Skessuhorn


Skessuhorn - 25.11.2015, Qupperneq 85

Skessuhorn - 25.11.2015, Qupperneq 85
MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2015 85 Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Stykkishólmur - fimmtudagur 26. nóvember Árlegir hausttónleikar lúðrasveit- arinnar í Stykkishólmskirkju kl. 18. Fram koma allar deildir hennar og leika vinsæl og skemmtileg lög allt frá miðöldum fram á okkar tíma. Daginn eftir kl. 11:10 verður lúðrasveitin með skólatónleika þar sem sérstakir gestir eru nemendur og starfsfólk grunn- skólans. Ókeypis aðgangur og allir velkomnir! Athugið að þetta er breyttur tími frá því áður var ákveðið. Akranes - fimmtudagur 26. nóvember Íþróttabandalag Akraness býður öllum Akurnesingum á fræðslu- fyrirlestur sem nefnist „Hreyfing fyrir heilsuna“ kl. 19:30 í Íþrótta- miðstöðinni að Jaðarsbökkum. Þetta erindi er hluti af fyrirlestra- röð og fræðsluátaki ÍA fyrir bæði íþróttafólk og almenning um gildi íþrótta fyrir heilsu og vellíðan. Fyrirlesari að þessu sinni er Anna Sólveig Smáradóttir, sjúkraþjálf- ari. Fyrirlesturinn er bæði ætlaður vönum íþróttamönnum en einnig öllu áhugafólki um bætta heilsu. ÍA hvetur alla áhugasama aðila til að mæta á fræðslufundinn enda er Akranes vaxandi og heilsu- eflandi samfélag. Akranes - fimmtudagur 26. nóvember Söngtónleikar nemenda Tónlistar- skólans á Akranesi og nemenda Tónlistarskóla Borgarfjarðar verða í Hallgrímskirkju í Saurbæ kl. 20. Verið hjartanlega velkomin. Aðgangur er ókeypis. Dalabyggð - föstudagur 27. nóvember Opið hús á Heilsugæslustöðinni í Búðardal frá kl. 14 - 17:30. Í tilefni af alþjóðadegi sykursjúkra verður boðið upp á blóðþrýstings- og blóðsykurmælingar í samstarfi við Lionsklúbb Búðardals. Einnig gefst fólki kostur á að skoða stöðina og sjúkrabílana ásamt því að kynna sér starfsemina og þann tækjakost sem er til staðar. Fulltrúar frá Hollvinasamtökum Heilbrigðisstofnunar Vesturlands munu afhenda heilsugæslustöð- inni gjöf. Allir íbúar á starfssvæði HVE í Dalabyggð og Reykhóla- hreppi eru hjartanlega velkomnir. Borgarbyggð - föstudagur 27. nóvember 1. deild karla í körfuknattleik. Skallagrímur fær KFÍ í heimsókn í íþróttamiðstöðina í Borgarnesi. Leikurinn hefst kl. 19:15. Borgarbyggð - föstudagur 27. nóvember Jólabingó Kvenfélagsins 19 júní verður haldið á í Landbúnaðarhá- skólanum á Hvanneyri kl. 20. Borgarbyggð - laugardagur 28. nóvember Skallagrímsstúlkur taka á móti Njarðvík í 1. deild kvenna í körfu- knattleik kl. 16:30. Borgarbyggð - laugardagur 28. nóvember Tónleikar í Landnámssetrinu í Borgarnesi kl. 20. Flytjendur eru Garðar Cortes ásamt Robert Sund píanóleikara og systurnar Sigríður Ásta og Hanna Ágústa Olgeirs- dætur. Aðgönguverð, kr. 2.000. Akranes - laugardagur 28. nóvember Aðventuhátíð á Akranesi. Sýning- arnar Saga líknandi handa og Á fætur í Safnaskálanum opnar frá kl. 13 - 17 um helgina. Listafólk í Samsteypunni verður með opið frá kl. 14 - 16. Aðventuskemmtun kl. 16 á Akratorgi þar sem ljósin verða tendruð á jólatrénu, flutt verða jólalög og jólasveinar kíkja í heimsókn. Akranes - laugardagur 28. nóvember Vetrarljóð - Aðventutónleikar Kórs Akraneskirkju að Kalmans- völlum kl. 20. Fjölbreytt og glæsi- leg tónlistardagskrá í upphafi aðventu. Frumflutt verða þrjú lög eftir Svein Arnar Sæmundsson í útsetningum Daníels Þorsteins- sonar við ljóð eftir Skagakonurnar Brynju Einarsdóttur, Sigurbjörgu Halldórsdóttur og Sigurbjörgu Þrastardóttur. Auk þess verða flutt ljóð og þýðingar eftir Skaga- mennina Guðmund Kristjánsson, Halldór Hallgrímsson og Jón Gunnar Axelsson. Tónlist m.a. eftir Gordon Lightfoot, Benny Andersson og Gunnar Þórðarson. Bornir fram jólasmáréttir úr smiðju kórfélaga. Sérstakir gestir: Guðrún Gunnarsdóttir söngkona og Gunnar Gunnarsson píanó- leikari. Aðgangseyrir er kr. 4.000 við inngang en kr. 3.500 í forsölu sem fer fram í versluninni Bjargi við Stillholt. Reykhólar - laugardagur 28. nóvember Árlegur jólamarkaður verður í Kaupfélagshúsinu í Króksfjarðar- nesi helgina 28. og 29. nóvember kl. 13-17. Grundarfjörður - sunnudagur 29. nóvember Aðventudagur Kvenfélagsins Gleym mér ei verður í Samkomu- húsinu frá klukkan 14 til 17. Líkt og undanfarin ár mun Lions annast uppsetningu á jólatré bæjarins. Tréð verður tendrað klukkan 18. Snæfellsbær - sunnudagur 29. nóvember Kveikt verður á jólatrjánum í Snæ- fellsbæ. Ljósin verða tendruð kl. 16:30 á Hellissandi og kl.17:30 í Ólafsvík. Borgarbyggð - sunnudagur 29. nóvember Ljósin tendruð á jólatré Borgar- byggðar á Kveldúlfsvelli við ráð- húsið í Borgarnesi við hátíðlega athöfn. Dagskráin hefst klukkan 17 og mun Guðveig Anna Eygló- ardóttir formaður byggðarráðs flytja ávarp. Sungin verða jólalög og Grýla og Stekkjarstaur koma til byggða og færa börnunum ávaxtanammi. Nemendur níunda bekkjar Grunnskólans í Borgar- nesi munu gefa gestum og gang- andi heitt kakó. Stykkishólmur - sunnudagur 29. nóvember Snæfell tekur á móti Haukum í úrvalsdeild kvenna í körfuknatt- leik. Leikurinn verður í íþrótta- miðstöðinni í Stykkishólmi og hefst kl. 19:15. Á döfinni www.skessuhorn.is Þjónustuauglýsingar Skessuhorns Auglýsingasími: 433 5500 Bambo Nature bleiurnar eru einstaklega mjúkar og þægilegar. Þær eru afar rakadrægar og ofnæmisprófaðar auk þess sem gott snið og teygjur í hliðum gera það að verkum að þær passa barninu fullkomlega. Bambo Nature PI PA R\ TB W A • SÍ A
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.