Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1977, Qupperneq 21
19
cinnig, þótt í minna mæli væri. Heimsmarkaðsverð á fiskmjöli og
lýsi var orðið afar hátt í júní, en í júlí og ágúst lækkaði verðið tals-
vert, en hefur svo hækkað aftur. Yerðlag ýmissa mikilvægra frysti-
afurða hefur einnig hækkað enn frekar. I heild er útflutningsverð
sjávarafurða nú að nýju orðið jafnliátt og það varð hæst í júní, eða
um 19% liærra en ársmeðaltalið 1976. Þetta er svipuð hækkun
og nú er búizt við fyrir meðaltal þessa árs. Verð annarrar út-
flutningsvöru mun hækka heldur minna í ár en útflutningsverð
sjávarafurða, og er því gert ráð fyrir, að verðlag útflutningsins
alls hækki að meðaltali um 17—18% í erlendri mynt á árinu 1977.
Gengi krónunnar hefur farið lækkandi þetta ár, einkum nú síðustu
vikurnar eftir gengislækkun mynta Norðurlandanna í september,
og er því reiknað með, að útflutningsverðið í krónum hækki um
nálægt 30% á árinu.
Tekjur og verðlag.
Fyrir undirritun kjarasamninga ASÍ og vinnuveitenda um míðbik
þessa árs voru kauptaxtar allra launþega þegar orðnir 25—26% hærri
en að meðaltali árið 1976. Neyzluvöruverð hafði hækkað að sama
skapi, þannig að kaupmáttur kauptaxta fyrri hluta ársins var mikið
til óbreyttur frá meðaltali ársins 1976.
Nýir kjarasamningar Alþýðusambands íslands og vinnuveitenda
voru sem kunnugt er undirritaðir hinn 22. júní s. 1. Samningarnir ná
til allra stéttarfélaga innan ASl nema sjómannasamtakanna, og gilda
fyrir tímabilið 22. júní 1977 til 1. desember 1978. Meginatriði samn-
inganna eru þessi:
Hækkun samningsbundinna mánaðarlauna:
22. júní 1977 ............................... kr. 18 000
1. desember 1977 .............................. — 5 000
1. júní 1978 .................................. — 5 000
1. september 1978 ............................. — 4 000
Fyrir undirritun kjarasamninganna voru lægstu mánaðarlaun fyrir
dagvinnu innan ASÍ 70 þús. krónur, en þau hækkuðu í 88 þús. krónur
eða um 26% í fyrsta áfanga samninganna. Meðalmánaðarlaun innan
ASÍ voru u. þ. b. 83 þús. krónur fyrir samningana, en hækkuðu með
samningunum um 22% að frátöldum áhrifum sérsamninga. Hér ber
að hafa í huga, að samningsbundnir kauptaxtar kveða á um lágmarks-
laun án nokkurra aukagreiðslna og án alls annars launakostnaðar. 1
flestum tilfellum má hins vegar gera ráð fyrir, að ofan á hina samn-
ingsbundnu taxta komi launaskrið og aðrar aukagreiðslur, auk vakta-