Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1977, Blaðsíða 33
31
mun fyrr á árinu en í fvrra, þannig að þessi brevting mun að veru-
legu leyti ganga til baka á síðari bluta ársins.
Fyrir árið allt er því nú spáð, að viðskiptajöfnuðurinn verði svip-
aður og hann var fyrri hluta ársins, en það felur í sér, að jöfnuður
náist í viðskiptunum við útlönd síðari helming ársins. Þá er enn-
fremur búizt við, að innflutningur og útflutningur fjármagns haldist
að mestu levti i hendur síðari hluta árs, en á sama tíma í fyrra var
fjármagnsjöfnuðurinn liagstæður um 4,2 milljarða króna. Allt árið
1977 vrði heildargreiðslujöfnuðurinn því á þessum forsendum nánast
óbreyttur frá fyrra helmingi ársins, en það fæli í sér, að nettógjald-
eyrisstaðan batnaði um 6 milljarða króna á árinu samanborið við
3,4 milljarða króna bata á árinu 1976 (3,7 milljarðar króna reiknað
á gengi ársins 1977). Fyrstu niu mánuði þessa árs batnaði nettó-
gjaldeyrisstaðan urn 4 milljarða króna, og þarf því að batna um 2
milljarða króna til viðbótar síðustu þrjá mánuði ársins, til þess að
spáin gangi eftir. Þetta er svipuð breyting og varð á síðustu þremur
mánuðum ársins 1976, en vafasamara er þó, hvort þetta næst i ár.
Gjaldeyrisforðinn1) hefur aukizt nokkru hægar en nettógjaldeyris-
staðan, þar sem ýmsar skuldir hafa verið greiddar niður. í ágúst-
lok nam gjaldeyrisforðinn 19,1 milljarði króna, sem svaraði til u. þ. b.
10 vikna vöruinnflutnings.
Erlendar skuldir.
í árslok 1976 námu fastar erlendar skuldir þjóðarbúsins 95,9 milljörð-
um króna og var það um 37% af þjóðarframleiðslu þess árs. Þetta
blutfall var um 22% á árinu 1973 og komst í 39% í árslok 1975. Sam-
kvæmt áætlunum Seðlabanlcans verða fastar erlendar skuldir um
129 milljarðar króna í árslok 1977, eða nálægt 36% af þjóðarfram-
leiðslu þessa árs, og hefur hlutfall erlendra skulda af þjóðarfram-
leiðslu því lækkað nokkuð.
Árið 1977 rnunu afborganir og vaxtagreiðslur af föstum erlendum
lánum — að frátöldum lánum hjá A!þjóðagj aldeyrissjóðnum —
nema um 14% af heildarútflutningstekjum. Þetta er sama greiðslu-
byrði og á árinu 1976. Að meðtöldum lánum lijá Alþjóðagjaldeyris-
sjóðnum mun greiðslubyrðin nema 14,7% samanborið við 14,4%
árið 1976. Spár, sem gerðar voru haustið 1976, bentu til þyngri
greiðslubyrði bæði árin 1976 og 1977, en aukning útflutningstekna
1) Með gjaldeyrisstöðu er átt við erlendar eignir Seðlabanka og viðskiptabanka að
frádregnum skuldum við Alþjóðagjaldeyriss.jóðinn og skuldum til skemmri tíma en
árs. Með gjaldeyrisforða er hins vegar átt við gjaldeyriseign Seðlabanka án frá-
dráttar gjaldeyrisskulda.