Skessuhorn


Skessuhorn - 25.11.2015, Blaðsíða 36

Skessuhorn - 25.11.2015, Blaðsíða 36
MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 201536 Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is Fallvarnar- búnaður Hjá Dynjanda færðu fallvarnarbúnað sem uppfyllir ströngustu kröfur. Hafðu samband. Við veitum þér faglega aðstoð. Áslaug Þorsteinsdóttir hefur starf- að í Fjöliðjunni á Akranesi í tæpa tvo áratugi. Hún er bæði samviskusöm og dugleg, enda var hún valin starfs- maður ársins hjá Akraneskaupstað fyrir árið 2014. Áslaug, sem er 39 ára gömul, hefur búið á Skaganum meira en helming ævi sinnar en hún ólst upp á Skálpastöðum í Lundarreykjadal í Borgarfirði. „Ég flutti fyrst á Akra- nes til að fara í fjölbraut, þá leigði ég mér bara herbergi úti í bæ,“ segir Ás- laug í samtali við Skessuhorn. Hún ílengdist á Skaganum og segir það fyrst og fremst hafa verið vegna vin- anna sem hún hafi þar eignast. „Ég prófaði að búa aðeins í Reykjavík á meðan ég var í Iðnskólanum að læra fatasaum en það átti ekki við mig að vera í borginni, þannig að ég flutti aftur á Akranes,“ segir hún. Í Fjöl- iðjunni starfar Áslaug mest í dósam- óttökunni. „Mér líkar það mjög vel. Stundum er samt svolítil bensínlykt af dósunum og hún fer í taugarnar á mér. En það er gott að vinna í Fjöl- iðjunni og ég á marga vini þar.“ Kósý á Skaganum Áslaug flutti í íbúð á vegum Ör- yrkjabandalagsins árið 2004 og býr þar enn. Hún hugsar um sig sjálf og líkar vel að búa ein. „Mér finnst gott að búa ein, það er voða kósý að búa á Skaganum. Ef ég verð ein- mana, þá bara finn ég mér eitthvað að gera. Ég nýti kvöldin til að kíkja á Facebook, fylgist með því hvað aðr- ir eru að gera og ég perla aðeins á daginn ef ég er í stuði til þess og ef ég hef tíma,“ segir hún. Áslaug fer allra sinna ferða á hjóli, sama hvern- ig viðrar. Hún fær svo aðstoð frá lið- veislu ef eitthvað meira stendur til. „Liðveislan mín kemur yfirleitt einu sinni í viku og við gerum eitthvað skemmtilegt saman, förum í bíó eða til Reykjavíkur. Annars nota ég hjól- ið, bæði til að fara í vinnuna, á æf- ingar eða út í búð,“ segir hún. Ás- laug á kærasta sem býr í næsta húsi við hana. Það er Guðmundur Örn Björnsson, kallaður Addi. Þau hafa verið saman í fimmtán ár, með hlé- um. „En við erum búin að þekkjast í 28 ár. Mér finnst ég samt stundum einhleyp af því að ég bý ein,“ segir hún brosandi. Mikil hestakona Áslaug er mikill dýravinur og á tvö dýr, gárann Tinna og hryssuna Stemmu. Hún er mikil hestakona og safnar öllu sem tengist hestum, bæði styttum og öðru skrauti. „Ég fékk fyrsta hestinn þegar ég var ellefu ára gömul, tryppi sem mamma og pabbi áttu. Ég elska nærveruna við hest- ana og svo verða þeir svo miklir vinir manns,“ segir Áslaug. Stemmu hefur hún átt síðan 2002. „Ég er í hestaí- þróttunum á sumrin, bara fyrir mig. Þá fæ ég Stemmu í hesthús hing- að á Akranes. Við erum góðar vin- konur og ég fer oft á henni út á El- ínarhöfða, mér líkar vel við þá leið.“ Stemma fer svo í sveitina yfir vetrar- tímann og þá taka önnur verkefni við hjá Áslaugu. Í skammdeginu æfir hún íþróttir og stundar félagsstarfið að Kirkjubraut 40, þar sem hún föndrar. „Ég æfi bæði sund og boccia á vet- urna. Ég keppti í sundi um daginn og bætti mig í báðum greinunum,“ segir Áslaug sem er liðtæk sundkona og hefur meðal annars unnið til gull- verðlauna á Special Olympics. Perlusaumur í uppáhaldi Áslaug er handlagin. Hún bæði teikn- ar, prjónar og stundar perlusaum. „Svo er ég nýbúin að læra að hekla. Ég teiknaði líka þegar ég var yngri en geri minna af því í dag. Kannski helst skrípamyndir af vinnufélögunum,“ segir Áslaug og skellir upp úr. Hún selur svo handverkið sem hún gerir í föndrinu. „Við vorum til dæmis með basar um daginn og þá lét ég ágóð- ann renna í styrktar- og minningar- sjóð Lovísu Hrundar. En núna fer ég að gera eitthvað jólaföndur, ég reyni alltaf að gera eitthvað jólaskraut. Svo gef ég eitthvað af því í jólagjöf,“ segir hún og brosir. Áslaug segist þó hafa mest gaman af perlusauminum, hest- unum og að vera í vinnunni yfir vetr- artímann. „Mér finnst mjög gam- an að vera í dósunum. Ég hlusta líka mikið á tónlist, þá aðallega popptón- list. Í mestu uppáhaldi eru Madonna, Kim Larsen, Stuðmenn, David Bo- wie og UB40,“ heldur Áslaug áfram. Er jólabarn Áslaug er jólabarn og hlakkar til að- ventunnar sem nú fer í hönd. Fram- undan er innanfélagsmót hjá Þjóti í desember, þar sem hún mun keppa í boccia en annars verður jólaund- irbúningurinn í algleymingi. „Ég baka alltaf tvær til þrjár sortir fyr- ir jólin, mér finnst piparkökur best- ar því það kemur svo góð lykt af þeim,“ segir Áslaug sem ver jólun- um í faðmi fjölskyldunnar í Reykja- vík. „Ég er alltaf hjá systur minni á jólunum og kem svo aftur upp á Skaga því ég vinn alltaf á milli jóla og nýárs. Ég veit svo ekki hvað ég geri um áramótin núna, það er óráðið,“ segir Áslaug Þorsteins- dóttir að endingu. grþ Finnst skemmtilegast í vinnunni yfir veturinn Áslaug Þorsteinsdóttir. Áslaug og Stemma eru góðar vinkonur, enda hefur Áslaug átt Stemmu í 13 ár. Hluti af handverki Áslaugar. Munina selur hún, gefur eða geymir fyrir sig sjálfa. Leikandi jólagjöf Gjafakort í Þjóðleikhúsið gleður unga sem aldna, enda ávísun á upplifun og ævintýri. Hafðu samband við miðasölu Þjóðleikhússins í síma 551 1200 eða á midasala@leikhusid.is Töfrastund sem gleymist seint. 19 50 - 20 15 ÞJ Ó Ð LE IK H Ú SI Ð 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.