Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1977, Blaðsíða 23
21
anum, og fólu þeir einkum i sér gagngera breytingu á greiðslu
kauptryggingar og aflahluta á bátaflotanum og minni skuttogurum.
Samkvæmt samningunum skulu aflahlutir sjómanna og kauptrygging
reiknast út og greiðast mánaðarlega, en aflahlutir voru skv. fyrri
samningum reiknaðir út og gerðir upp til fulls þrisvar sinnum á
ári í lok liverrar vertíðar. Þessi breyting er talin liafa liæklcað laun
sjómanna að meðaltali um 2—3%. Samningarnir kváðu ennfremur
á um hækkun kauptryggingar um 24% í samræmi við júnísamn-
ingana. Samhliða þessum samningum var algengt fiskverð hækkað
um 20% að meðaltali og iiækkuðu þvi sjómannalaun að meðaltali
um 23%, eða heldur minna en laun landverkafólks i júnísamn-
ingunum.
Kjarasamningum og' kjaraákvörðunum opinberra starfsmanna er
ekki fulllokið. Aðalkjarasamningur Bandalags starfsmanna ríkis og
bæja og fjármálaráðberra gekk úr gildi hinn 30. júní s. 1. en samn-
ingaumleitunum var frestað þangað til um miðjan ágúst. Eftir að
BSRB hafði boðað til vex-kfalls samkvæmt heimild i lögum um kjara-
samninga BSRB frá 1976, lagði sáttanefnd í kjaradeilunni fram
sáttaboð, sem borið var undir allsherjaratkvæði í BSRB. Sáttaboðið
var hins vegar fellt og hófst verkfall BSRB 11. október og stóð unz
samkomulag tókst hinn 25. október. Samkvæmt samningunum hækka
laun i áföngum á samningstímanum, 1. júlí 1977—30. júní 1979, fyrst
um 18% að meðaltali 1. júlí 1977, 3% 1. september og 1%% 1.
desember 1977, og 3% 1. júní og 1. september 1978 og 1. apríl 1979.
Verðtryggingarákvæði samningsins voru hin sömu og í júnísamn-
ingunum að öðru leyti en því, að verðbæturnar verða alltaf hlut-
fallslegar. Sé þess gætt, að launahækkunin í fyrsta áfanga samnings-
ins kom til viðbótar 4% grunnkaupsbækkun 1. júlí og' 6,7% vísi-
töluhækkun launa opinberra starfsmanna 1. júní, má ætla, að meðal-
hækkun launataxta BSRB í fyrsta áfanga hafi verið um 5% umfram
júnísamningana. Hækkunin er þó misjöfn eftir launaflokkum, þar
sem samningunum var öðrum þræði ætlað að aðlaga launakjör
opinberra starfsmanna launum á almennum vinnumarkaði, þar sem
samanburði varð við komið. I kjölfar samninga BSRB tókust samn-
ingar bankamanna — liinir fyrstu skv. samningsréttarlögum þeirra
frá maí s. 1. — og voru samningarnir í aðalatriðum svipaðir samn-
ingum BSRB.
Eftir hina almennu kjarasamninga á miðju ári sömdu Bandalag
háskólamanna og fjármálaráðherra um endurskoðun gildandi aðal-
kjarasamnings þessara aðila. Endurskoðunin fól í sér almenna
hælckun launataxta um 7,5%, sem þá kom til viðbótar 6,7% visitölu-