Skessuhorn


Skessuhorn - 25.11.2015, Blaðsíða 32

Skessuhorn - 25.11.2015, Blaðsíða 32
MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 201532 Logi Örn Axel Ingvarsson er ung- ur og efnilegur fimleikamaður úr Hvalfjarðarsveit. Hann byrjaði að æfa fimleika sex ára gamall og hef- ur æft allar götur síðan, fyrst með Fimleikafélagi Akraness en nú æfir hann hópfimleika með Stjörnunni í Garðabæ. „Ég bjó líka í eitt ár í Sví- þjóð og þar prófaði ég áhaldafim- leika í fyrsta sinn en mér finnst hóp- fimleikarnir skemmtilegri. Ég fór að hafa meira vit á þessu eftir árið úti og setti mig betur inn í þetta,“ segir Logi í samtali við Skessuhorn. Hann segir aðstöðuleysi á Akranesi hafa orðið til þess að hann færði sig í Stjörnuna. „Aðstaðan uppi á Skaga leyfði mér ekki að halda áfram. Við fórum þrír strákar og tvær stelpur, því við gátum ekki bætt okkur meira hjá FIMA,“ segir hann. „Það eru til ágætis áhöld þar en það vantar til dæmis almennilega lendingardýnu. FIMA gerði heimagerða gryfju núna í ÞÞÞ húsinu en það gerir ekkert til lengri tíma litið, þegar félagið þarf að færa sig úr því húsnæði,“ heldur Logi áfram og vill meina að Fim- leikafélag Akraness þurfi nauðsyn- lega að fá betra húsnæði. Logi seg- ir aðstöðuna hjá Stjörnunni vera til fyrirmyndar og að félagið búi yfir einum af bestu sölum landsins. Tekur sex tíma að fara á æfingar Logi Örn æfir fjórum sinnum í viku í Garðabæ, í þrjá tíma í senn. Það tekur því dágóðan tíma úr vik- unni að komast til og frá æfingum. „Æfingatíminn er þetta langur af því að það fer klukkutími í upphit- un og teygjur, við græðum lítið á styttri tíma. Ég fer bara á milli með strætó og þetta tekur um sex klukku- tíma í heildina,“ segir hann og tel- ur það lítið mál að verja svo mikl- um tíma í fimleikana, enda er áhug- inn brennandi og æfingarnar hafa skilað sér. Logi Örn var valinn í ís- lenska fimleikalandsliðið sem keppti á Evrópumeistaramóti í Laugardals- höll í fyrra og keppti nýverið fyrir hönd Stjörnunnar á Norðurlanda- móti. „Ég er núna á þeim aldri að ég get bæði keppt með senior og junior liðum. Á Norðurlandamótinu núna keppti ég með senior liði en á næsta ári keppi ég með junior liðinu,“ seg- ir hann ánægður með að stórmót séu haldin á hverju ári. „Það eru reynd- ar stífari æfingar fyrir stórmótin og ef maður kemst í landsliðið, þá fer maður í æfingabúðir. Landsliðsúr- tökurnar byrja tæpu ári fyrir mótin og það er allt saman mjög vel skipu- lagt,“ segir hann. Útivist í uppáhaldi Logi hefur nóg að gera fyrir utan fim- leikana. Hann er nemandi á náttúru- fræðibraut í Fjölbrautaskóla Vestur- lands, stundar nám í Tónlistarskól- anum á Akranesi þar sem hann spil- ar á gítar og er meðlimur í Björgun- arfélagi Akraness. Framtíðardraum- urinn er að komast í hátækniverk- fræði. „Mér finnst fínt í FVA. Það er samt mikil breyting frá Heiðarskóla, þar sem ekki eru nema 90 nemend- ur. Þannig að það var pínu kalt í byrjun en það er að breytast,“ seg- ir hann og brosir. Hann þarf því að skipuleggja tímann sinn vel til að allt gangi upp. „Ég læri á þriðjudögum og fimmtudögum, þegar engar fim- leikaæfingar eru. Svo lauk ég tveim- ur áföngum í ensku á meðan ég var í 10. bekk og er því með fjórar góðar eyður í stundatöflunni, sem ég læri alltaf í.“ Þrátt fyrir miklar annir eru áhugamál Loga mörg. Hann hefur verið í hestamennsku frá fæðingu og undanfarin ár hefur hann verið dug- legur að taka ljósmyndir. „Útivist er samt það besta sem ég geri. Sér- staklega að fara á skíði,“ segir hann og ljómar. Hann segist eyða mest af peningum sínum í útivistarbún- að. „Ég keypti mér til dæmis fjalla- skíði nýlega. Á þeim er hægt að losa um festingarnar og þá eru þau eins og gönguskíði, þá er hægt að ganga hvert sem er og renna sér svo niður. Best er að finna sér púðursnjó, það er æðislegt.“ Logi fer einnig mikið í fjallgöngur og tjaldferðir með vin- um og foreldrum sínum. „Ég tek helst myndir úti í náttúrunni, finnst skemmtilegast að mynda þar. Það er líka gaman að taka upp myndbönd og klippa þau. Til dæmis ætla ég að reyna að búa til skíðamyndband í vetur,“ segir Logi Örn Ingvarsson. grþ Í fimleikum þarf að skipuleggja tímann vel Logi Örn Axel Ingvarsson er liðtækur fimleikamaður úr Hvalfjarðarsveit. Smiðjuvellir 32 - 300 Akranes - Sími 431 5090 - Fax 431 5091 - www.apvest.is Bráðum koma blessuð jólin... Mikið úrval af allskyns gjafavöru Apótek Vesturlands verður með fjölbreytt úrval af allskyns gjafavöru fyrir jólin. Mikið úrval af bað- og ilmvöru auk ýmissa annarra góðra kosta. Komdu og kannaðu úrvalið. Afgreiðslu tími: Virka da ga 9–18 Laugar daga 10–14 Sunnud aga 12–14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.