Skessuhorn


Skessuhorn - 25.11.2015, Qupperneq 42

Skessuhorn - 25.11.2015, Qupperneq 42
MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 201542 Á hrossaræktarbúinu Skáney í Reykholtsdal hefur átt sér stað mikil uppbygging undanfarin ár. Blaðamaður kíkti í heimsókn til Hauks Bjarnasonar og Randi Hola- ker en þau hafa verið að bjóða upp á reiðnámskeið og þjálfun á hross- um í nýrri reiðskemmu sem byggð hefur verið á bænum. Haukur hef- ur alltaf búið á Skáney og þar ólst hann upp við hestamennskuna. Það kom því væntanlega engum á óvart þegar hann fór í Hólaskóla og tók stefnuna á framtíð sem tamninga- maður og reiðkennari. Randi kem- ur frá Noregi og er einnig útskrif- uð tamningamaður og reiðkennari frá Háskólanum á Hólum, þar sem þau kynntust. Hún byrjaði sjö ára gömul í reiðskóla og eignaðist sinn fyrsta hest 13 ára gömul og eignast svo sinn fyrsta íslenska hest tveim- ur árum seinna. Kom öllum á óvart og flutti til Íslands Randi lærði hjúkrunarfræði og starfaði sem hjúkrunarfræðingur í tvö og hálft ár. Áhuginn á hest- um var alltaf til staðar og hún átti enn íslenskan hest. „Ég fór á nám- skeið í Noregi hjá Sigrúnu Sigurð- ardóttur. Ég vann svo í framhald- inu hjá Sigrúnu í reiðskólanum tvö sumur í Reykjavík og hestaveikin jókst bara. Ég ákvað að fara aftur til Íslands veturinn 2005 og kynn- ast íslenska hestinum enn betur. Ferðin átti að taka hálft ár en hér er ég enn, tíu árum seinna,” seg- ir Randi og hlær. „ Haustið 2005 fór ég í Háskólann á Hólum og útskrifaðist þaðan sem reiðkenn- ari árið 2008,” segir Randi. „Með námi mínu á Hólum starfaði ég m.a. hjá Antoni Páli Níelssyni og Ingu Maríu Jónínudóttur í Syðra Holti í Svarfaðardal, og þeim Mette Mannseth og Gísla Gísla- syni á Þúfum í Skagafirði.” Allir sem geta setið á hesti geta komið á námskeið á Skáney Randi og Haukur kynntust á Hól- um og fluttu svo saman á Skáney eftir að Haukur útskrifaðist árið 2009. Þau eru bæði búin að ljúka tamninga- og reiðkennaranámi og vinna nú saman á Skáney. Þar eru þau að rækta hross, temja og með reiðkennslu fyrir alla aldursflokka. „Við höfum verið að kenna alveg niður í fjögurra ára gömlum börn- um og alveg upp úr. Það geta allir komið til okkar í reiðkennslu því hér erum við með frábæra aðstöðu og góð hross,” segir Haukur. „Það skiptir okkur miklu máli að hafa hesta sem eru með gott geðslag og við teljum okkur hafa náð því. Hér eru hestar sem allir geta notað og svo erum við einnig með hesta fyrir vanari knapa. Við getum ekki farið að bjóða fólki upp á annað en góð hross þegar það kemur til okkar, hvort sem það er að fá lánuð hross í reiðkennslu eða að kaupa af okk- ur hross sem við erum að rækta,” bætir Randi við. Kenna unglingum í Borgarfirði Reiðkennsla hefur farið vaxandi, enda er komin frábær kennsluað- stöðu og hesthús fyrir allt að 50 hesta á Skáney. „Við erum búin að vera með frumtamninganámskeið í haust en það var þriggja helga námskeið og tókst það mjög vel. Hópar hafa tekið sig saman og sótt kennslu hjá okkur. Einnig hefur verið þónokkuð um að fólk panti sér einkakennslu. Síðustu ár hefur verið í boði fyrir nemendur í ung- lingadeild á Kleppjárnsreykjum og Varmalandi að taka það sem val að koma í knapamerkin hér hjá okkur. Þá erum við með bóklega og verk- lega kennslu og krakkarnir taka eitt knapamerki á ári. Þau börn sem skrá sig í hestamannafélagið Faxa eru styrkt frá félaginu, skólinn sér um kostnað við bóklegu kennsl- una og foreldrarnir borga svo fyrir hluta af verklegri kennslu. Börnin geta fengið hesta hér en geta líka komið með eigin hesta ef þau kjósa það frekar. Knapamerkjanámið er frábært því þar lærir knapinn frá grunnþáttum í merki 1 og upp í merki 5 sem er töluvert krefjandi og nákvæmt nám í reiðmennsku. Það geta því allir tekið þetta val sem vilja, það þarf hvorki að eiga hest né vera vanur hestum,” segja Haukur og Randi. Geta bráðlega tekið á móti hópum í gistingu og reiðkennslu Um framhaldið segja þau að nú sé verið að vinna að gistiaðstöðu í reiðskemmunni. Þar er gert ráð fyrir fjórum herbergjum og svefn- aðstöðu fyrir átta nemendur. Það er þó ekki stefnan að fara út í bændagistingu heldur er aðstaðan ætluð þeim sem koma langt að til að fara á námskeið hjá þeim. „Við stefnum á að auka námskeiðahald. Það er t.d. mikil eftirspurn erlend- is frá fólki sem vill koma á nám- skeið. Vonandi verður aðstað- an klár sem fyrst en fólk er þeg- ar farið að spyrja hvenær það get- ur komið,” segir Randi og hlær. Hún hefur mikið ferðast og ver- ið að kenna fólki á Norðurlönd- unum og nú hafa þessir nemendur haft samband og vilja koma til Ís- lands á námskeið til hennar. Það er mjög algengt að áhugafólk um ís- lenska hestinn erlendis sé að koma til Íslands og upplifa að fá að ríða út í þeirri fallegu náttúru sen hér er. „Það er allt öðruvísi að ríða út erlendis heldur en hér á Íslandi. Það eru margir sem koma hér ár eftir ár og fara í hestaferðir. Nú er ákveðinn hópur sem vill fá eitt- hvað aðeins öðruvísi og það er það sem við stefnum á. Við ætlum ekki að stunda hestaferðir heldur meira að vera með reiðkennslu og svo að fara í kvöldreiðtúra hér í sveit- inni,” segir Randi. Heiðarleiki í viðskiptum Á Skáney hefur verið stunduð hrossarækt í áratugi. Hún bygg- ir á ræktun sem Marinó og Vil- borg, afi og amma Hauks, byrjuðu á um 1940 þegar þau hófu búskap. Foreldrar Hauks, þau Bjarni Mar- inósson og Birna Hauksdóttir taka svo við af þeim og svo hafa Hauk- ur og Randi komið að hrossa- ræktunni síðari árin. „Það eru að koma svona 10-15 folöld á ári og við erum með tíu fyrstu verðlauna hryssur í folaldseign og eigum þrjá fyrstu verðlauna stóðhesta. Þetta er því alveg ágætis ræktun. Við erum samt ekki að stefna á að hafa sem flest hross, frekar að fækka ef eitthvað er. Gæðin skipta mestu máli og þá ekki síst ganglag og geðslag hestsins,” segir Haukur. „Við leggjum mikið uppúr heiðar- leika í viðskiptum og að huga vel að þeirri þjónustu sem við bjóðum upp á. Í hrossarækt eru upphæð- irnar háar svo það getur skemmt rosalega mikið að passa ekki upp á heiðarleikann. Ef maður selur hest sem er alveg ömurlegur spyrst það hratt út og kemur í bakið á manni. Það borgar sig því upp á frekari viðskipti og orðspor að vanda sig í viðskiptum. Það spyrst líka út ef maður hefur látið frá sér góða hesta svo heiðarleiki og metnaður á alltaf eftir að skila sér.” Stefna á meiri reiðkennslu Þau Randi og Haukur eru spurð hvort þau ætli að halda áfram í tamningum nú þegar reiðkennslan er þetta vinsæl og aðstaðan orðin svona góð. „Við erum með fasta- kúnna sem við viljum halda áfram að eiga í viðskiptum við, svo við hættum ekki að temja fyrir aðra. Reiðkennslan heldur vonandi áfram að aukast. Við erum bara að prófa okkur áfram, sjá hvað er skemmtilegt og hvað gengur vel og svo kemur hitt bara í ljós. Við erum bara að þrengja þetta nið- ur og finna hvað við viljum gera í framhaldinu. Þetta er hörku vinna og við erum í raun alltaf í vinnunni. Það er líka rosalega skemmtilegt að hafa þennan möguleika, að geta unnið við áhugamálið og elskað vinnuna sína. Það er þó líka mikil- vægt að passa sig að taka frí stund- um. Einnig þurfum við að gæta að því að staðna ekki í því sem við erum að gera. Þess vegna fáum við oft gestakennara og reynum alltaf að vera að þróa okkar aðferðir og bæta okkur í því sem við erum að gera sem kennarar. Einnig förum við á námskeið annað af og til. Það er sama hversu klár maður held- ur að maður sé, maður lærir alltaf eitthvað nýtt af öðrum,” segja þau Haukur og Randi að lokum. arg Næg eftirspurn eftir reiðkennslu í Borgarfirðinum Rætt við Randi Holaker og Hauk Bjarnason á Skáney U n Gott í vetur sími 868-7204 / www.myranaut.is / myranaut@myranaut.is Lágmarkspöntun af skrokk. Inniheldur steikur, hakk og gúllas.1/8 Haukur og Randi á útreiðum. Ljósm. Gabrielle Boiselle. Börn á reiðnámskeiði hjá Hauki og Randi á Skáney. Ljósm. Josefine Morell.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.