Þjóðarbúskapurinn

Issue

Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1977, Page 32

Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1977, Page 32
30 árið 1977 er talinn verða um 105 milljarðar króna, en heildarvöru- innflutningurinn um 110 milljarðar króna, og þvi yrði um 5 milljarða króna lialli á vöruskiptunum við útlönd. Yöruskiptahallinn vrði því mjög svipaður og í fyrra, en sem lilutfall af þjóðarframleiðslu gæti hann nú orðið um 1,4% samanborið við 1,8% í fyrra. Þessi árangur næst eingöngu vegna bata viðskiptakjaranna um 9—10%, enda er innflutningurinn talinn aukast um 19% að raunverulegu verðgildi samanborið við 10% aukningu útflutnings. Viðskiptajöfnuður. A árinu 1976 breyttust þjónustuviðskiptin talsvert til hins betra og varð afgangur á þjónustujöfnuðinum í fyrsta sinn frá því árið 1973. Fyrri helming þessa árs var mjög svipaður halli á þjónustu- jöfnuðinum og á sama tíma í fyrra.1) Búizt er við, að þjóðartekjur allt árið aukist örar en útgjöld, og því yrði þjónustujöfnuðurinn hagstæður um e. t. v. 1 milljarð króna. Samkvæmt þessu yrði við- skiptajöfnuðurinn óhagstæður um 4 milljarða króna, eða 1,2% af þjóðarframleiðslu samanborið við 1,7% árið 1976. Greiðslujöfnuður. Fyrri helming þessa árs var viðskiptajöfnuðurinn við útlönd óhag- stæður um 4,2 milljarða króna samanborið við 3,1 milljarð króna á sama tíma i fyrra. Innstreymi erlends lánsfjár gerði þó talsvert betur en að vega upp viðskiptahallann. Innkomin erlend lán til langs tima umfram afborganir af slíkum lánum námu 15,8 milljörð- um króna, en jöfnuður annarra fjármagnshreyfinga var neikvæður um 5,1 milljarð króna. I heild varð innstreymi fjármagns því um 10,7 milljarðar króna. Heildargreiðslujöfnuðurinn varð því hagstæð- ur um 6,5 milljarða króna og gjaldeyrisstaðan batnaði að sama skapi. Fyrri lielming ársins 1976 námu erlendar lántökur 2,3 milljörð- um króna umfram afborganir, og innstreymi á öðrum fjármagns- hreyfingum, nam 1,2 milljörðum króna. Fjármagnsjöfnuðurinn var þvi hagstæður um 3,5 milljarða, eða 0,4 milljörðum króna umfram viðskiptahallann. Fjármagnshreyfingar fyrri hluta þessa árs hafa því orðið með allt öðrum hætti en á sama tima í fyrra, og ræðst það fyrst og fremst af erlendum lántökum. Stafar þessi breyting fjár- magnsjafnaðarins einkum af því, að erlend lán hafa nú verið tekin 1) Þjónustuviðskiptin við útlönd eru háð mjög miklum árstiðabreytinRum, þannig að halli er á þjónustujöfnuðinum á fyrsta og fjórða ársfjórðungi, á öðrum ársfjórðungi eru tekjur og gjöld yfirleitt því sem næst í jöfnuði off á þriðja ársfjórðungi er yfirleitt talsverður afgangur á þjónustujöfnuðinum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Þjóðarbúskapurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðarbúskapurinn
https://timarit.is/publication/1367

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.