Skessuhorn


Skessuhorn - 25.11.2015, Síða 40

Skessuhorn - 25.11.2015, Síða 40
MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 201540 Sló í gegn með fiski og frönskum Eins fram kom í upphafi þá stóð Bjarki fyrir rekstri veitingastaðarins Stykkisins í Stykkishólmi. Í sum- ar sem leið vakti svo athygli þegar hann og Jónína Riedel unnusta hans lögðu í að fjárfesta í veitingavagni. Þau fengu pláss fyrir hann við höfn- ina og seldu úr honum djúpsteikt- an fisk með frönskum kartföflum. Þetta er veitingavagninn Finsens fish & chips. Fiskréttir af þessu tagi hafa um áratuga skeið verið afar vinsæll skyndibiti víða í Evrópu. Í stuttu máli sagt þá sló rekstur Fin- sens fish & chips í gegn. Það gekk afar vel þær sumarvikur sem vagn- inn var opinn. Samhliða þessu rak Bjarki pizzustaðinn Stykkið. Að sögn Bjarka er heilmikið að gerast í einstaklingsframtakinu í ferðaþjónustunni í Stykkishólmi. „Skemmtilegt er líka að þetta er nánast allt ungt fólk sem stendur að þessu. Ég held að þetta sé einsdæmi að jafn margt ungt fólk í einu sveit- arfélagi hafi byrjað atvinnurekst- ur á svo skömmum tíma. Grósk- an er mjög mikil. Þetta er magn- að. Ég skal alveg viðurkenna að ég hafði efasemdir um að þetta myndi allt ganga til dæmis í sumar þegar við opnuðum Finsens fish & chips- vagninn. Á sama tíma opnaði veit- ingastaðurinn Skúrinn, það er kaffi- hús í bænum og ýmislegt annað. En ég held að reynslan í sumar hafi sýnt að það hafi verið feikinóg að gera hjá öllum. Það var mikil umferð í Stykkishólmi í sumar og er enn þó svona langt sé liðið á haustið.“ Mannfrek atvinnugrein Aðspurður segir Bjarki að það sem helst hái veitinga- og ferðaþjónust- unni í Stykkishólmi núna sé mann- eklan. „Það er erfitt að finna fólk til vinnu í Stykkishólmi. Manneklan er mikil, sértaklega á sumrin en nú er farið að vanta á veturna líka. Ferða- þjónustunan er mjög mannfrek at- vinnugrein, þar er fátt sem vélar geta gert. Veitingastaðirnir eru farn- ir að hafa opið miklu lengur en áður fram á haustið og jafnvel allan vet- urinn. Árið 2013 var fyrsti veturinn þar sem við höfðum opið á Stykk- inu. Þá vorum við eini veitingastað- urinn sem hafði opið í nokkra mán- uði yfir vetrartímann. Í fyrra vorum við eini veitingastaðurinn sem hafði opið í nóvember, desember og janú- ar. Nú í vetur verður hins vegar opið í Sjávarpakkhúsinu niður við höfn- ina þar sem Sara systir mín ræður ríkjum. Svo opnaði Skúrinn í sum- ar eins og nefndi áðan. Hann verð- ur opinn í vetur. Þar eru flottir hlut- ir að gerast.“ Sjálf ætla þau Bjarki og Jónína að opna Finsen-vagninn aftur í sum- arbyrjun á næsta ári. „Ég ætla að opna beint eftir lokapróf í vor. Það verður þá í lok apríl. Þessi rekstur hentar okkur vel. Hann passar með skólanum og þetta er góður grunn- ur fyrir það að gera eitthvað meira í framtíðinni.“ Atvinnugrein sem er að breyta miklu Þrátt fyrir velgengnina segist Bjarki ekki vita hvort hann leggi ferðaþjón- stuna fyrir sig. „Ég veit ekki hvað verður. Ég er ekki mikið í langtíma- áætlunum. Ferðaþjónustan kraumar alveg í mér en ég hef engar fastmót- aðar hugmyndir um hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór,“ segir Bjarki Hjörleifsson og brosir. „Mikilvægast er fyrst og fremst að vera glaður og sáttur með það sem ég er að gera. Ég vil geta vandað mig. En ég sé mikla framtíð í ferðaþjónustu og er mjög hlynntur henni. Það ætti að gera atvinnugreininni miklu hærra undir höfði en nú er. Hún er að skaffa gífurlegar tekjur fyrir ótrú- lega margt fólk. Ferðaþjónustan er að gerbreyta mannlífi í Stykkishólmi og auðga það á jákvæðan hátt. Fyrir tíu árum labbaði maður um og þekkti alla. Nú fer maður um og heyrir tíu tungumál töluð á röltinu og er alltaf að sjá ný andlit.“ Bjarki segir að þessari grósku fylgi mikil framtakssemi. „Við erum nú með átak um að kynna Stykkishólm meira sem vetraráfangastað en ver- ið hefur. Það eru ýmsar hugmyndir á lofti. Við viljum stefna að því að það verði frítt þráðlaust internet í öllum bænum. Það yrði til mikilla þæginda fyrir ferðafólk. Þetta er þó ekki orðið að veruleika en þetta er í vinnslu. Það er búið að opna heimasíðuna www. visitstykkisholmur.is og þar eru all- ar helstu upplýsingar sem fólk þarf. Síðan er hugsuð sem leiðarvísir í gegnum bæinn og er mjög stílhrein og flott. Ég er bjartsýnn á framtíð- ina,“ segir Bjarki Hjörleifsson. mþh „Ég fór suður í fyrra en Jónína Ridel kærastan mín var þá við nám í París. Þá var ég nýbúinn að kaupa vin minn út úr pizzastaðnum Stykkinu og átti hann því einn og rak hann. En mig langaði til mennta mig og því fór ég suður í Háskóla Íslands. Þar er ég nú á öðru ári í námi til BA prófs í stjórn- málafræði.“ Við hittum Bjarka Hjör- leifsson, athafna- og leikskáld frá Stykkishólmi á kaffihúsi í miðborg Reykjavíkur. Hann kemur beint úr þriggja tíma prófi í stjórnmálasál- fræði og er greinilega feginn að vera laus úr því. Hann er samt ekki óvanur því að hafa nóg að sýsla. Bjarki hefur vakið athygli undanfarin misseri fyr- ir dugnað og útsjónarsemi í veitinga- mennsku í Stykkishólmi. Hann er þó ekki viss um hvort hann leggi það fyrir sig. Lærdómsríkur tími í Ameríku Bjarki segist fæddur og uppalinn í Hólminum. „Ég bjó þar samfellt þar til ég varð 17 ára. Þá fór ég sem skiptinemi til Oregon-fylkis í Banda- ríkjunum og var þar í eitt ár. Það var fjör. Fyrst bjó ég hjá kátum halelúja- hoppurum þar sem ekki var allt sem sýndist. Það var fólk sem gaf sig út fyrir að vera mjög trúað innan kristni en þegar nánar var skoðað mátti al- veg deila um hversu djúpt það risti. Kannski voru þau trúuð fyrir sitt leyti en kristin gildi eins og náunga- kærleikur voru ekki mjög í heiðri höfð á því heimili. Það var alveg á hreinu,“ segir Bjarki og glottir um leið og hann fær sér kaffi. Svo verður hann pínulítið hugsi og dregur keiminn. „Ja, ég svo sem kannski heldur ekki þægasti ungling- ur í heimi. Á endanum var mér bók- staflega hent út af heimilinu án þess að ég hefði neinn annan stað til að búa á eða neitt. Vandalaus í Amer- íku. Það vildi hins vegar svo vel til að ég hafði eignast mjög góða vini. Ég flutti inn á fjölskyldu þeirra. Það var mikið heillaspor og ég hef hald- ið nánum tengslum við það fólk allt fram á þennan dag. Ég fór nú síðast í haust og heimsótti þau, hef farið til þeirra í nokkur brúðkaup og við höf- um mikið samband. Það er dýrmæt vinátta. Eftir á að hyggja þá er gam- an að hugsa til þess að ég fór þarna út, hitti fólk sem ég átti enga samleið með en kynntist svo öðru fólki sem er miklir vinir mínir í dag. Þetta var skemmtileg lífsreynsla.“ Leikritaskáld með mörg járn í eldinum Hann fór aftur heim til Íslands og í Stykkishólm. Þar hófst tímabil at- hafnamennsku og leiklistar. „Ég hef skrifað leikrit. Í þeim hafa alltaf ver- ið undirliggjandi pólitísk element eða samfélagsgagnrýni. Það er samt leyndarmál hvar ég stend í stjórn- málum,“ brosir hann og bætir við að sennilega hafi samfélagsáhuginn þó leitt til þess að hann ákvað að leggja stund á stjórnmálafræði. „Síðasta leikritið sem ég skrif- aði heitir „Lýðræði.“ Það gerist á ruslahaugum og fjallar um lýðræði á þessum ruslahaug en reyndar inn- an gæsalappa. Þetta leikrit var sett upp í Stykkishólmi árið 2014 af leik- félaginu Grímni en svo vill til að ég er formaður þess. Það er ég búinn að vera í ein fimm eða sex ár. Leikfélag- ið hefur sett upp tvö leikrit sem ég hef skrifað. Fyrra leikritið hét „Við dauðans dyr.“ Það var sýnt 2012. Sú uppsetning var hið fullkoma egó- tripp af minni hálfu. Ég var formaður leikfélagsins, skrifaði leikritið, leik- stýrði því og lék í því. Þetta var auð- vitað hálf farsakennt og segir kannski meira um mannekluna í leikfélaginu heldur en allt annað. En þetta gekk alveg upp. Ég hef þó ekki leikið síð- an en haldið áfram að skrifa. Núna er penni minn hins vegar beygður af því að skrifa ritgerðir í háskólanum.“ Bjarki Hjörleifsson leik- og athafnaskáld og stjórnmálafræðinemi frá Stykkishólmi: „Ég vil geta vandað mig“ Bjarki og Jóhanna Riedel á góðri stundu í Finsens fish & chips-vagninum góða í Stykkishólmi þegar hann var nýopnaður í sumar. Góðgætið sem sló í gegn. Fiskur og franskar. Í baksýn sést Finsens-vagninn. Bæði heimamenn og ferðalangar keyptur sé fisk og franskar í stríðum straumum í Stykkishólmi í sumar. Rjómabúið Erpsstaðir framleiðir ýmiskonar ljúfmeti sem hentar í eftirrétti eða bara sem ábætir milli mála Ljúffengur rjómaís margar bragðtegundir • Skyrkonfekt og gómsætir ostar Einnig hið rómaða gamaldags skyr sem hentar vel í ostakökur og deserta Njótið jólanna Gleðileg Jól Gerum okkur glaðan dag um jólin Rjómabúið Erpsstöðum • erpsstaðir.is • rjomabu@simnet.is • 868 0357 S K E S S U H O R N 2 01 3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.