Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1977, Qupperneq 22
20
álags fyrir ákvæðisvinnu i mörgum tilfellum. Enda þótt hinar samn-
ingsbundnu krónutöluhækkanir eigi eingöngu við kauptaxta, má
gera ráð fyrir, að raunveruleg vinnulaun hækki að sama skapi.
Samkvæmt kjarasamningunum eru laun verðtryggð á þann hátt, að
fcá og með 1. september 1977 hækka þau ársfjórðungslega samkvæmt
sérstakri verðbótavísitölu, sem reiknuð er út einum mánuði áður.
Hækkun verðbótavísitölunnar (1. maí — 100.0) um 1 stig hefur i för
með sér, að mánaðarlaun hækka um 880 krónur 1. september og
930 krónur 1. desember 1977. Frá og með 1. marz 1978 veldur hækkun
verðbótavísitölu jafnmikilli hlutfallshækkun kauptaxta. Hin nýja verð-
bótavisitala er leidd af vísitölu framfærslukostnaðar, þannig að í
grunni hennar eru öll útgjöld i grundvelli framfærsluvísitölu 1. maí
sl., nema áfengis- og tóbaksútgjöld og einnig skal draga frá þá hækkun
framfærsluvísitölunnar, er leiðir af hækkun á vinnulið verðlagsgrund-
vallar búvöru eftir 1. maí sl.
Auk þessara verðtryggingarákvæða kveða hinir nýju kjarasamn-
ingar á um greiðslu verðbótaauka til þess að bæta þá töf, sem verður
vegna ársfjórðungslegs útreiknings verðbótavísitölu. Yerðbótaaukinn
verður fyrst greiddur frá 1. desember 1977, ef sú meðalverðbóta-
vísitala, sem gilt hefði á næstliðnu þriggja mánaða tímabili, miðað
við að verðlagsbætur hefðu verið greiddar mánaðarlega, er meira
en 1% liærri en verðbótavísitala sú, sem í gildi var. Hér er því
verið að nálgast þá niðurstöðu, sem fengist með mánaðarlegum
verðbótum. Samkvæmt þessu munu mánaðarkauptaxtar hækka um
930 krónur hinn 1. desember fyrir livert 1 stig umfram 1% mörkin,
en frá og með 1. marz 1978 verður verðbótaaukinn hlutfallslegur á
sama hátt og verðlagsbætur samkvæmt verðbótavísitölu. Verðbóta-
aukinn greiðist aðeins 3 mánuði í senn og verður ekki stöðugur hluti
launa, þ. e. greiðslu verðbótaauka verður hætt í lok hvers þriggja
mánaða tímabils, en þá gæti nýr verðbótaauki tekið við ef meðal-
verðbótavísitala næsta þriggja mánaða tímabils á undan reynist
meira en 1% liærri en sú verðbótavísitala, sem í gildi var.
Auk rammasamnings ASl og vinnuveitenda í júni voru gerðir
ýmsir sérsamningar milli hinna ýmsu landssambanda ASÍ og vinnu-
veitenda, þar sem kveðið var á um sérstakar kröfur einstakra verka-
lýðsfélaga. Samkomulag varð um þessar kröfur á þann hátt, að
ígildi 214% meðalhækkunar mánaðarkaupstaxta skyldi ráðstafað
innan hvers landssambands til sérstakra hækkana eða lagfæringa.
Lildegt er þó, að þessar sérstöku hækkanir hafi orðið nokkru meiri
en samkomulag aðila gerði ráð fyrir.
Hinn 9. júlí tókust samningar fyrir alla sjómenn á fiskiskipaflot-