Morgunblaðið - 16.05.2019, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 16.05.2019, Qupperneq 31
FRÉTTIR 31Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2019 STEFNDU HÆRRA NÁÐU LENGRA HAGNÝTT MEISTARANÁM MBA-námið við Háskóla Íslands er tveggja ára hagnýtt meistaranám með vinnu, ætlað þeim sem hafa reynslu af stjórnunarstörfum og vilja auka þekkingu sína og hæfni til að takast betur á við núverandi og framtíðar forystuhlutverk í viðskiptalífinu. SAMSTARF VIÐ YALE OG IESE Háskóli Íslands hefur gert samninga við The Yale School of Management í Bandaríkjunum og IESE Business School í Barcelona, sem báðir eru í allra fremstu röð í heiminum á sviði MBA-náms. Með þessu skrefi mun MBA-nám við Háskóla Íslands, fá alþjóðlegri blæ en samningurinn felur í sér að MBA-nemar Háskólans munu sitja afar krefjandi og öflug námskeið, eitt í hvorum samstarfsskóla á námstímanum. MBA-námið við Háskóla Íslands er vottað af Association of MBAs (AMBA). Þessi vottun er eingöngu veitt að undangengnu umfangsmiklu mati á umgjörð og innihaldi námsins þar sem meðal annars er horft til skipulags þess og gæða. Háskóli Íslands hefur undanfarin fimm ár verið á lista Times Higher Education yfir bestu háskóla heims. MBA nám Háskóla Íslands, stendur fyrir kynningarfundi föstudaginn 17. maí kl. 12.00-13.00 í Veröld - Húsi Vigdísar Skráning fer fram á mba.hi.is Miðstjórn ASÍ harmar viðbrögð þeirra atvinnurekenda sem í kjölfar nýgerðra kjarasamninga hafa grip- ið til uppsagna á launakjörum starfsmanna sinna að sögn vegna þess kostnaðarauka sem til kemur vegna gildistöku þeirra. Þetta kemur fram í ályktun frá miðstjórninni í gær þar sem skorað er á atvinnurekendurna að draga uppsagnirnar til baka. „Jafnframt áskilur ASÍ öllum að- ildarsamtökum sínum rétt til þess að lýsa yfir einhliða riftun ný- gerðra kjarasamninga við þessa sömu atvinnurekendur vegna þess ásetnings þeirra að ætla sér ekki að virða þá og hrinda í framkvæmd,“ segir í ályktuninni. „Jafnframt er samtökunum áskil- inn réttur til þess í kjölfarið að hefja aðgerðir til þess að knýja á um gerð nýs kjarasamnings við við- komandi aðila og til þess að beita öllum tiltækum og lögmætum þvingunaraðgerðum til þess að knýja á um gerð þeirra, þar með talið með verkföllum.“ ASÍ áskilur sér rétt til aðgerða  Harmar viðbrögð atvinnurekenda Morgunblaðið/HAri Kjarabarátta Frá kröfugöngu verkalýðsfélaganna 1. maí. TINNA, fjölskylduefling í Breið- holti á vegum velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, hlaut í gær Fjölskylduviðurkenningu SOS Barnaþorpanna á Íslandi á alþjóð- legum degi fjölskyldunnar. Félags- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, afhenti viðurkenninguna sem veitt er til að heiðra og vekja athygli á framúr- skarandi góðu starfi hér á landi í þágu barnafjölskyldna. „TINNA endurspeglar gildi SOS Barnaþorpanna um mikilvægi fjöl- skyldunnar og að börn geti alist upp í ástríku og öruggu umhverfi. Starfsfólk TINNU vinnur persónu- legt og óeigingjarnt starf, oft utan hefðbundins vinnutíma, í þágu barnafjölskyldna í Breiðholti. Fjöl- skylduefling er einn af stærstu þáttunum í starfsemi SOS Barna- þorpanna og hefur komið í veg fyr- ir aðskilnað hundraða þúsunda barna frá foreldrum sínum í 126 löndum,“ segir í umsögn valnefnd- ar. TINNA er tilraunaverkefni sem sett var á laggirnar árið 2016 í sam- vinnu við velferðarráðuneytið. Verkefnið heyrir undir þjónustu- miðstöð Breiðholts og er staðsett í fjölskyldumiðstöðinni í Gerðubergi. Tilgangur TINNU-verkefnisins er að auka lífsgæði foreldra og barna, rjúfa vítahring fátæktar og um leið félagslega arfinn, þ.e. að auka líkurnar á að börnum þessara foreldra vegni betur í framtíðinni en foreldrunum. TINNA fékk viðurkenningu á alþjóðadegi fjölskyldunnar Viðurkenning Ásmundur Einar Daðason ráðherra ásamt fulltrúum verk- efnisins TINNU, f.v. þeim Þuríði Sigurðardóttur verkefnisstjóra , Mörtu Joy Hermannsdóttur, Hildigunni Magnúsdóttur og Diljá Kristjánsdóttur. Rannsókn á eldsupptökum í Selja- skóla stendur enn yfir. Reiknað er með að niðurstöður liggi fyrir á næstu dögum, vonandi fyrir helgi, samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu. Tæknideild lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu tók við vettvangi á sunnudaginn. Eldur kom upp í Seljaskóla aðfaranótt sunnudags síðastliðins. Eldurinn kviknaði í þaki í einu húsi skólans sem er 400 fer- metra rými með sex kennslustofum. Rannsaka eldsupptök í Seljaskóla Seljaskóli Miklar skemmdir urðu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.