11 9 78:41 89 Leeds 46 25 8 13 73:50 83 WBA 46 23 11 12 87:62 80 Aston Villa 46 20 16 10 82:61 76 Derby 46 20 14 12 69:54 74 Middlesbro 46 20 13 13 49:41 73 Ítalía Udinese – Inter Mílanó ........................... 0:0  Emil Hallfreðsson kom inn á sem vara- maður hjá Udinese á 73. mínútu. Sviss Grasshoppers – St. Gallen ...................... 0:1  Rúnar Már Sigurjónsson var allan leik- inn varamaður hjá Grasshoppers. Úkraína Desna – Chornomorets Odessa.............. 2:4  Árni Vilhjálmsson lék allan leikinn fyrir Odessa og skoraði tvö af mörkum liðsins. Grikkland Larissa – Olympiacos .............................. 0:3  Ögmundur Kristinsson var allan leikinn í marki Larissa. Giannina – PAOK .................................... 0:2  Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn fyrir PAOK. Danmörk Köbenhavn – Bröndby ............................ 3:2  Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn fyrir Bröndby. Svíþjóð Falkenberg – Malmö ............................... 1:2  Arnór Ingvi Traustason lék allan leikinn fyrir Malmö og lagði upp fyrir markið. AIK – Eskilstuna...................................... 2:1  Kolbeinn Sigþórsson kom inn á sem varamaður hjá AIK á 65. mínútu. KNATTSPYRNA  Árni Vilhjálmsson skoraði tvö af fjórum mörkum Chornomorets Odessa þegar liðið vann Desna, 4:2 í efstu deild úkraínsku knattspyrnunnar í gær. Þrátt fyrir sigurinn er Chor- nomorets Odessa í neðsta sæti í fall- riðli úkraínsku deildarinnar.  Kvennalið Aftureldingar í hand- knattleik, sem leikur í úrvalsdeild á næstu leiktíð, hefur samið við Roberta Ivanauskaitë, 22 ára stórskyttu og landsliðsmann frá Litháen um að leika með liðinu næstu tvö árin.  Karlalið Aftureldingar hefur klófest Karolis Stropus handknattleiksmann frá Litháen frá og með næsta keppn- istímabili. Stropus þekkir vel til hér á landi eftir að hafa leikið með Víkingi og síðar Akureyri frá 2015 til 2018. Einnig hefur línumaðurinn Sveinn Jose Rivera ákveðið að söðla um og ganga til liðs við Aftureldingu eftir eins árs veru hjá Gróttu.  Emil Hallfreðsson lék sinn fyrsta knattspyrnuleik í sjö mánuði þegar hann kom inn á sem varamaður 17 mínútum fyrir leikslok þegar lið Ud- inese gerði markalaust jafntefli við Inter í ítölsku A-deildinni á laug- ardagskvöld. Emil hefur jafnað sig af erfiðum meiðslum.  Aron Pálmarsson og félagar í Barcelona eru komnir í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í handknatt- leik. Þeir unnu Nantes öðru sinni á laugardag. Stefán Rafn Sigurmanns- son og samherjar í ungverska liðinu Pick Szeged eru hinsvegar úr leik eftir aðeins fjögurra marka sigur á heima- velli gegn Vardar í gær. Vardar vann fyrri leik með átta marka mun. Eitt ogannað 2:0 Óskar Örn Hauksson 66. 3:0 Björgvin Stefánsson 87. MM Óskar Örn Hauksson, KR M Pálmi Rafn Pálmason, KR Ægir Jarl Jónasson, KR Pablo Punyed, KR Atli Sigurjónsson, KR Kennie Chopart, KR Rafael Veloso, ÍBV Víðir Þorvarðarson, ÍBV Evariste Ngolok, ÍBV Dómari: Pétur Guðmundsson 8. Grindavík – Stjarnan 1:1 0:1 Guðmundur Steinn Hafsteinsson 28. (víti) 1:1 Patrick N’Koyi 64. M Vladan Djogagovic, Grindavík Gunnar Þorsteinsson, Grindavík Guðjón Baldvinsson, Stjörnunni Guðm. Steinn Hafsteinsson, Stjörn. Eyjólfur Héðinsson, Stjörnunni Martin Rauschenberg, Stjörnunni Dómari: Helgi Mikael Jónasson, 6. Fylkir – ÍA 2:2 0:1 Hörður Ingi Gunnarsson 13. 1:1 Sjálfsmark 52. 2:1 Geoffrey Castillion 71. 2:2 Óttar B. Guðmundsson 90. M Sam Hewson, Fylki Helgi Valur Daníelsson, Fylki Ragnar Bragi Sveinsson, Fylki Óttar Bjarni Guðmundsson, ÍA Stefán Teitur Þórðarson, ÍA Marcus Johansson, ÍA Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmunds- son, 6. Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is silestone.com Bakteríuvörn Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum. Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri bakteríu- og sveppavörn. Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone. Blettaþolið Sýruþolið Högg- og rispuþolið Kvarts steinn í eldhúsið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.