Skessuhorn


Skessuhorn - 25.11.2015, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 25.11.2015, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 20156 Bændafundur í kvöld VESTURLAND: Búnað- arsamtök Vesturlands boð- uðu um síðustu helgi til al- menns bændafundar á Hót- el Borgarnesi. Fer fundur- inn fram í kvöld, miðviku- dag klukkan 20:30. Þar á að ræða nýja búvörusamn- inga sem enn eru í vinnslu. Forystumenn bænda verða með framsögu og umræður verða í kjölfarið. –mm Jólamarkaður í Nesi BORGARFJ: Árlegur jóla- markaður verður haldinn í gömlu hlöðunni í Nesi í Reykholtsdal laugardag- inn 5. desember frá klukk- an 13 – 17. Yfir 20 sölubás- ar verða á staðnum þar sem boðið verður fram hand- verk og matvara úr héraði. „Bændur frá Laufskálum, Erpsstöðum, Glitstöðum, Háafelli, Kjalvararstöð- um, Rauðsgili, Bjarteyj- arsandi og Sólbyrgi verða meðal þátttakenda. Hespa, Íslandus, Jónína Óskars, Kolbeinn Konráðs, Muu- rikka, Ósk Maren, Steðji, Sælkerasinnep, Kristín Jóns og Sigga Dóra selja af- bragðs vöru. Skógarbænd- ur á Vesturlandi verða með heitt á könnunni, Kvenfé- lag Reykdæla selur laufa- brauð,“ segir í tilkynningu frá Framfarafélagi Borg- firðinga sem stendur fyr- ir viðburðinum. Kaffi- sala verður á vegum Ung- mennafélags Reykdæla og Freyjukórinn syngur. Nú þegar er talað um að mark- aður ársins verði glæsilegri en nokkru sinni fyrr. -mþh Bókaði um Brjánslækjar- höfn REYKH: Eins og kunn- ugt er þá siglir flóabát- urinn Baldur yfir Breiða- fjörð á milli Stykkishólms og Brjánslækjar. Á fundi í hafnarstjórn Vesturbyggð- ar 17. nóvember lét Val- geir Davíðsson bóka þá skoðun sína að Brjánslækj- arhöfn sé nú orðin flösku- háls inn og út úr Vestur- byggð. Í bókuninni segir svo: „Það lítur út fyrir að ferðamönnum fjölgi gríð- arlega og verði komnir í 2 milljónir árið 2018 og eru Vesturland og Vestfirð- ir heitustu staðir landsins skv. könnunum hjá ferða- mönnum. Þessi fjölgun og gríðarleg aukning í fram- leiðslu í fiskeldi hjá Dýr- fiski og Fjarðalax úr 6.000 tonnum í 19.000 tonn kallar á gífurlega aukn- ingu í fiskflutningum, upp á rúm 300% fyrir utan það sem Arnarlax kemur til með að flytja þannig að aukning á flutningi í fisk- eldi getur numið allt að 7-800% aðra leiðina svo þarf fiskurinn eitthvað að éta þar verður líka mikil aukning í flutningi á fóðri og á ýmsum vörum tengd fiskeldi þannig að aukn- ing á vörum fram og til- baka tengt fiskeldi getur jafnvel aukist um eitt til tvö þúsund prósent. Ég tel að allir sem hér sitja viti að aðstaða til smá- bátaútgerðar á Brjánslæk er til skammar. Að mínu viti getum við ekki beð- ið lengur. Við verðum að geta tekið við ferðamönn- um, að þeir hætti ekki við að koma hingað út af veg- um og einnig vegna öng- þveitis sem skapast við alla þessa aukningu á fólki og miklum vöruflutningum sem þurfa að komast hratt og örugglega leiðar sinn- ar til að skapa verðmæti.“ Valgeir vill að endurbætur á Brjánslækjarhöfn verði settar á fjárhagsáætlun Vesturbyggðar 2016. -mþh Ragnar og Ásgeir hætta í Hólminu STYKKISH: Stykkis- hólmspósturinn greinir frá því að skrifað hafi verið undir sölu á rekstri flutn- ingafyrirtækisins Ragn- ars og Ásgeirs í Stykkis- hólmi. Það er fyrirtæk- ið B. Sturluson í Stykk- ishólmi sem er kaupandi. Breytingarnar taka gildi um næstu mánaðamót. Af- greiðslustaðir í Reykjavík verða þeir sömu og hing- að til og mun starfsemi í Stykkishólmi verða á svip- uðum nótum og fram til þessa. -mþh Gamla íbúðarhúsið á Syðra Lágafelli í Eyja- og Miklaholtshreppi brann síðastliðinn mánudag. Slökkvilið Snæfellsbæjar og lögreglan á Vestur- landi fengu boð fyrir hádegi um að eldur væri laus í húsinu. Eins og sést á meðfylgjandi myndum var ekki hægt að bjarga húsinu sem er ónýtt eftir brunann. Húsið hefur undan- farin mörg ár verið nýtt sem sumar- hús og var það mannlaust þegar eld- urinn kom upp. „Þetta var hugsanlega elsta stein- húsið í sveitinni, byggt 1928 – 1930 eða þar um bil og mikill sjónarsvipt- ir að því. Það var búið að taka það í gegn að innan og gera mjög nota- legt. Húsið hefur verið eins konar ættaróðal, í eigu og nýtt af nokkr- um fjölskyldum sem eru afkom- endur þeirra sem bjuggu eina tíð á jörðinni. Eflaust hafði bæði hús- ið og innanstokksmunir mikið til- finningalegt gildi. Það er alltaf eft- irsjá þegar svona hús eyðileggjast,“ segir Eggert Kjartansson oddviti í Eyja- og Miklaholtshreppi en hann var einn þeirra sem fyrstir komu að eldsvoðanum og áður en slökkvi- lið kom á vettvang. „Það voru tré- gólf í milli hæða í húsinu og þetta brann allt. Það stendur ekkert eft- ir nema veggirnir. Eldsupptök eru ókunn, það var enginn í húsinu um helgina svo kannski var þetta út frá rafmagni en við vitum ekkert um það,“ segir Eggert. Hann vill koma á framfæri þökkum til slökkviliðs- manna. „Eyja- og Miklaholthreppur er með samning við slökkvilið Borg- arbyggðar. Hér sáum við hins veg- ar hvernig slökkviliðin á Vesturlandi geta unnið saman og gera það þeg- ar á bjátar. Fyrstir á vettvang voru slökkviliðsmenn frá Stykkishólmi. Það komu líka menn frá slökkviliði Snæfellsbæjar. Slökkvilið Borgar- byggðar kom með tankbíl frá Borg- arnesi sem reyndist afar vel við að slökkva eldinn.“ mþh/mm/ Ljósm. iss Gamal íbúðarhús ónýtt eftir bruna Vestlendingarnir Sigrún Ámunda- dóttir, Bryndís Guðmundsdótt- ir og systurnar Berglind og Gunn- hildur Gunnarsdætur héldu nýver- ið til Ungverjalands með landsliði Íslands og mættu Ungverjalandi í undankeppni EM 2017. Ungverska landsliðið reyndist of stór biti fyr- ir þær íslensku sem þurftu að sætta sig við tap, 72-50. Á meðan dvöl- inni stóð fékk landsliðið góðan gest því Kristen McCarthy, sem varð Ís- landsmeistari með Snæfelli í fyrra, kíkti í heimsókn á hótelið þar sem landsliðið dvaldi. Kristen leikur nú sem atvinnumaður í Rúmeníu. Systurnar Gunnhildur og Berg- lind leika báðar með Snæfelli og þekkja vel til Kristen. Þær virðast hafa verið undirbúnar heimsókn- inni því þær færðu Kristen slátur og ýmislegt annað ís- lenskt góðgæti að gjöf auk forláta lopapeysu. Í viðtali við Skessuhorn síðast- liðið vor lét Krist- en einstaklega vel af Íslandsdvöl sinni og augljóst mál að hún hefur lært að meta ým- islegt sem íslenskt má kalla meðan hún bjó í Stykkis- hólmi og lék með Snæfelli. kgk Færðu gömlum liðsfélaga slátur og lopapeysu Gunnhildur, Kristen í lopapeysunni og Berglind. Ljósm. karfan.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.