Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1977, Síða 45
43
1976 var meðalvinnutími á svipuðu stigi og verið hafði 1974. Töl-
ur um meðaldagvinnukaup verkafólks og iðnaðarmanna í Reykja-
vík og nágrenni leiða ennfremur í ljós hækkun umfram kau}i-
taxta á þessu tímabili og sama gildir raunar um opinbera starfs-
menn. 1 heild eru atvinnutekjur á mann taldar hafa aukizt um 32%
að meðaltali 1976. Tekjur sjómanna hækkuðu liins vegar mun meira
eins og áður gat eða um 43%. Tekjur, aðrar en laun, svo sem bætur
almannatrygginga, hækkuðu nokkru meira en atvinnutekjur, og heild-
arbrúttótekjur einstaklinga eru því taldar liafa aukizt um 34—35%,
eða sem jafngildir þriðjungs hækkun tekna á mann. Nokkru meiri
hækkun beinna skatta olli því, að ráðstöfunartekjur heimilanna
jukust heldur minna en hrúttótekjur eða um 34% á árinu 1976.
Verðlag.
Þótt verulega hafi liægt á hraða verðbólgunnar á árinu 1976 voru
verðlagshækkanir enn mjög mildar. Vísitala framfærslukostnaður
liækkaði að meðaltali um 32% 1976 samanborið við 49% hækkun
1975 og 43% hækkun 1974. Ef miðað er við hraða verðbólgunnar
frá uppliafi til loka árs er munurinn milli áranna 1975 og 1976 þó
minni, en þannig hækkaði framfærslukostnaður um 32% á árinu
1976, samanborið við 37% hækkun 1975 og 53% 1974. Byggingar-
kostnaður hækkaði mun minna en verðlag á neyzluvörum 1976, eins
og raunar 1975, gagnstætt því sem var á árunum 1972—1974. Vísitala
byggingarkostnaðar hækkaði um 23,5% að meðaltali 1976, saman-
horið við 42% hækkun 1975 og 52% hækkun 1974. Frá upphafi til
loka árs 1976 hækkaði byggingarvísitala hins vegar um fjórðung,
eða heldur meira en að meðaltali milli 1975 og 1976. Verðlag einka-
neyzlunnar liækkaði um 30% 1976, 49% 1975, en verðlag þjóðar-
framleiðslunnar var 35% liærra á árinu 1976 en 1975, samanborið
við 39% hækkun milli 1974 og 1975. Vegna gengissigs íslenzku krón-
unnar á árinu 1976 hækkaði meðalverð erlends gjaldeyris um 13%,
samanborið við 56,5% hækkun 1975.
kaupmdttur telcna.
Miðað við vísitölu framfærslukostnaðar rýrnaði kaupmáttur kaup-
taxta allra launþega um 4%% að meðaltali 1976, samanborið við
15% lækkun árið áður. Kaupmáttur heildaratvinnutekna jókst hins
vegar lítillega, ef miðað er við hækkun neyzluvöruverðlags, en á
mann rýrnaði kaupmáttur atvinnutekna um 1% að meðaltali 1976
samanhorið við 12% minnkun á árinu 1975. Kaupmáttur ráðstöfunar-