Morgunblaðið - 16.05.2019, Page 31

Morgunblaðið - 16.05.2019, Page 31
FRÉTTIR 31Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2019 STEFNDU HÆRRA NÁÐU LENGRA HAGNÝTT MEISTARANÁM MBA-námið við Háskóla Íslands er tveggja ára hagnýtt meistaranám með vinnu, ætlað þeim sem hafa reynslu af stjórnunarstörfum og vilja auka þekkingu sína og hæfni til að takast betur á við núverandi og framtíðar forystuhlutverk í viðskiptalífinu. SAMSTARF VIÐ YALE OG IESE Háskóli Íslands hefur gert samninga við The Yale School of Management í Bandaríkjunum og IESE Business School í Barcelona, sem báðir eru í allra fremstu röð í heiminum á sviði MBA-náms. Með þessu skrefi mun MBA-nám við Háskóla Íslands, fá alþjóðlegri blæ en samningurinn felur í sér að MBA-nemar Háskólans munu sitja afar krefjandi og öflug námskeið, eitt í hvorum samstarfsskóla á námstímanum. MBA-námið við Háskóla Íslands er vottað af Association of MBAs (AMBA). Þessi vottun er eingöngu veitt að undangengnu umfangsmiklu mati á umgjörð og innihaldi námsins þar sem meðal annars er horft til skipulags þess og gæða. Háskóli Íslands hefur undanfarin fimm ár verið á lista Times Higher Education yfir bestu háskóla heims. MBA nám Háskóla Íslands, stendur fyrir kynningarfundi föstudaginn 17. maí kl. 12.00-13.00 í Veröld - Húsi Vigdísar Skráning fer fram á mba.hi.is Miðstjórn ASÍ harmar viðbrögð þeirra atvinnurekenda sem í kjölfar nýgerðra kjarasamninga hafa grip- ið til uppsagna á launakjörum starfsmanna sinna að sögn vegna þess kostnaðarauka sem til kemur vegna gildistöku þeirra. Þetta kemur fram í ályktun frá miðstjórninni í gær þar sem skorað er á atvinnurekendurna að draga uppsagnirnar til baka. „Jafnframt áskilur ASÍ öllum að- ildarsamtökum sínum rétt til þess að lýsa yfir einhliða riftun ný- gerðra kjarasamninga við þessa sömu atvinnurekendur vegna þess ásetnings þeirra að ætla sér ekki að virða þá og hrinda í framkvæmd,“ segir í ályktuninni. „Jafnframt er samtökunum áskil- inn réttur til þess í kjölfarið að hefja aðgerðir til þess að knýja á um gerð nýs kjarasamnings við við- komandi aðila og til þess að beita öllum tiltækum og lögmætum þvingunaraðgerðum til þess að knýja á um gerð þeirra, þar með talið með verkföllum.“ ASÍ áskilur sér rétt til aðgerða  Harmar viðbrögð atvinnurekenda Morgunblaðið/HAri Kjarabarátta Frá kröfugöngu verkalýðsfélaganna 1. maí. TINNA, fjölskylduefling í Breið- holti á vegum velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, hlaut í gær Fjölskylduviðurkenningu SOS Barnaþorpanna á Íslandi á alþjóð- legum degi fjölskyldunnar. Félags- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, afhenti viðurkenninguna sem veitt er til að heiðra og vekja athygli á framúr- skarandi góðu starfi hér á landi í þágu barnafjölskyldna. „TINNA endurspeglar gildi SOS Barnaþorpanna um mikilvægi fjöl- skyldunnar og að börn geti alist upp í ástríku og öruggu umhverfi. Starfsfólk TINNU vinnur persónu- legt og óeigingjarnt starf, oft utan hefðbundins vinnutíma, í þágu barnafjölskyldna í Breiðholti. Fjöl- skylduefling er einn af stærstu þáttunum í starfsemi SOS Barna- þorpanna og hefur komið í veg fyr- ir aðskilnað hundraða þúsunda barna frá foreldrum sínum í 126 löndum,“ segir í umsögn valnefnd- ar. TINNA er tilraunaverkefni sem sett var á laggirnar árið 2016 í sam- vinnu við velferðarráðuneytið. Verkefnið heyrir undir þjónustu- miðstöð Breiðholts og er staðsett í fjölskyldumiðstöðinni í Gerðubergi. Tilgangur TINNU-verkefnisins er að auka lífsgæði foreldra og barna, rjúfa vítahring fátæktar og um leið félagslega arfinn, þ.e. að auka líkurnar á að börnum þessara foreldra vegni betur í framtíðinni en foreldrunum. TINNA fékk viðurkenningu á alþjóðadegi fjölskyldunnar Viðurkenning Ásmundur Einar Daðason ráðherra ásamt fulltrúum verk- efnisins TINNU, f.v. þeim Þuríði Sigurðardóttur verkefnisstjóra , Mörtu Joy Hermannsdóttur, Hildigunni Magnúsdóttur og Diljá Kristjánsdóttur. Rannsókn á eldsupptökum í Selja- skóla stendur enn yfir. Reiknað er með að niðurstöður liggi fyrir á næstu dögum, vonandi fyrir helgi, samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu. Tæknideild lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu tók við vettvangi á sunnudaginn. Eldur kom upp í Seljaskóla aðfaranótt sunnudags síðastliðins. Eldurinn kviknaði í þaki í einu húsi skólans sem er 400 fer- metra rými með sex kennslustofum. Rannsaka eldsupptök í Seljaskóla Seljaskóli Miklar skemmdir urðu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.