Skessuhorn


Skessuhorn - 25.11.2015, Side 65

Skessuhorn - 25.11.2015, Side 65
MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2015 65 Kaffi og léttar veitingar Kökur og smáréttir í miklu úrvali Opnunartími: Sunnudaga - Fimmtudaga 11:00 - 19:00 Föstudaga og Laugardaga 11:00 - 21:00 Blómasetrið - Kaffi Kyrrð • Skúlagötu 13 • Borgarnesi • s: 437-1878 www.blomasetrid.is • wwww.kaffikyrrd.is • facebook.com/blomasetridkaffikyrrd Kertaljós og kossar - Njótum aðventunnar Blómasetrið - Kaffi Kyrrð Friðar- og kærleiksjól í Blómasetrinu Blóm Gjafavara Skreytingar og margt fleira SK ES SU H O R N 2 01 5 Þegar kemur að aðventunni hef- ur reynslan sýnt okkur að auknar líkur séu á eldsvoðum vegna auk- innar notkunar rafmagns og kerta- ljósa. Einnig er því miður oft svo að verulegur skortur er á eldvörn- um á heimilum. Því munu félags- menn Neista, félags slökkviliðs- manna í Borgarbyggð, standa fyr- ir eldvarnarátaki nú á aðventunni þar sem félagsmenn munu hvetja almenning til að efla eldvarnir á heimilum í aðdraganda hátíðanna. Kannanir hafa sýnt að á mörgum heimilum eru eldvarnir ófullnægj- andi sem leiðir að því að íbúar eru berskjaldaðir fyrir eldsvoðum. Með kynningu og sölu á viðeigandi bún- aði munu félagsmenn Neista að- stoða fólk við að koma sér upp eld- varnarbúnaði sem hæfir húsnæði þess. Neistamenn ætla að bjóða upp á reykskynjara, slökkvitæki og eldvarnarteppi á góðum kjör- um en með kaupum á þessum bún- aði mun viðkomandi styrkja félags- starf Neista og rennur ágóðinn af sölunni í sjóð til góðgerðarmála og uppbyggingu félagsins. Dag- ana 27. nóvember og 11. desember munu félagsmenn kynna þetta eld- varnarátak og taka á móti pöntun- um fyrir eldvarnarbúnaðinum við Bónus og Nettó frá kl. 15-18. Fyr- ir þá sem ekki sjá sér fært að hitta á okkur þessa daga þá er hægt að senda inn fyrirspurnir og pantanir á netfangið: neisti@borgarbyggd.is. -Fréttatilkynning/ Ljósm. Haf- steinn Sverrisson Eldvarnarátak Neista - félags slökkviliðsmanna í Borgarbyggð Fyrir ekki svo löngu máttu hundar ekki vera í þéttbýli hér á landi og talið að þeir ættu einungis heima í sveitum þar sem þeir jafnframt gerðu gagn. Í dag er öldin önnur og mjög algengt að hundar séu í eigu fólks og búi á heimilum þess og tegundaval- ið er orðið býsna fjölbreyttar. Valdís Vignisdóttir úr Borgarnesi er með þrjá hunda af tegundum sem ekki eru algengar. Annars vegar á hún tvo hunda af teguninni papillon og hins vegar einn af tegundinni afghan. „Hundar eru mitt aðal áhugamál og ég sinni þeim eiginlega allan daginn,” segir Valdís. Mikil vinna við umhirðu ætti ekki að koma á óvart því einn af hundum Valdísar er stór og þar að auki með feld sem nær næstum nið- ur að jörðu. „Ég eyði mjög miklum tíma í feldvinnu á afghaninum enda þarf að baða hann vikulega og stund- um oftar. Hann á það til að flækjast mjög mikið. Ég get alveg verið í fjóra til fimm tíma að baða hann, blása og flækjugreiða. Hvað papillon hundana varðar þá baða ég þá kannski á svona tveggja vikna fresti,” bætir hún við. Hefur alltaf verið mikill dýravinur Afghan hundarnir sem Valdís á eru af mjóhundaætt en það eru svokallað- ir hlaupahundar. Veiðieðlið er mjög sterkt og hlaupa þeir þá bráðina uppi, enda komast þeir um 50-60 kílómetra á klukkustund. Það gefur því auga leið að þeir þurfa sitt pláss og mikið rými allavega til að spretta úr spori. „Afghaninn minn þarf miðl- ungs mikla hreyfingu en ég reyni að hreyfa alla hundana daglega. En við erum svo heppin að hafa stóran af- girtan garð sem þeir geta hlaupið frjálsir í,” segir Valdís. Við spurðum hana hvernig þetta áhugamál hefði komið til? „Ég hef alltaf verið mikill dýravinur og mig hafði lengi langað til að eignast hund. Foreldrar mín- ir samþykktu það svo og ég eignað- ist fyrsta hundinn 2008, hann Draum sem er af tegundinni papillon. Mig var þó búið að langa í hund af Afgh- an kyni í mörg ár þegar ég lét verða af því og fékk hann Vestra. Ég sé svo sannarlega ekki eftir því. Það er mín uppáhalds tegund enda eru þessir hundar bara svo fallegir, skemmtileg- ir og aðeins öðruvísi,” segir Valdís. Er mikið að sýna Við spurðum að lokum af hverju hundar, en ekki önnur dýr? „Þetta eru svo æðisleg dýr, mínir bestu vin- ir sem ég gæti ekki verið án. Ég er mikið að sýna hundana og það hef- ur gengið mjög vel. Afghaninn minn er orðinn bæði íslenskur og alþjóð- legur meistari. Alltaf á tveggja vikna fresti tek ég hundana í sýningarþjálf- un hér heima, svona til að halda þeim við. Þeir verða alltaf jafn glaðir þegar ég tek upp sýningartauminn.” arg „Þetta eru æðisleg dýr og mínir bestu vinir“ Valdís Vignisdóttir að sýna Vestra sem er af tegundinni Afghan. Papillon hundarnir hennar Valdísar.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.