Skessuhorn


Skessuhorn - 25.11.2015, Side 6

Skessuhorn - 25.11.2015, Side 6
MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 20156 Bændafundur í kvöld VESTURLAND: Búnað- arsamtök Vesturlands boð- uðu um síðustu helgi til al- menns bændafundar á Hót- el Borgarnesi. Fer fundur- inn fram í kvöld, miðviku- dag klukkan 20:30. Þar á að ræða nýja búvörusamn- inga sem enn eru í vinnslu. Forystumenn bænda verða með framsögu og umræður verða í kjölfarið. –mm Jólamarkaður í Nesi BORGARFJ: Árlegur jóla- markaður verður haldinn í gömlu hlöðunni í Nesi í Reykholtsdal laugardag- inn 5. desember frá klukk- an 13 – 17. Yfir 20 sölubás- ar verða á staðnum þar sem boðið verður fram hand- verk og matvara úr héraði. „Bændur frá Laufskálum, Erpsstöðum, Glitstöðum, Háafelli, Kjalvararstöð- um, Rauðsgili, Bjarteyj- arsandi og Sólbyrgi verða meðal þátttakenda. Hespa, Íslandus, Jónína Óskars, Kolbeinn Konráðs, Muu- rikka, Ósk Maren, Steðji, Sælkerasinnep, Kristín Jóns og Sigga Dóra selja af- bragðs vöru. Skógarbænd- ur á Vesturlandi verða með heitt á könnunni, Kvenfé- lag Reykdæla selur laufa- brauð,“ segir í tilkynningu frá Framfarafélagi Borg- firðinga sem stendur fyr- ir viðburðinum. Kaffi- sala verður á vegum Ung- mennafélags Reykdæla og Freyjukórinn syngur. Nú þegar er talað um að mark- aður ársins verði glæsilegri en nokkru sinni fyrr. -mþh Bókaði um Brjánslækjar- höfn REYKH: Eins og kunn- ugt er þá siglir flóabát- urinn Baldur yfir Breiða- fjörð á milli Stykkishólms og Brjánslækjar. Á fundi í hafnarstjórn Vesturbyggð- ar 17. nóvember lét Val- geir Davíðsson bóka þá skoðun sína að Brjánslækj- arhöfn sé nú orðin flösku- háls inn og út úr Vestur- byggð. Í bókuninni segir svo: „Það lítur út fyrir að ferðamönnum fjölgi gríð- arlega og verði komnir í 2 milljónir árið 2018 og eru Vesturland og Vestfirð- ir heitustu staðir landsins skv. könnunum hjá ferða- mönnum. Þessi fjölgun og gríðarleg aukning í fram- leiðslu í fiskeldi hjá Dýr- fiski og Fjarðalax úr 6.000 tonnum í 19.000 tonn kallar á gífurlega aukn- ingu í fiskflutningum, upp á rúm 300% fyrir utan það sem Arnarlax kemur til með að flytja þannig að aukning á flutningi í fisk- eldi getur numið allt að 7-800% aðra leiðina svo þarf fiskurinn eitthvað að éta þar verður líka mikil aukning í flutningi á fóðri og á ýmsum vörum tengd fiskeldi þannig að aukn- ing á vörum fram og til- baka tengt fiskeldi getur jafnvel aukist um eitt til tvö þúsund prósent. Ég tel að allir sem hér sitja viti að aðstaða til smá- bátaútgerðar á Brjánslæk er til skammar. Að mínu viti getum við ekki beð- ið lengur. Við verðum að geta tekið við ferðamönn- um, að þeir hætti ekki við að koma hingað út af veg- um og einnig vegna öng- þveitis sem skapast við alla þessa aukningu á fólki og miklum vöruflutningum sem þurfa að komast hratt og örugglega leiðar sinn- ar til að skapa verðmæti.“ Valgeir vill að endurbætur á Brjánslækjarhöfn verði settar á fjárhagsáætlun Vesturbyggðar 2016. -mþh Ragnar og Ásgeir hætta í Hólminu STYKKISH: Stykkis- hólmspósturinn greinir frá því að skrifað hafi verið undir sölu á rekstri flutn- ingafyrirtækisins Ragn- ars og Ásgeirs í Stykkis- hólmi. Það er fyrirtæk- ið B. Sturluson í Stykk- ishólmi sem er kaupandi. Breytingarnar taka gildi um næstu mánaðamót. Af- greiðslustaðir í Reykjavík verða þeir sömu og hing- að til og mun starfsemi í Stykkishólmi verða á svip- uðum nótum og fram til þessa. -mþh Gamla íbúðarhúsið á Syðra Lágafelli í Eyja- og Miklaholtshreppi brann síðastliðinn mánudag. Slökkvilið Snæfellsbæjar og lögreglan á Vestur- landi fengu boð fyrir hádegi um að eldur væri laus í húsinu. Eins og sést á meðfylgjandi myndum var ekki hægt að bjarga húsinu sem er ónýtt eftir brunann. Húsið hefur undan- farin mörg ár verið nýtt sem sumar- hús og var það mannlaust þegar eld- urinn kom upp. „Þetta var hugsanlega elsta stein- húsið í sveitinni, byggt 1928 – 1930 eða þar um bil og mikill sjónarsvipt- ir að því. Það var búið að taka það í gegn að innan og gera mjög nota- legt. Húsið hefur verið eins konar ættaróðal, í eigu og nýtt af nokkr- um fjölskyldum sem eru afkom- endur þeirra sem bjuggu eina tíð á jörðinni. Eflaust hafði bæði hús- ið og innanstokksmunir mikið til- finningalegt gildi. Það er alltaf eft- irsjá þegar svona hús eyðileggjast,“ segir Eggert Kjartansson oddviti í Eyja- og Miklaholtshreppi en hann var einn þeirra sem fyrstir komu að eldsvoðanum og áður en slökkvi- lið kom á vettvang. „Það voru tré- gólf í milli hæða í húsinu og þetta brann allt. Það stendur ekkert eft- ir nema veggirnir. Eldsupptök eru ókunn, það var enginn í húsinu um helgina svo kannski var þetta út frá rafmagni en við vitum ekkert um það,“ segir Eggert. Hann vill koma á framfæri þökkum til slökkviliðs- manna. „Eyja- og Miklaholthreppur er með samning við slökkvilið Borg- arbyggðar. Hér sáum við hins veg- ar hvernig slökkviliðin á Vesturlandi geta unnið saman og gera það þeg- ar á bjátar. Fyrstir á vettvang voru slökkviliðsmenn frá Stykkishólmi. Það komu líka menn frá slökkviliði Snæfellsbæjar. Slökkvilið Borgar- byggðar kom með tankbíl frá Borg- arnesi sem reyndist afar vel við að slökkva eldinn.“ mþh/mm/ Ljósm. iss Gamal íbúðarhús ónýtt eftir bruna Vestlendingarnir Sigrún Ámunda- dóttir, Bryndís Guðmundsdótt- ir og systurnar Berglind og Gunn- hildur Gunnarsdætur héldu nýver- ið til Ungverjalands með landsliði Íslands og mættu Ungverjalandi í undankeppni EM 2017. Ungverska landsliðið reyndist of stór biti fyr- ir þær íslensku sem þurftu að sætta sig við tap, 72-50. Á meðan dvöl- inni stóð fékk landsliðið góðan gest því Kristen McCarthy, sem varð Ís- landsmeistari með Snæfelli í fyrra, kíkti í heimsókn á hótelið þar sem landsliðið dvaldi. Kristen leikur nú sem atvinnumaður í Rúmeníu. Systurnar Gunnhildur og Berg- lind leika báðar með Snæfelli og þekkja vel til Kristen. Þær virðast hafa verið undirbúnar heimsókn- inni því þær færðu Kristen slátur og ýmislegt annað ís- lenskt góðgæti að gjöf auk forláta lopapeysu. Í viðtali við Skessuhorn síðast- liðið vor lét Krist- en einstaklega vel af Íslandsdvöl sinni og augljóst mál að hún hefur lært að meta ým- islegt sem íslenskt má kalla meðan hún bjó í Stykkis- hólmi og lék með Snæfelli. kgk Færðu gömlum liðsfélaga slátur og lopapeysu Gunnhildur, Kristen í lopapeysunni og Berglind. Ljósm. karfan.is.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.