Þjóðarbúskapurinn

Issue

Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1977, Page 22

Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1977, Page 22
20 álags fyrir ákvæðisvinnu i mörgum tilfellum. Enda þótt hinar samn- ingsbundnu krónutöluhækkanir eigi eingöngu við kauptaxta, má gera ráð fyrir, að raunveruleg vinnulaun hækki að sama skapi. Samkvæmt kjarasamningunum eru laun verðtryggð á þann hátt, að fcá og með 1. september 1977 hækka þau ársfjórðungslega samkvæmt sérstakri verðbótavísitölu, sem reiknuð er út einum mánuði áður. Hækkun verðbótavísitölunnar (1. maí — 100.0) um 1 stig hefur i för með sér, að mánaðarlaun hækka um 880 krónur 1. september og 930 krónur 1. desember 1977. Frá og með 1. marz 1978 veldur hækkun verðbótavísitölu jafnmikilli hlutfallshækkun kauptaxta. Hin nýja verð- bótavisitala er leidd af vísitölu framfærslukostnaðar, þannig að í grunni hennar eru öll útgjöld i grundvelli framfærsluvísitölu 1. maí sl., nema áfengis- og tóbaksútgjöld og einnig skal draga frá þá hækkun framfærsluvísitölunnar, er leiðir af hækkun á vinnulið verðlagsgrund- vallar búvöru eftir 1. maí sl. Auk þessara verðtryggingarákvæða kveða hinir nýju kjarasamn- ingar á um greiðslu verðbótaauka til þess að bæta þá töf, sem verður vegna ársfjórðungslegs útreiknings verðbótavísitölu. Yerðbótaaukinn verður fyrst greiddur frá 1. desember 1977, ef sú meðalverðbóta- vísitala, sem gilt hefði á næstliðnu þriggja mánaða tímabili, miðað við að verðlagsbætur hefðu verið greiddar mánaðarlega, er meira en 1% liærri en verðbótavísitala sú, sem í gildi var. Hér er því verið að nálgast þá niðurstöðu, sem fengist með mánaðarlegum verðbótum. Samkvæmt þessu munu mánaðarkauptaxtar hækka um 930 krónur hinn 1. desember fyrir livert 1 stig umfram 1% mörkin, en frá og með 1. marz 1978 verður verðbótaaukinn hlutfallslegur á sama hátt og verðlagsbætur samkvæmt verðbótavísitölu. Verðbóta- aukinn greiðist aðeins 3 mánuði í senn og verður ekki stöðugur hluti launa, þ. e. greiðslu verðbótaauka verður hætt í lok hvers þriggja mánaða tímabils, en þá gæti nýr verðbótaauki tekið við ef meðal- verðbótavísitala næsta þriggja mánaða tímabils á undan reynist meira en 1% liærri en sú verðbótavísitala, sem í gildi var. Auk rammasamnings ASl og vinnuveitenda í júni voru gerðir ýmsir sérsamningar milli hinna ýmsu landssambanda ASÍ og vinnu- veitenda, þar sem kveðið var á um sérstakar kröfur einstakra verka- lýðsfélaga. Samkomulag varð um þessar kröfur á þann hátt, að ígildi 214% meðalhækkunar mánaðarkaupstaxta skyldi ráðstafað innan hvers landssambands til sérstakra hækkana eða lagfæringa. Lildegt er þó, að þessar sérstöku hækkanir hafi orðið nokkru meiri en samkomulag aðila gerði ráð fyrir. Hinn 9. júlí tókust samningar fyrir alla sjómenn á fiskiskipaflot-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Þjóðarbúskapurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðarbúskapurinn
https://timarit.is/publication/1367

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.