Skessuhorn


Skessuhorn - 25.11.2015, Blaðsíða 46

Skessuhorn - 25.11.2015, Blaðsíða 46
MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 201546 Nú þegar aðventan gengur í garð fara jólalögin að óma á flestum út- varpsrásum og jólaljósin að lýsa upp skammdegið. Þessi tími er þó ekki einungis jólalög og tóm gleði hjá öllum, þrátt fyrir að viðkom- andi geti verið mikið jólabarn. Jú, nemendur um allt land sitja sveitt- ir heima, þamba Red Bull og kaffi, sofa takmarkað og drekkja sér í bókum. Þetta er tími jólaprófa hjá ansi mörgum. Davíð Ingi Magn- ússon hefur gengið í gegnum nokkur jólaprófatímabil og þekk- ir því þetta ástand. Hann vinnur nú að því að hjálpa öðrum í þess- um sporum. Davíð Ingi ólst upp á Eystri-Leirárgörðum í Hvalfjarð- arsveit. Hann kláraði stúdents- próf og fór í Háskóla Íslands það- an sem hann útskrifaðist í sumar með meistarapróf í lögfræði. Byrjaði með tveimur námskeiðum fyrir fimm árum Haustið 2010 fékk vinur Dav- íðs Inga, Atli Bjarnason, þá hug- mynd að bjóða nemendum við Háskóla Íslands upp á upprifjun- arnámskeið fyrir lokapróf. Var það upphafið af Nóbel námsbúðum. Fyrsta árið voru haldin námskeið í bókhaldi og stærðfræði fyrir nem- endur í viðskiptafræði. Námskeið- in urðu strax fullsetin svo Atli vildi stækka þetta og bjóða upp á fleiri námskeið. Hann hafði því samband við Davíð Inga og Sig- valda Fannar Jónsson og fékk þá með sér í verkefnið. „Þessi nám- skeið byggja á jafningjafræðslu. Við finnum nemanda sem hef- ur lokið ákveðnu námskeiði með framúrskarandi árangri. Við þjálf- um þann einstakling svo upp til að halda tíu klukkustunda nám- skeið fyrir núverandi nemendur sem eru að fara í lokapróf. Þetta hefur reynst mjög vel og á síðasta skólaári vorum við með um 200 námskeið og yfir 5000 nemendur á Íslandi. Það eru fleiri nemendur en eru í öllum skólum landsins að Háskóla Íslands undanskildum,” segir Davíð Ingi. Fyrir nemendur í 20 skólum á Íslandi “Við höfum byggt þetta þannig upp að við finnum einhvern sem þekkir vel til í viðkomandi skóla. Sá aðili aðstoðar okkur við að finna nemendur sem hafa lokið áföngum með góðum árangri og eru til í að kenna undirbúnings- námskeið fyrir núverandi nemend- ur. Viðkomandi fær ávallt þjálfun hjá okkur áður en hann eða hún er með námskeið. Það hefur sýnt sig að þetta virkar vel og við þríf- umst á hrósi frá okkar nemendum. Að meðaltali eru um 15-20 nem- endur á hverju námskeiði en þó hafa nemendur verið á bilinu einn og alveg upp í 150,” segir Davíð Ingi. Nóbel námsbúðir hafa ver- ið að bjóða upp á námskeið fyrir nemendur í um 20 skólum hér á Íslandi og eru núna farnar að færa sig út fyrir landsteinanna, alla leið til Kaliforníu. Fluttu til Kaliforníu Í byrjun sumars fluttu strákarnir þrír saman til Kaliforníu þar sem þeir hafa unnið að því að koma upp Nobel 101, Inc. Það hefur að sögn Davíðs Inga verið mikil vinna að koma sér af stað úti en þeir stefna á að hafa 10.000 nemendur í náms- búðum hjá sér strax núna á haus- tönn. „Hugmyndin að fara með Nóbel námsbúðir erlendis kom fyrir ári síðan. Við strákarnir fór- um í sumarbústað yfir helgi inni í Hvalfirði þar sem lokaákvörðunin var tekin auk þess sem næstu skref voru skipulögð. Því næst voru flug- in einfaldlega bókuð og svo í júní lentum við á bandarískri grundu. Þetta hefur því allt saman gerst á frekar skömmum tíma. Við völd- um Kaliforníu því það er fjölmenn- asta ríkið í Bandaríkjunum og þar eru stærstu skólarnir. Það eru um þrjár og hálf milljón nemenda í Kaliforníu. Við erum komnir með tengiliði í um þrjátíu skólum úti. Námsbúðirnar okkar eru ótengdar skólunum sjálfum og það er ekkert beint samstarf þar á milli. Við finn- um einfaldlega hæfa tengiliði sem svo sjá um þetta innan veggja skól- anna,” segir Davíð Ingi. Stefna á milljón nemendur Um framhaldið segir Davíð að þeir ætli sér alls ekki að stoppa við þarna. „Planið var alltaf að hefja leik í Kaliforníu en svo ætl- um við að fara sem víðast. Fyrst munum við koma þessu í gang um öll Bandaríkin. Eftir það munum við byrja á öllum enskumælandi löndum. Þar sem við erum nú þegar búnir að þýða allt efni yfir á ensku. Það hefur þó ekki ver- ið tekin ákvörðun hvert við för- um næst, utan Bandaríkjanna, en við erum með spennandi staði í huga og stefnum á að vera komnir með milljón nemendur fyrir árið 2020,” segir Davíð Ingi brosandi að lokum. arg Eru með námsbúðir á Íslandi og í Kaliforníu Davíð Ingi Magnússon við Miklagljúfur. Davíð Ingi Magnússon og Sigvaldi Fannar Jónsson á Malibu. Þegar aðventan gengur í garð og koma jólanna nálgast fara marg- ir að huga að jólabakstrinum. Þó flest þekkjum við bakstur inni á heimilum eru ekki allir sem þekkja bakstur af annarri stærðargráðu. Í Geirabakaríi í Borgarnesi er jóla- baksturinn löngu hafinn og búið að hengja upp jólaskraut. „Við erum örugglega fyrst fyrirtækja í Borgarnesi að bjóða aðvent- una velkomna með skreytingum. Ef keyrt er yfir brúnna blasir við vegfarendum Aðventu-Borgarnes. Grýlu- og Leppalúðakaffi er kom- ið á boðstólana og smakk af öllum smákökusortunum okkar,“ segja þær Sigga Dóra og Erla í Geira- bakaríi. Að komast óvenju snemma í jólaskap er að þeirra sögn með- al ánægjulegra fríðinda sem fylgir starfinu. „Það er alltaf gaman þeg- ar við byrjum á smákökusortun- um. Oft þarf að hafa hraðar hend- ur við baksturinn og þá eru stund- um allir í bakaríinu að vinna við þær í einu. Það er mjög skemmti- legt og þá eru allir glaðir,“ segir Sigga Dóra og Erla tekur í sama streng. Jólaandinn svífi yfir vötn- um þegar jólabaksturinn hefst. „Þá byrja strákarnir að syngja jólalög á fullu og alltaf stemning um leið og kryddkakan og enska jólakakan fer í bakstur. Hún fyllir vitin jólailmi og maður svífur um í nokkurs kon- ar jólavímu,“ segir Erla og brosir „og fólk kemur langan veg að til að fá sér þá ensku. Einnig er jóla- brauðið okkar alltaf mjög vinsælt. Í fyrra sendum við til að mynda fimm hundruð stykki norður á Ak- ureyri,“ bætir Sigga Dóra við. Piparkökuskreytingar og upplestur á fjölskyldustund Geirabakarí hefur í gegnum tíð- ina staðið fyrir ýmsum viðburðum á aðventunni, til að mynda lauf- abrauðsgerð og piparkökuskreyt- ingum. Í ár verður enginn breyting þar á því til stendur að stefna fólki í Geirabakarí miðvikudaginn 9. des- ember næstkomandi. „Þá verður fjölskyldustund hjá okkur í Geirabakaríi,“ segir Sigga Dóra. „Við ætlum að bjóða upp á ljúfa tónlist, skreyta saman pipar- kökur og piparkökuhús. Svo verð- ur upplestur, Steinar Berg ætlar að koma og lesa upp úr nýju bókinni sinni Trunt, trunt,“ segir Erla. Sigga Dóra segir að fyrst hafi verið boðað til fjölskyldustundar með þessum hætti á aðventunni í fyrra. „Þá hittumst við og skreytt- um piparkökur. Fólk tók mjög vel í það þannig að við ákváðum að þróa þetta aðeins áfram með því að bæta við upplestri og svona,“ seg- ir hún og Erla bætir því við að það sé aldrei að vita nema samdar verði sögur sérstaklega til upplesturs á fjölskyldustundinni. „Það yrði þá í höndum Erlu, henni er ýmislegt til lista lagt,“ segir Sigga Dóra um kollega sinn og brosir. „Fyrst og fremst verður þetta notaleg stund sem við ætlum að eiga hérna saman,“ segir Erla að endingu kgk Jólaskapið kemur með jólabakstrinum í Geirabakaríi Sigga Dóra og Erla í Geirabakaríi. Smákökusortirnar eiga sinn þátt í því að koma starfsfólkinu í jólaskapið. Hróður jólabrauðanna úr Geirabakaríi hefur borist víða. Í fyrra voru t.a.m. fimm hundruð stykki send norður til Akureyrar. Vefjubrauðið í kjúklingavefjurnar er bakað á staðnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.