Þjóðarbúskapurinn

Útgáva

Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1977, Síða 11

Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1977, Síða 11
Inngangur Efnahagsþróunin í umheiminum. Afturbatinn í heimsbúskapnum frá lægðinni 1974—1975 hefur haldið áfram á árinu 1977, þó hægar en vænzt hafði verið. Reyndar hefur nú síðustu mánuðina hægt á hagvexti á ný í nokkrum iðnríkjum, einkum í Evrópu. Einungis þrjú ríki sýna kröftugan endurbata, Bandaríkin, Japan og Þýzkaland, þar sem hagvöxtur á þessu ári og næsta er tal- inn munu verða á bilinu 5—7%. Þessi spá er að vísu byggð á bjart- svni um fjárfestingarvilja atvinnuveganna í þessum löndum, sem til þessa hefur ekki verið nægilega öflugur. Öðrum OECD-ríkjum, þ. e. öðrum í hópi hinna auðugri ríkja, hefur vegnað miklu miður, og þau glíma flest — að Sviss og Hollandi frátöldum — við verð- bólgu, viðskiptahalla og skuldasöfnun erlendis, þótt í misríkum mæli sé. Úrræðin, sem beitt er í þeirri viðureign, munu yfirleitt valda því, að hagvöxtur verður hægur í þessum ríkjum á næstunni. Þegar litið er á OECD-löndin í heild, er nú búizt við, að vöxtur samanlagðrar þjóðarframleiðslu þeirra verði 4% á árinu 1977 og 5% 1978, saman- borið við 5% á árinu 1976. Þjóðarframleiðsla Evrópuríkja OECD er hins vegar talin vaxa snöggtum hægar í ár og á næsta ári eða 2^— 3% samanborið við 4% 1976. Verðbólgan í OECD ríkjunum öllum er talin munu verða 8—9% á þessu ári en 10—11% í Evrópuríkjum OECD. Á næsta ári er gert ráð fyrir nokkru minni verðbólgu, 7—8%, en þó ívið meiri ef hagvöxtur glæðist. Þessar tölur má bera sam- an við 13% verðbólgu í Evrópuríkjum OECD 1975 og 8—9% 1976. Þótt þessar tölur séu lágar á íslenzkan mælikvarða, eru þær enn háar á sögulegan mælikvarða þessara ríkja. Fleira skyggir reyndar á endurbatann, því að atvinnuleysi er enn mikið í öllum þessum lönd- um og reyndar gæti enn verið hætta á auknu atvinnuleysi í Frakk- landi, Italíu og Englandi. Tvö síðast töldu ríkin hafa hins vegar náð umtalsverðum árangri í viðureigninni við verðbólgu og viðskipta- lialla að undanförnu og er reyndar bxiizt við, að afgangur verði á viðskiptum þeirra við önnur lönd á næsta ári. Þótt þannig beri nokk- urn skugga á efnahagsástandið í heiminum, hefur það óneitanlega hatnað að mun á þessu ári. Mörg ríki eru raunar enn að ldjást við þann vanda að koma á jafnvægi i efnahagsmálum eftir umrót áranna
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Þjóðarbúskapurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðarbúskapurinn
https://timarit.is/publication/1367

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.