Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1977, Side 32
30
árið 1977 er talinn verða um 105 milljarðar króna, en heildarvöru-
innflutningurinn um 110 milljarðar króna, og þvi yrði um 5 milljarða
króna lialli á vöruskiptunum við útlönd. Yöruskiptahallinn vrði
því mjög svipaður og í fyrra, en sem lilutfall af þjóðarframleiðslu
gæti hann nú orðið um 1,4% samanborið við 1,8% í fyrra. Þessi
árangur næst eingöngu vegna bata viðskiptakjaranna um 9—10%,
enda er innflutningurinn talinn aukast um 19% að raunverulegu
verðgildi samanborið við 10% aukningu útflutnings.
Viðskiptajöfnuður.
A árinu 1976 breyttust þjónustuviðskiptin talsvert til hins betra
og varð afgangur á þjónustujöfnuðinum í fyrsta sinn frá því árið
1973. Fyrri helming þessa árs var mjög svipaður halli á þjónustu-
jöfnuðinum og á sama tíma í fyrra.1) Búizt er við, að þjóðartekjur
allt árið aukist örar en útgjöld, og því yrði þjónustujöfnuðurinn
hagstæður um e. t. v. 1 milljarð króna. Samkvæmt þessu yrði við-
skiptajöfnuðurinn óhagstæður um 4 milljarða króna, eða 1,2% af
þjóðarframleiðslu samanborið við 1,7% árið 1976.
Greiðslujöfnuður.
Fyrri helming þessa árs var viðskiptajöfnuðurinn við útlönd óhag-
stæður um 4,2 milljarða króna samanborið við 3,1 milljarð króna
á sama tíma i fyrra. Innstreymi erlends lánsfjár gerði þó talsvert
betur en að vega upp viðskiptahallann. Innkomin erlend lán til
langs tima umfram afborganir af slíkum lánum námu 15,8 milljörð-
um króna, en jöfnuður annarra fjármagnshreyfinga var neikvæður
um 5,1 milljarð króna. I heild varð innstreymi fjármagns því um
10,7 milljarðar króna. Heildargreiðslujöfnuðurinn varð því hagstæð-
ur um 6,5 milljarða króna og gjaldeyrisstaðan batnaði að sama
skapi. Fyrri lielming ársins 1976 námu erlendar lántökur 2,3 milljörð-
um króna umfram afborganir, og innstreymi á öðrum fjármagns-
hreyfingum, nam 1,2 milljörðum króna. Fjármagnsjöfnuðurinn var
þvi hagstæður um 3,5 milljarða, eða 0,4 milljörðum króna umfram
viðskiptahallann. Fjármagnshreyfingar fyrri hluta þessa árs hafa
því orðið með allt öðrum hætti en á sama tima í fyrra, og ræðst það
fyrst og fremst af erlendum lántökum. Stafar þessi breyting fjár-
magnsjafnaðarins einkum af því, að erlend lán hafa nú verið tekin
1) Þjónustuviðskiptin við útlönd eru háð mjög miklum árstiðabreytinRum, þannig að
halli er á þjónustujöfnuðinum á fyrsta og fjórða ársfjórðungi, á öðrum ársfjórðungi
eru tekjur og gjöld yfirleitt því sem næst í jöfnuði off á þriðja ársfjórðungi er
yfirleitt talsverður afgangur á þjónustujöfnuðinum.