Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1977, Side 15
13
gals. Ef þessar aðgerðir breiðast út, gætu þær dregið máttinn úr
endurbatanum í utanríkisverzlun og þar með hagvexti i heiminum,
sem gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir Islendinga ekki siður en
aðrar þjóðir. Með þessum fyrirvara verður þó reiknað með svipaðri
hækkun útflutningsverðs og innflutningsverðs á næsta ári, eða 7—8%
i erlendri mynt.
Útflutningsframleiðslan i heild er talin geta aukizt um 2—3% á
árinu 1978. Heildarsjávarafli landsmanna eykst mjög mikið á þessu
ári og er talinn verða um 1 350 þús. tonn, einkum vegna mikils
loðnuafla. Þorskafli íslendinga verður sennilega nálægt 315 þús. tonn-
um i ár en þorskafli erlendra skipa a. m. k. 10 þús. tonn og yrði
heildarþorskaflinn á íslandsmiðum þvi um 325 þús. tonn eða um 20
þús. tonnum minni en á árinu 1976. Enn mun verða dregið úr sókn
erlendra skipa á miðin við ísland á næsta ári og sé gert ráð fyrir,
að takmarkanir á sókn innlendra skipa verði fremur hertar en léttar,
gæti þorskafli Islendinga orðið svipaður og í ár eða um 315 þús.
tonn. Afli botnfisktegunda annarra en þorsks verður að líkindum
nálægt 165 þús. tonnum i ár og að öllu óbreyttu svipaður á næsta ári.
Ileildarþorskaflinn yrði þvi nokkru meiri en Hafrannsóknastofnunin
hefur lagt til. Þessi afli virðist þó geta samræmzt þeirri fiskveiðistefnu
að styrkja þorskstofninn smám saman með minnkandi sókn, þannig
að þorskaflinn verði næstu 3—4 árin takmarkaður við 290—320 þús.
tonn á ári. Þessi skoðun er reist á framreikningi þorskafla næstu fimm-
tón til tuttugu árin. Reikningsaðferðin og öll gögn eru i fullu samræmi
við aðferðir og tölur Hafrannsóknastofnunar, en hins vegar gert ráð
fyrir, að endurreisn hrygningarstofns og hagkvæmri nýtingu þorsk-
stofnsins verði náð með sóknarminnkun í áföngum á næstu sjö árum,
en ekki í einu vetfangi.
Loðnuveiðar hafa gengið mjög vel á þessu ári. Á vetrarvertíð veidd-
ust um 550 þús. tonn af loðnu og ætla má, að aflinn á sumar- og
haustvertiðinni verði a. m. k. 250 þús. tonn. Loðnustofninn er talinn
mjög sterkur um þessar mundir og skilyrði til móttöku- og vinnslu
loðnunnar hafa verið bætt að undanförnu. Á þessum forsendum
svnist mega vænta jafnmikils og ef til vill meiri loðnuafla 1978 en
í ár. Veiðar á humri, rækju og hörpudiski verða sem fyrr háðar
kvótum, en ástand þessara stofna virðist nú þannig, að gera má ráð
fyrir nokkurri rýmkun veiðikvóta. Þegar á heildina er litið verður
niðurstaðan sú, að ekki sé fjarri lagi að búast megi við 2—3% afla-
aukningu og að sjávarafurðaframleiðslan aukist að sama skapi.
Horfur um aðra útflutningsframleiðslu benda einnig til um 2%
aukningar 1978. Álframleiðslan verður jafnmikil og í ár, 72 þús.