Skessuhorn - 25.11.2015, Side 85
MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2015 85
Fréttaveita Vesturlands
www.skessuhorn.is
Stykkishólmur -
fimmtudagur 26. nóvember
Árlegir hausttónleikar lúðrasveit-
arinnar í Stykkishólmskirkju kl. 18.
Fram koma allar deildir hennar og
leika vinsæl og skemmtileg lög
allt frá miðöldum fram á okkar
tíma. Daginn eftir kl. 11:10 verður
lúðrasveitin með skólatónleika
þar sem sérstakir gestir eru
nemendur og starfsfólk grunn-
skólans. Ókeypis aðgangur og
allir velkomnir! Athugið að þetta
er breyttur tími frá því áður var
ákveðið.
Akranes -
fimmtudagur 26. nóvember
Íþróttabandalag Akraness býður
öllum Akurnesingum á fræðslu-
fyrirlestur sem nefnist „Hreyfing
fyrir heilsuna“ kl. 19:30 í Íþrótta-
miðstöðinni að Jaðarsbökkum.
Þetta erindi er hluti af fyrirlestra-
röð og fræðsluátaki ÍA fyrir bæði
íþróttafólk og almenning um gildi
íþrótta fyrir heilsu og vellíðan.
Fyrirlesari að þessu sinni er Anna
Sólveig Smáradóttir, sjúkraþjálf-
ari. Fyrirlesturinn er bæði ætlaður
vönum íþróttamönnum en einnig
öllu áhugafólki um bætta heilsu.
ÍA hvetur alla áhugasama aðila til
að mæta á fræðslufundinn enda
er Akranes vaxandi og heilsu-
eflandi samfélag.
Akranes -
fimmtudagur 26. nóvember
Söngtónleikar nemenda Tónlistar-
skólans á Akranesi og nemenda
Tónlistarskóla Borgarfjarðar verða
í Hallgrímskirkju í Saurbæ kl.
20. Verið hjartanlega velkomin.
Aðgangur er ókeypis.
Dalabyggð -
föstudagur 27. nóvember
Opið hús á Heilsugæslustöðinni í
Búðardal frá kl. 14 - 17:30. Í tilefni
af alþjóðadegi sykursjúkra verður
boðið upp á blóðþrýstings- og
blóðsykurmælingar í samstarfi
við Lionsklúbb Búðardals. Einnig
gefst fólki kostur á að skoða
stöðina og sjúkrabílana ásamt
því að kynna sér starfsemina og
þann tækjakost sem er til staðar.
Fulltrúar frá Hollvinasamtökum
Heilbrigðisstofnunar Vesturlands
munu afhenda heilsugæslustöð-
inni gjöf. Allir íbúar á starfssvæði
HVE í Dalabyggð og Reykhóla-
hreppi eru hjartanlega velkomnir.
Borgarbyggð -
föstudagur 27. nóvember
1. deild karla í körfuknattleik.
Skallagrímur fær KFÍ í heimsókn
í íþróttamiðstöðina í Borgarnesi.
Leikurinn hefst kl. 19:15.
Borgarbyggð -
föstudagur 27. nóvember
Jólabingó Kvenfélagsins 19 júní
verður haldið á í Landbúnaðarhá-
skólanum á Hvanneyri kl. 20.
Borgarbyggð -
laugardagur 28. nóvember
Skallagrímsstúlkur taka á móti
Njarðvík í 1. deild kvenna í körfu-
knattleik kl. 16:30.
Borgarbyggð -
laugardagur 28. nóvember
Tónleikar í Landnámssetrinu í
Borgarnesi kl. 20. Flytjendur eru
Garðar Cortes ásamt Robert Sund
píanóleikara og systurnar Sigríður
Ásta og Hanna Ágústa Olgeirs-
dætur. Aðgönguverð, kr. 2.000.
Akranes -
laugardagur 28. nóvember
Aðventuhátíð á Akranesi. Sýning-
arnar Saga líknandi handa og Á
fætur í Safnaskálanum opnar frá
kl. 13 - 17 um helgina. Listafólk í
Samsteypunni verður með opið
frá kl. 14 - 16. Aðventuskemmtun
kl. 16 á Akratorgi þar sem ljósin
verða tendruð á jólatrénu, flutt
verða jólalög og jólasveinar kíkja
í heimsókn.
Akranes -
laugardagur 28. nóvember
Vetrarljóð - Aðventutónleikar
Kórs Akraneskirkju að Kalmans-
völlum kl. 20. Fjölbreytt og glæsi-
leg tónlistardagskrá í upphafi
aðventu. Frumflutt verða þrjú lög
eftir Svein Arnar Sæmundsson í
útsetningum Daníels Þorsteins-
sonar við ljóð eftir Skagakonurnar
Brynju Einarsdóttur, Sigurbjörgu
Halldórsdóttur og Sigurbjörgu
Þrastardóttur. Auk þess verða
flutt ljóð og þýðingar eftir Skaga-
mennina Guðmund Kristjánsson,
Halldór Hallgrímsson og Jón
Gunnar Axelsson. Tónlist m.a.
eftir Gordon Lightfoot, Benny
Andersson og Gunnar Þórðarson.
Bornir fram jólasmáréttir úr
smiðju kórfélaga. Sérstakir gestir:
Guðrún Gunnarsdóttir söngkona
og Gunnar Gunnarsson píanó-
leikari. Aðgangseyrir er kr. 4.000
við inngang en kr. 3.500 í forsölu
sem fer fram í versluninni Bjargi
við Stillholt.
Reykhólar -
laugardagur 28. nóvember
Árlegur jólamarkaður verður í
Kaupfélagshúsinu í Króksfjarðar-
nesi helgina 28. og 29. nóvember
kl. 13-17.
Grundarfjörður -
sunnudagur 29. nóvember
Aðventudagur Kvenfélagsins
Gleym mér ei verður í Samkomu-
húsinu frá klukkan 14 til 17. Líkt
og undanfarin ár mun Lions
annast uppsetningu á jólatré
bæjarins. Tréð verður tendrað
klukkan 18.
Snæfellsbær -
sunnudagur 29. nóvember
Kveikt verður á jólatrjánum í Snæ-
fellsbæ. Ljósin verða tendruð kl.
16:30 á Hellissandi og kl.17:30 í
Ólafsvík.
Borgarbyggð -
sunnudagur 29. nóvember
Ljósin tendruð á jólatré Borgar-
byggðar á Kveldúlfsvelli við ráð-
húsið í Borgarnesi við hátíðlega
athöfn. Dagskráin hefst klukkan
17 og mun Guðveig Anna Eygló-
ardóttir formaður byggðarráðs
flytja ávarp. Sungin verða jólalög
og Grýla og Stekkjarstaur koma
til byggða og færa börnunum
ávaxtanammi. Nemendur níunda
bekkjar Grunnskólans í Borgar-
nesi munu gefa gestum og gang-
andi heitt kakó.
Stykkishólmur -
sunnudagur 29. nóvember
Snæfell tekur á móti Haukum í
úrvalsdeild kvenna í körfuknatt-
leik. Leikurinn verður í íþrótta-
miðstöðinni í Stykkishólmi og
hefst kl. 19:15.
Á döfinni
www.skessuhorn.is
Þjónustuauglýsingar
Skessuhorns
Auglýsingasími:
433 5500
Bambo Nature bleiurnar eru einstaklega mjúkar og
þægilegar. Þær eru afar rakadrægar og ofnæmisprófaðar
auk þess sem gott snið og teygjur í hliðum gera það að
verkum að þær passa barninu fullkomlega.
Bambo Nature
PI
PA
R\
TB
W
A
•
SÍ
A