Morgunblaðið - 16.05.2019, Side 52
Þóra Sigurðardóttir
thora@mbl.is
„Það er mikil hefð fyrir grillveislum í
Ísrael,“ segir Ólöf. „Fólk grillar mik-
ið úti í garði og ekki er óalgengt að
sjá heilu fjölskyldurnar og vinahóp-
ana að grilla í almenningsgörðum í
borgunum. Það er mjög dæmigert
að sitja úti í garði allt kvöldið og
borða grillmat. Grillið logar og það
er endalaust verið að setja meira
kjöt og margar tegundir af því, á
grillið ásamt grænmeti. Allt sett á
langborð ásamt helling af meðlæti,
hummus, tahini, brauði, salötum og
fleira góðgæti.“
Grillveisla fyrir 6-8 manns
Steik (Entrecote) á teini með
Chimmichurry grillsósu:
Steikin skorin í rúmlega munnstóra
bita. Blandið 2-3 tsk. af Steikar-
kryddi frá Kryddhúsinu í 1-2 msk. af
ólífuolíu og nuddið á kjötið. (Við vor-
um með 500 gr af kjöti) Þræðið upp
á grillspjót og geymið í kæli í a.m.k.
2 klst. Saltið og piprið áður en spjót-
in eru sett á heitt grill.
Chimmichurry grillsósa:
1 hluti af Chimmichurry krydd-
blöndu Kryddhússins á móti 3-4
hlutum af ólífuolíu. ½ tsk. vinegear
og aðeins salt til að skerpa bragðið.
Hrærið allt saman og látið standa í
a.m.k. 20 mín. áður en borið fram.
Þessi grillsósa geymist vel í lokuðu
íláti inni í kæli.
Miðausturlanda-kjúklingur á spjóti:
1 bakki úrbeinuð kjúklingalæri
2 tsk. Miðausturlanda-kjúklingakrydd
frá Kryddhúsinu blandað saman við
u.þ.b. 1 msk. ólífuolía
Skerið lærin í 3-4 bita hvert og
penslið kryddinu á. Þræðið upp á
grillspjót. Geymið í kæli í a.m.k. 2
klst.
Saltið og piprið áður en spjótin
eru sett á heitt grill.
Grillsalat:
3 tómatar
1 rauð paprika
1 ferskt chili
1 laukur
1-2 hvítlauksgeirar
ólífuolía, salt og pipar.
Grillveisla
að hætti
ísraela
Ef það er einhvertíma tilefni til að skella í
almennilegt ísraelskt grillpartý þá er það þessa
dagana meðan Eurovison-ævintýrið stendur
sem hæst. Hjónin Ólöf Einarsdóttir og Omry
Avraham, eigendur Kryddhússins, slógu upp
mikilli veislu um helgina og leyfðu okkur að deila
uppskriftunum. Omry er frá Ísrael sem þau hjón
segja að sé þekkt fyrir frábæra matarmenningu.
Sterk grillhefð Það er mikil hefð fyrir grillveislum í Ísrael. Fólk grillar mikið úti í garði og ekki er óalgengt að
sjá heilu fjölskyldurnar og vinahópana að grilla í almenningsgörðum í borgunum.
Skemmtilegt bragð Grænmeti er áberandi í matargerðinni
og þetta ofnbakaða blómkál er einstaklega bragðgott.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2019
Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi | Sími 540 3550
progastro.is | Opið alla virka daga kl. 9–17.
JAPANSKIR HNÍFAR
Allt fyrir eldhúsið
Hágæða hnífar og töskur
Allir velkomnir
Einstaklingar og fyrirtæki
Vefverslunokkarprogastro.iser alltaf opin!