Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1977, Page 11
Inngangur
Efnahagsþróunin í umheiminum.
Afturbatinn í heimsbúskapnum frá lægðinni 1974—1975 hefur haldið
áfram á árinu 1977, þó hægar en vænzt hafði verið. Reyndar hefur nú
síðustu mánuðina hægt á hagvexti á ný í nokkrum iðnríkjum, einkum
í Evrópu. Einungis þrjú ríki sýna kröftugan endurbata, Bandaríkin,
Japan og Þýzkaland, þar sem hagvöxtur á þessu ári og næsta er tal-
inn munu verða á bilinu 5—7%. Þessi spá er að vísu byggð á bjart-
svni um fjárfestingarvilja atvinnuveganna í þessum löndum, sem til
þessa hefur ekki verið nægilega öflugur. Öðrum OECD-ríkjum,
þ. e. öðrum í hópi hinna auðugri ríkja, hefur vegnað miklu miður,
og þau glíma flest — að Sviss og Hollandi frátöldum — við verð-
bólgu, viðskiptahalla og skuldasöfnun erlendis, þótt í misríkum mæli
sé. Úrræðin, sem beitt er í þeirri viðureign, munu yfirleitt valda því,
að hagvöxtur verður hægur í þessum ríkjum á næstunni. Þegar litið
er á OECD-löndin í heild, er nú búizt við, að vöxtur samanlagðrar
þjóðarframleiðslu þeirra verði 4% á árinu 1977 og 5% 1978, saman-
borið við 5% á árinu 1976. Þjóðarframleiðsla Evrópuríkja OECD er
hins vegar talin vaxa snöggtum hægar í ár og á næsta ári eða 2^—
3% samanborið við 4% 1976. Verðbólgan í OECD ríkjunum öllum
er talin munu verða 8—9% á þessu ári en 10—11% í Evrópuríkjum
OECD. Á næsta ári er gert ráð fyrir nokkru minni verðbólgu, 7—8%,
en þó ívið meiri ef hagvöxtur glæðist. Þessar tölur má bera sam-
an við 13% verðbólgu í Evrópuríkjum OECD 1975 og 8—9% 1976.
Þótt þessar tölur séu lágar á íslenzkan mælikvarða, eru þær enn
háar á sögulegan mælikvarða þessara ríkja. Fleira skyggir reyndar
á endurbatann, því að atvinnuleysi er enn mikið í öllum þessum lönd-
um og reyndar gæti enn verið hætta á auknu atvinnuleysi í Frakk-
landi, Italíu og Englandi. Tvö síðast töldu ríkin hafa hins vegar náð
umtalsverðum árangri í viðureigninni við verðbólgu og viðskipta-
lialla að undanförnu og er reyndar bxiizt við, að afgangur verði á
viðskiptum þeirra við önnur lönd á næsta ári. Þótt þannig beri nokk-
urn skugga á efnahagsástandið í heiminum, hefur það óneitanlega
hatnað að mun á þessu ári. Mörg ríki eru raunar enn að ldjást við þann
vanda að koma á jafnvægi i efnahagsmálum eftir umrót áranna