Þjóðarbúskapurinn

Issue

Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1977, Page 15

Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1977, Page 15
13 gals. Ef þessar aðgerðir breiðast út, gætu þær dregið máttinn úr endurbatanum í utanríkisverzlun og þar með hagvexti i heiminum, sem gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir Islendinga ekki siður en aðrar þjóðir. Með þessum fyrirvara verður þó reiknað með svipaðri hækkun útflutningsverðs og innflutningsverðs á næsta ári, eða 7—8% i erlendri mynt. Útflutningsframleiðslan i heild er talin geta aukizt um 2—3% á árinu 1978. Heildarsjávarafli landsmanna eykst mjög mikið á þessu ári og er talinn verða um 1 350 þús. tonn, einkum vegna mikils loðnuafla. Þorskafli íslendinga verður sennilega nálægt 315 þús. tonn- um i ár en þorskafli erlendra skipa a. m. k. 10 þús. tonn og yrði heildarþorskaflinn á íslandsmiðum þvi um 325 þús. tonn eða um 20 þús. tonnum minni en á árinu 1976. Enn mun verða dregið úr sókn erlendra skipa á miðin við ísland á næsta ári og sé gert ráð fyrir, að takmarkanir á sókn innlendra skipa verði fremur hertar en léttar, gæti þorskafli Islendinga orðið svipaður og í ár eða um 315 þús. tonn. Afli botnfisktegunda annarra en þorsks verður að líkindum nálægt 165 þús. tonnum i ár og að öllu óbreyttu svipaður á næsta ári. Ileildarþorskaflinn yrði þvi nokkru meiri en Hafrannsóknastofnunin hefur lagt til. Þessi afli virðist þó geta samræmzt þeirri fiskveiðistefnu að styrkja þorskstofninn smám saman með minnkandi sókn, þannig að þorskaflinn verði næstu 3—4 árin takmarkaður við 290—320 þús. tonn á ári. Þessi skoðun er reist á framreikningi þorskafla næstu fimm- tón til tuttugu árin. Reikningsaðferðin og öll gögn eru i fullu samræmi við aðferðir og tölur Hafrannsóknastofnunar, en hins vegar gert ráð fyrir, að endurreisn hrygningarstofns og hagkvæmri nýtingu þorsk- stofnsins verði náð með sóknarminnkun í áföngum á næstu sjö árum, en ekki í einu vetfangi. Loðnuveiðar hafa gengið mjög vel á þessu ári. Á vetrarvertíð veidd- ust um 550 þús. tonn af loðnu og ætla má, að aflinn á sumar- og haustvertiðinni verði a. m. k. 250 þús. tonn. Loðnustofninn er talinn mjög sterkur um þessar mundir og skilyrði til móttöku- og vinnslu loðnunnar hafa verið bætt að undanförnu. Á þessum forsendum svnist mega vænta jafnmikils og ef til vill meiri loðnuafla 1978 en í ár. Veiðar á humri, rækju og hörpudiski verða sem fyrr háðar kvótum, en ástand þessara stofna virðist nú þannig, að gera má ráð fyrir nokkurri rýmkun veiðikvóta. Þegar á heildina er litið verður niðurstaðan sú, að ekki sé fjarri lagi að búast megi við 2—3% afla- aukningu og að sjávarafurðaframleiðslan aukist að sama skapi. Horfur um aðra útflutningsframleiðslu benda einnig til um 2% aukningar 1978. Álframleiðslan verður jafnmikil og í ár, 72 þús.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Þjóðarbúskapurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðarbúskapurinn
https://timarit.is/publication/1367

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.