Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1977, Side 58
56
þ. e. 18% almennur söluskattur í stað 13% áöur, sem —- að frá-
dregnum hluta jöfnunarsjóðs — rennur í ríkissjóð, auk 1% sölu-
skattsauka, sem rennur óskiptur til ríkissjóðs, og 1% olíugjalds.
Með þessari breytingu eykst hlutdeild Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga
í söluskattstekjum úr 8% af hinum 13% almenna söluskatti í
8% af hinum 18% almenna söluskatti. Jafnframt var verkefna-
skiptingu ríkis og' sveitarfélaga breytt með tilfærsiu útgjalda frá
ríki til sveitarfélaga í samræmi við auknar söluskattstekjur þeirra.
2) Álagning 12% sérstaks vörugjalds, sem ákveðin var með bráða-
birgðalögum i júlí, var framlengd út árið 1976 en gjaldið lækkað
í 10% frá 1. janúar og í 6% frá 1. september.
3) Sveitarfélögum var gert að innheimta 1% sjúkratryggingagjald af
útsvarsskyldum tekjum og skal það fé renna til sjúkrasamlaganna
(lög nr. 95/1975).
4) Fasteignamat vegna álagningar eignarskatts var 2,7-faldað, en
það hafði verið óbreytt síðan 1972. Skattstiga í eignarskatti ein-
staklinga var breytt þannig, að nettóskattgjaldseign 2 m.kr. og
lægri verður undanþegin eignarskatti (var 1 m.kr. áður), en af
skattgjaldseign yfir 3,5 m.kr. (í stað 2 m.kr.) greiðist 1% eignar-
skattur (lög nr. 97/1975). Álagning eignarskatts var talin tvöfald-
ast árið 1976 vegna þessara breytinga.
5) Skattvísitala var hækkuð um 25% í samræmi við áætlaða tekju-
hækkun einstaklinga á árinu 1975.
6) Ríkisstjórninni var heimiluð 5% lækkun þeirra útgjalda, sem
bundin eru í annarri löggjöf en fjárlögum.
Ákveðið var, að á árinu 1976 skvldi álag á fasteignamat hækkað
úr 100% í 173%, en álag þetta gildir eingöngu fyrir fasteignamat
sem gjaldstofn fasteignaskatts.
1976.
Fébrúar.
Álagning 1% olíugjalds af söluslcattstofni var framlengd til febrúar-
loka 1977.
Ný löggjöf um Stofnfjársjóð fiskiskipa og útflutningsgjöld sett í
kjölfar hrcytinga á sjóðakerfi sjávarútvegsins (sjá kaflann um tekju-
ákvarðanir í sjávarútvegi).
Innflutningsgjald af gas- og brennsluolíu, kr. 1,33 pr. kg, tekið upp
með Iögum nr. 6/1976. Tekjur af þessu gjaldi voru áætlaðar 450
m.kr. á ári og kemur gjaldið í stað söluskatts af olíu til fiskiskipa.