Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1977, Blaðsíða 69
67
fram yfir ákveðin mörk — rauðu strikin svonefndu — skyldu
laun hækka hlutfallslega einum mánuði síðar og sem umfram-
hækkuninni næmi. Samkvæmt þessu skyldi bæta hækkanir fram-
færsluvísitölu umfram
a) 9,9% frá 1. febrúar til 1. júni 1976.
b) 5,2% frá 1. júní til 1. október 1976.
c) 4,4% frá 1. október til 1. febrúar 1977.
I tengslum við kjarasamninga tókst samkomulag milli ASÍ og vinnu-
veitenda um málefni lífeyrissjóða á samningssviði aðila. Skv. sam-
komulaginu taka lífeyrissjóðirnir, sem hlut eiga að máli, að sér að
verðtryggja lífeyri, sem greiddur er skv. lögum nr. 63/1971 um
eftirlaun til aldraðra félaga i stéttarfélögum. Samkomulagið hafði
i för með sér mikla hækkun þessa lifeyris, en forsenda þess var, að
líkisstjórnin heitti sér fyrir breytingum á lögunum nr. 63/1971 svo og
breytingu á almannatryggingalögum til þess að þessi hækkun líf-
eyrisgreiðslna ylli yfirleitt ekki lækkun tekjutryggingar (sjá kaflann
um fjármál—skattamál, maí 1976).
Dagana 29. febrúar og 1. marz voru undirritaðir nýir kjarasamningar
sjómanna á fiskiskipaflotanum og útvegsmanna (sjá kaflann um
tekjuákvarðanir í sjávarútvegi).
Marz.
Hinn 9. marz varð samkomulag milli BHM og ríkisins um endur-
skoðun gildandi kjarasamnings í kjölfar samninga ASl og vinnu-
veitenda í febrúar. Samkomulag varð um 6% launahækkun frá 1.
marz.
Hinn 9. marz var undirritaður annar samningur BHM og ríkisins
um endurskoðun lcjarasamningsins frá 9. desember 1975, sem taka
atti gildi 1. júlí 1976. Samkomulag varð um áfangahækkanir launa
(6% 1. júli 1976, 6% 1. október, 5% 1. febrúar 1977 og 4% 1. júlí
1977) og verðbótaákvæði i liátt við febrúarsamninga ASÍ og vinnu-
veitenda.
Hinn 10. marz varð samkomulag milli BSBB og ríkisins um endur-
skoðun gildandi kjarasamnings í hátt við febrúarsamningana um
láglaunahækkun og 6% almenna launahækkun 1. marz.
A príl.
Hinn 1. apríl var undirritaður nýr kjarasamningur BSRB og rikisins
fyrir tímabilið 1. júlí 1976—30. júní 1978; samningsákvæði um launa-