Skessuhorn


Skessuhorn - 25.11.2015, Síða 74

Skessuhorn - 25.11.2015, Síða 74
MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 201574 Skagakonan Íris Ósk Einarsdóttir rekur Dansstúdíó Írisar á Akranesi. Dansstúdíóið hefur verið starfandi í tæp fimm ár á Skaganum en var lokað síðustu önn. Nú horfir til breytinga hjá Írisi en stúdíóið verð- ur opnað á nýjan leik eftir áramót- in, í nýju og betra húsnæði. „Við vorum ekki í nógu góðu húsnæði áður. Við höfum því verið að vinna í því að setja upp nýjan sal núna og erum komin í framtíðarhúsnæði við Smiðjuvelli 17, í sama húsi og Bílás,“ segir Íris. Fékk hæstu einkunn Íris segist vera í draumastarfinu sínu. Hún hefur sjálf dansað næst- um alla ævina og er hvergi nærri hætt, þó nú snúist dansinn að mestu leyti um kennslu. „Ég byrjaði sjálf að dansa þriggja ára gömul hjá Jó- hönnu Árnadóttur frænku minni, sem var með dansskóla hér á Akra- nesi. Þar var ég til ellefu ára ald- urs.“ Eftir að Íris hætti í samkvæm- isdönsunum sneri hún sér að free- style dansi og tók þátt í alls konar keppnum. „Ég flutti svo til Reykja- víkur þegar ég var 17 ára og þá fór ég aftur að dansa samkvæmisdansa og fara á allskyns námskeið. Ég var tvítug þegar ég byrjaði í dans- kennaranáminu,“ segir hún. Þó að Írisi þyki allur dans skemmti- legur er samkvæmisdansinn í sér- stöku uppáhaldi. „Það er svo falleg og skemmtileg íþrótt. Ég elska til dæmis kjólana og allt við þetta. Ég hefði sjálf viljað dansa samkvæm- isdansa á mínum unglingsárum ef það hefði verið hægt.“ Íris kenndi dans í Reykjavík í fimm ár, áður en hún fluttist aftur á Skagann. Þá hafði hún lokið danskennaranám- inu ásamt einu prófi af tveimur og var komin með kennararéttindi. Íris hefur nú lokið báðum prófunum og stóðst þau bæði með glans. Prófin þykja þung en Íris fékk hæstu ein- kunn í dansi á báðum prófunum. „Í prófunum þarf maður að dansa alla dansana, bæði sem dama og herra. Svo er maður dæmdur eftir dans- getunni. Eftir það eru dregin spjöld og á þeim eru ákveðin spor sem maður þarf að lýsa bæði verklega og munnlega. Maður þarf því að sýna sporin vel og segja frá hverju smá- atriði á meðan,“ útskýrir Íris. Skagakrakkarnir standa sig vel Í Dansstúdíói Írisar eru kenndir samkvæmisdansar og þeir æfðir sem keppnisíþrótt. „Svo erum við með barnadansa alveg niður í þriggja ára og bjóðum upp á blandaða tíma í Freestyle og HipHop frá tíu ára aldri og upp úr. Svo höfum við ver- ið með nokkrar tegundir af zumba; fyrir börn, zumba fitness þar sem er tekið á því og zumba gold, sem eru rólegri tímar ætlaðir fyrir eldra virkt fólk eða þá sem eru með bak- eða hnéverki. Auk þess munum við núna bjóða upp á hjónahópa,“ seg- ir Íris. Hún segir dansarana á Skag- anum hafa staðið sig mjög vel í keppnum. „Ég byrjaði upphaflega með tvö keppnispör en þeim hefur fjölgað. Þau keppa í mjög stórum hópum en hafa staðið sig rosalega vel, hafa komist á verðlaunapalla og gengið vel.“ Hún segir aðsóknina í dansinn hafa verið mikla og því hafi verið leitt að geta ekki boðið upp á tíma síðustu önn. „Það eru marg- ir sem vilja æfa dans, sérstaklega stelpurnar. Ég væri alveg til í að sjá fleiri stráka, bæði samkvæmisdansi og í freestyle. En þeir strákar sem hafa verið hjá okkur hafa verið al- veg æðislega góðir.“ Verða með gestakennara Íris segist vera spennt að hefja kennslu aftur, í nýju og flottu hús- næði. „Ég er með rosalega flottar stelpur sem aðstoða mig við kennsl- una, svo sem Margréti Brands sem er gamall keppandi í samkvæmis- dönsum. Við verðum með flotta kennara í kringum okkur í vetur og fáum meðal annars gestakenn- ara úr Reykjavík fyrir keppnispör- in.“ Þá verða einnig fengnir fleiri gestakennarar í stúdíóið, til dæm- is í Freestyle dansinum. „Fyrstu helgina í febrúar kemur Jun Rafa- el, danshöfundur úr Swaggerific, og verður með workshop hjá okk- ur. Hann hefur komið áður og það gekk mjög vel. Við ætlum að reyna að halda því fast að fá hingað kenn- ara fyrir krakkana.“ Kennslan í nýja húsnæðinu hefst 11. janúar. Skrán- ing í dansinn hefst 1. desember en hægt verður að fylgjast með á Fa- cebook undir Dansstúdíó Írisar. „Þar setjum við inn allar upplýs- ingar. En annars er hægt að skrá sig í síma 868-6743 eða með því að senda tölvupóst á irisdans@live. com.“ grþ Íris Ósk opnar dansstúdíó á nýjum stað Íris Ósk Einarsdóttir rekur Dansstúdíó Írisar á Akranesi. Hin árlegi jólabasar Félags eldri borgara í Snæfellsbæ var haldinn í félagsheimilinu Klifi síðastlið- inn sunnudag. Þar mátti sjá marga fallega nytjamuni ásamt mörg- um listmunum sem eldri borgara hafa gert að undanförnu. Einnig var boðið upp á lífræn egg, brauð, smákökur, rjómavöfflur og heitt kakó. Fjölmargir bæjarbúar mættu á jólabasarinn og var mikið versl- að. Sagðist Emanúel Ragnarsson formaður eldri borgara vera mjög ánægður með daginn. af Jólabasar eldri borgara í Snæfellsbæ Nóg var að gera við eitt af afgreiðsluborðum Félags eldri borgara. Þessar hressu dömur sáu um að baka vöfflur. Kristófer Jónasson og Sævar Friðþjófsson skemmtu gestum með harmonikkuleik.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.