Skessuhorn


Skessuhorn - 25.11.2015, Síða 28

Skessuhorn - 25.11.2015, Síða 28
MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 201528 Emil Freyr Emilsson er þrítug- ur skipstjóri í Snæfellsbæ. Hann er fæddur 1985 á fæðingadeildinni á Akranesi en hefur dvalið allan sinn aldur í Ólafsvík eða nágrenni. Emil er við stjórnvölinn á línubátnum Guðbjarti SH. „Ég fór beint á sjó- inn eftir skóla. Mest hef ég verið á litlu bátunum. Þó hef ég verið tvær vertíðir á stórum netabátum. Það var á Örvari SH frá Rifi og síðan Þórsnesi SH frá Stykkishólmi. Síð- an hef ég stundað nám til 1. stigs í skipstjórn við Tækniskólann en það hefur verið í fjarnámi. Pungaprófið svokallaða dugar annars fyllilega á Guðbjart SH. Það gildir fyrir báta upp að 30 tonna stærð en Guð- bjartur er 15 tonn,“ segir Emil. Næstyngstur undir Jökli Þegar við hittum hann heimavið í Ólafsvík er stund milli stríða. Það er bræla á miðunum og ekki hægt að róa sem stendur. Emil hefur þó kíkt á veðurspána og sér það verður lag að halda út næstu nótt. „Við för- um klukkan fjögur. Aflabrögðin eru búin að vera óvenjugóð nú í haust. Núna erum við að fá á bilinu 140 til 200 kíló á balann, nánast allt þorsk. Við löndum á fiskmarkað. Þar hafa verðin verið að lækka þannig að við þurfum þá bara að hafa meira fyrir þessu í staðinn,“ segir Emil og hlær við. Hann upplýsir að þeir séu þrír í áhöfn Guðbjartar. Síðan er beitn- ingarfólk í landi. Aðeins þrítugur að aldri hlýt- ur Emil að teljast með yngri skip- stjórum vestur undir Jökli. „Ég er með þeim yngri já. Það er þó einn yngri skipstjóri en ég hér í Snæ- fellsbæ, Friðþjófur Jóhannsson sem hefur verið með Særif SH. Hann er tveimur árum yngri en ég. Þó var það svo að ég tók við skipstjórn á mínum fyrsta báti 22 ára gamall. Það var rúmar tvær vertíðir á Litla Hamri SH fyrir Sjávariðjuna í Rifi. Við vorum á línuveiðum. Eftir það fór ég á smá flakk og var þá með- al annars á netum á stóru bátunum sem ég nefndi áðan. Ég fékk svo nóg af því og gerðist háseti á Guð- barti SH en tók svo við skipstjórn á honum og er búinn að vera með hann nú í tvö ár.“ Dreymir um að verða fjárbóndi Hann segist sáttur á sjónum. „Mér finnst þetta rosalega flott vinna. Ég væri ekki til í að gera neitt annað,“ segir hann en bætir svo snöggt við að hann gæti hugsað sér að vera bóndi. „Fjárbóndi,“ segir Emil ákveðið. Þó ekki sé óalgengt að fólkið sem býr undir Jökli hafi náin tengsl bæði við hafið og nytjar landsins þar sem saman fer sjósókn og einhvers kon- ar frístundabúskapur, þá kemur Emil blaðamanni þarna eilítið á óvart. Af hverju fjárbóndi? Hann útskýrir það. Þó hann sé uppalinn í Ólafsvík þá er Herdís Leifsdóttir eiginkona hans úr sveit. Hún hefur brennandi áhuga á landbúnaði og þá einkum sauðfjárrækt. Henni hef- ur tekist að smita mann sinn, sjálf- an sjóarann, af áhuganum. „Herdís konan mín er úr sveit. Hún kemur frá bænum Mávahlíð í gamla Fróð- árhreppi sem er við Búlandshöfð- ann Ólafsvíkurmegin. Leifur fað- ir hennar var með búskap þar. Svo veiktist hann. Við hjálpuðum hon- um með búskapinn í eitt ár eftir það en svo neyddist hann til að bregða búi. Þá keyptum við af honum vél- arnar og ætluðum bara að vera með nokkrar kindur að gamni okkar en þetta hefur undið upp á sig,“ seg- ir Emil. Bústofninn stækkar „Fyrst vorum við bara með 15 vetr- arfóðraðar kindur en nú eru þetta orðnir um 80 hausar,“ útskýr- ir Emil. „Við erum ekki með fé í Mávahlið heldur höfum við fjár- stofninn okkar í húsum ásamt öðr- um fjáreigendum úr Snæfellsbæ sem stunda frístundabúskap, hér í Tungu skammt innan við Ólafs- vík. Það er svona 130 fjár í húsun- um samtals.“ Hann viðurkennir að það hafi alltaf blundað einhvers stað- ar í honum að gerast bóndi. „Mér finnst mjög gaman að vera í kring- um búskap. Það er hins vegar dýrt að kaupa jörð og byrja að búa. Það er líka í nógu að snúast hjá okk- ur hjónunum. Við erum með þrjú börn og öll undir sex ára aldri. Ég er líka tölvuvert að heiman þegar það koma tarnir á sjónum. Þó eru þetta ekki nema 15 til 16 róðrar að jafn- aði í hverjum mánuði. Þetta eru da- gróðrar þannig að við komum oft- ast heim á kvöldin þegar við erum á sjó nema þá helst þegar við róum frá Grindavík. Það höfum við gert í apríl og maí. Þá er þetta útilega. Annars stundum við bara heima- miðin hér í kringum Snæfellsnes. Herdís er heimavinnandi og leysir af á leikskólanum en sér svo aðal- lega um sauðféð. Ég hjálpa svo við hin ýmsu verk sem fylgja búskapn- um ef ég er heima.“ Emil Freyr reiknar með því að verða áfram á sjónum. „Það er þó aldrei að vita hvað maður gerir þeg- ar maður verður orðinn þreyttur á volkinu þar. Þá verður það kannski bara búskapurinn,“ segir hann hress í bragði að lokum. mþh Emil Freyr Emilsson skipstjóri og frístundabóndi í Snæfellsbæ: „Það hefur alltaf blundað í mér að verða bóndi“ Emil Freyr fær klippingu þegar hann stoppar við í landi heima í Ólafsvík. Það er Irma Dögg Þorgrímsdóttir sem sér um hárskurðinn. Guðbjartur SH kemur úr róðri að bryggju á Arnarstapa undir stjórn Emil Freys nú í októbermánuði. Búskapurinn blundar í Emil Frey og Herdísi konu hans. Hér er hann fyrir miðju á mynd þar sem hann heldur í hrút úr safni þeirra hjóna. Myndin var tekin á Héraðs- sýningu lambhrúta á Snæfellsnesi nú í haust. Þau hjón Emil Freyr og Herdís Leifsdóttir frá Mávahlíð hafa unnið til verðlauna fyrir hrúta sína. Hér eru þau með verðlaunahrútinn Blika Gosason fyrir tveimur árum síðan. Sjá má fjölmargar skemmtilegar myndir úr fjárræktinni á heimasíð- unni isak.123.is. Þau Emil og Herdís gengu í hjónaband 27. júní í sumar og fór athöfnin fram í Mávahlíð þar sem brúðurin er fædd og uppalin. Hér eru þau ásamt börnum sínum þeim Benóný Ísak, Emblu Marínu og Freyju Naómí. Sala og ráðgjöf S. 540 1100 Lynghálsi, Reykjavík Óseyri, Akureyri Efstubraut, Blönduósi Borgarbraut, Borgarnesi 3. desember.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.