Skessuhorn


Skessuhorn - 25.11.2015, Síða 34

Skessuhorn - 25.11.2015, Síða 34
MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 201534 Grundfirðingurinn Ingólfur Örn Kristjánsson hefur slegið í gegn hjá norska þriðju deildar knattspyrnu- liðinu Volda IT í Noregi. Ingólfur sem áður hafði spilað með Víkingi Ólafsvík, Grundarfirði og Völsungi hóf ferilinn sem markmaður en er núna betur þekktur fyrir að hrella markverði. Sumarið 2011 spilaði Ingólfur í markinu hjá Grundar- firði og átti stóran þátt í að liðið fór alla leið í úrslitakeppnina í 3. deild það árið. En sumarið eftir langaði hann að breyta til og spila í fram- línunni og gekk það glimrandi vel að hann skoraði 17 mörk í tíu leikj- um með Grundarfirði. Eftir það var ekki aftur snúið og hefur hann spil- að sem framherji síðan. En hvað kom til að Ingólfur ákvað að reyna fyrir sér í Noregi? „Ja, það var þannig að Pétur Heiðar Kristjánsson sem var að þjálfa Dal- vík/Reyni í fyrra hefur mikil tengsl út og hann kom mér í samband við umboðsmann í Noregi,“ seg- ir Ingólfur en hann var búsettur á Akureyri á þessum tíma og var að mæta á nokkrar æfingar hjá Dalvík/ Reyni og Þór. „Haustið 2014 kom þessi umboðsmaður frá Noregi að skoða leikmenn á Norðurlandi og það var settur upp æfingaleikur fyr- ir hann. Þá spilaði KA við saman- safn nokkurra leikmanna af Norð- ur- og Austurlandi og ég tók þátt í þeim leik.“ Eitthvað hefur Ingólf- ur heillað umboðsmanninn því að hann var kominn með tilboð fljót- lega eftir þetta. „Pétur ýtti á mig að prófa þetta og ég sló til.“ Stóð við orð sín Það fór svo þannig að Ingólfi var boðið að mæta til ónefnds þriðju- deildarliðs í Noregi í febrúar á þessu ári en það fór ekki alveg eins og áætlanir stóðu til. „Nei, því að það lið hætti við á síðustu stundu. Ég var búinn að pakka ofaní tösku og nánast á leiðinni út á flugvöll þegar ég fékk símtal um að þeir hefðu hætt við. Umboðsmaðurinn sagði mér að örvænta ekki því hann ætlaði að finna annað lið fyrir mig,“ segir Ingólfur. Umboðsmaðurinn stóð við orð sín því skömmu síðar hringir hann með annað tilboð. „Þá var mér boðið til Volda IT á reynslu og ég fer til þeirra í viku heimsókn í mars. Eitthvað hefur þeim litist vel á mig því að ég var alfarinn út 20. mars en ég þurfti að taka þessa ákvörðun nánast samdægurs þar sem tímabilið var að byrja hjá þeim. Ég fékk vinnu hjá þeim við að þjálfa börn í knattspyrnu,“ segir Ingólfur en það búa á milli 9 og 10 þúsund manns í Volda en þetta er mikill há- skólabær sem er í eins og hálfs tíma akstursfjarlægð frá Álasundi. Brynjar bættist í hópinn Indíana Þórsteinsdóttir unnusta Ingólfs kom svo út til hans í maí og una þau hag sínum vel ytra. Tíma- bilið í Noregi hófst svo í bikarn- um 28. mars og svo byrjaði deild- in 12. apríl. „Ég var smá stund að koma mér inn í þetta og skor- aði fyrsta markið mitt í þriðju um- ferð en eftir það komu þau í röð- um,“ segir Ingólfur og brosir. Það eru spilaðir 26 leikir í þessari deild og spilaði Ingólfur 24 af þeim en hann var tvo leiki í banni. Í þess- um 24 leikjum skoraði hann 17 mörk. „Já, þetta gekk mjög vel hjá mér þó að liðið hafi verið í svolitlu basli mestallt tímabilið.“ En Volda IT voru nýliðar í deildinni og voru í botnbaráttu allan tímann. Annar Grundfirðingur kom svo til þeirra um mitt tímabil en Brynjar Krist- mundsson kom frá Víkingi Ólafs- vík og vænkaðist hagur liðsins tals- vert við það. „Það var fyrir mína tilstilli að Brynjar kom til okkar og náðum við vel saman“ segir Ing- ólfur. Brynjar spilaði tíu leiki og endaði liðið í sjöunda sæti í 14 liða deild með tíu sigra, átta jafntefli og átta töp sem verður að teljast við- unandi árangur. Ingólfur meiddist á hné um mitt tímabil og æfði lítið eftir það og spilaði þjáður alla leik- ina. Hann fór svo í aðgerð á hné eftir tímabilið þar sem hann var með skaddaðan liðþófa en hann ætti að vera klár fyrir næsta tíma- bil. Leikmaður ársins Ingólfur segist hafa fundið fyr- ir áhuga annarra liða í Noregi en ekkert sem hann vill gefa upp. „Það verður bara að koma í ljós. Ég fer út 8. janúar en hvort það verður til Volda eða eitthvað annað kemur í ljós.“ Mörg liðin í þriðju deild- inni eru b-lið sterkari liða. Til að mynda spilaði liðið við Sogndal-2 sem er með stóran heimavöll og kjöraðstæður. „Já, það var oftast skemmtilegast að spila útileikina en mörg þessara liða eru með frá- bæra velli og topp aðstæður. All- ir eru þeir samt með gervigrasvelli af bestu gerð,“ segir Ingólfur en hann hefur ekki spilað á grasi síð- an hann var á Íslandi. Ingólfur var svo valinn leikmaður ársins ásamt því að vera markahæstur hjá liðinu eftir tímabilið. Það verður forvitnilegt að fylgj- ast með hvernig Ingólfi reiðir af á næsta tímabili en hann er staðráð- inn í að vera áfram í Noregi með unnustu sinni og raða inn mörk- unum. tfk Ingólfur Örn Kristjánsson spilar í norsku þriðju deildinni Úr markinu í markaskorun Nýbúinn að skora fyrir Volda IT. Ingólfur Örn á æskuslóðum í Grundarfirði. Gleð ileg j ól og farsæ lt ko mand i ár! Jólag jöf hestamannsins! Forsala miða á Landsmót 2016 stendur yr og lýkur henni 31. desember 2015. Miði er frábær jólag jöf í pakka hestamannsins og þú færð falleg g jafabréf hjá miðasölu www.tix.is send heim. Kauptu jólag jöna núna á www.tix.is www.landsmot.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.