Skessuhorn


Skessuhorn - 25.11.2015, Page 86

Skessuhorn - 25.11.2015, Page 86
MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 201586 „Er jólaundirbúningurinn hafinn hjá þér?“ Spurning vikunnar (spurt í Borgarnesi) Elfa Hauksdóttir: „Já, ég er aðeins byrjuð að baka og þrífa.“ Anna Ragnheiður Hallgríms- dóttir: „Nei, en hann hefst innan tíðar.“ Ingimundur Jósepsson: „Nei, hann hefst eftir viku af desember.“ Sveinbjörn Sigurðsson: „Nei, ekki ennþá. Ég byrja að undirbúa jólin í byrjun desemb- er.“ Ingibjörg Daníelsdóttir: „Já, ég er búin að pækla hangi- kjötið og Steini minn er farinn að velta því fyrir sér hvað á að vera í matinn á aðfangadag, það er hans framlag til jólaundir- búningsins.“ Eftir góðan níu stiga sigur á Breiða- bliki síðastliðinn miðvikudag héldu leikmenn Skallagríms norður yfir heiðar og mættu Þór Akureyri í 1. deild kvenna í körfuknattleik. Liðin fylgdust að í upphafi leiks en gest- irnir úr Borgarnesi náðu heldur undirtökunum í leiknum um miðj- an fyrsta leikhluta og leiddu með átta stigum í leikhléi, 29-37. Leikmenn Þórs byrjuðu mun betur í síðari hálfleik. Skallagríms- konum voru lengi í gang og misstu forystuna til heimamanna um miðja þriðja leikhluta. Það varði hins veg- ar ekki lengi, með góðum spretti hrifsuðu Skallagrímskonur for- skotið á nýjan leik, létu það aldrei af hendi og unnu að lokum með tveimur stigum, 56-58. Erikka Banks var atkvæðamest í liði Skallagríms með 18 stig og níu fráköst. Næst henni kom Kristrún Sigurjónsdóttir með tólf stig og einnig níu fráköst. Eftir sigurinn trónir Skalla- grímsliðið ósigrað á toppi deildar- innar með 14 stig úr fyrstu sjö leikj- um tímabilsins. Næst mætir liðið Njarðvík á útivelli laugardaginn 28. nóvember. kgk Skallagrímskonur tróna ósigraðar á toppnum Kristrún Sigurjónsdóttir hefur leikið vel með Skallagrími í vetur. Ljósm. Ómar Örn Ragnarsson. Snæfell mætti Tindastóli í hörku- leik í Domino‘s deild karla í körfu- knattleik í Stykkishólmi síðastlið- inn fimmtudag. Heimamenn byrj- uðu betur, leiddu allan fyrsta fjórð- unginn en gestirnir frá Sauðárkróki fylgdu þeim eins og skugginn. Leikmenn Tindastóls náðu að jafna í upphafi annars leikhluta og fylgd- ust að næstu mínúturnar áður en Snæfellingar náðu forystunni aft- ur og leiddu með níu stigum í leik- hléi, 52-43. Leikmenn Snæfells stóðu feti framar gestunum í þriðja leikhluta en í lokafjórðungnum sóttu Tinda- stólsmenn ákaft og náðu að minnka muninn í eitt stig þegar mínúta lifði leiks. Nær komust þeir hins veg- ar ekki og Snæfell hafði að lokum þriggja stiga sigur, 94-91. Sherrod Wright og Austin Bra- cey voru fremstir meðal jafningja í liði Snæfells með 24 stig hvor. Næstur þeim kom Sigurður Þor- valdsson með 17 stig og Stefán Karel Torfason skoraði 13 stig og tók sex fráköst. Eftir leikinn situr Snæfell í sjö- unda sæti deildarinnar með sex stig eftir sjö leiki. Næst mætir liðið FSu á Selfossi föstudaginn 27. nóvem- ber. kgk Snæfell lagði Tindastól í Hólminum Stefán Karel Torfason keyrir að körfunni í leiknum gegn Tindastól. Ljósm. sá. ÍA tók á móti Skallagrími í sann- kölluðum Vesturlandsslag í 1. deild karla í körfuknattleik síðastliðið miðvikudagskvöld. Síðast mættust þessi lið í mögnuðu einvígi í úr- slitakeppni um laust sæti í úrvals- deild vorið 2012. Þá höfðu Borg- nesingar betur, komust upp í úr- valsdeild en skildu Skagamenn eftir. Vesturlandsslagsins er alltaf beðið með talsverðri eftirvæntingu meðal stuðningsmanna beggja liða og fjölmenni lagði því leið sína á pallana. Hálftíma fyrir leik voru fá sæti auð og spennustigið hátt í hús- inu. Mjótt var á munum lengst fram- an af fyrsta leikhluta. Rétt undir lok hans náðu leikmenn Skallagríms heldur yfirhöndinni en Skaga- menn fylgdu þeim eins og skugg- inn. Heimamenn gerðu atlögu að forystunni með góðum spretti um miðjan annan leikhluta en gestirnir stóðu hana af sér og leiddu með tíu stigum í hálfleik, 44-54. Skallagrímsmenn mættu gríðar- lega ákveðnir til síðari hálfleiks og keyrðu á leikmenn ÍA. Skagamenn áttu ekkert svar við þessu áhlaupi gestanna sem juku forskot sitt í 24 stig og gerðu í raun út um leikinn. Heimamenn gerðu heiðarlega til- raun til að minnka muninn með stuttum sóknum en þriggja stiga skot þeirra vildu ekki niður. Mun- urinn hélst svo að segja óbreytt- ur allt til leiksloka og lokatölur á Vesturgötunni 77-100, Skallagrími í vil. Sigtryggur Arnar Björnsson fór mikinn í liði Skallagríms. Hann skoraði 35 stig og tók sex fráköst. Næstur honum kom J.R. Cadot sem skoraði 24 stig og reif niður 15 fráköst. Í liði Skagamanna var Sean Tate var iðnastur við stigaskorun með 28 stig. Fannar Freyr Helgason kom honum næstur með 22 stig og sjö fráköst. Eftir leikinn eru liðin jöfn að stigum í 4.-5. sæti deildarinn- ar, hvort um sig með sex stig eft- ir fimm leiki. Í næsta leik taka Skallagríms- menn á móti KFÍ föstudaginn 27. nóvember. Skagamenn heimsækja hins vegar Fjölni í Grafarvoginn sunnudaginn 29. nóvember. kgk/ Ljósm. jho. Skallagrímur sigraði Vesturlandsslaginn Framherjinn J.R. Cadot treður með tilþrifum eftir hraðaupphlaup Skalla- gríms. Fannar Freyr Helgason fer framhjá Þorsteini Þórarinssyni í teignum. Leikstjórnandinn Sean Tate lætur skot ríða af. Sigtryggur Arnar Baldursson fór mikinn í liði Skallagríms. Hér metur hann leikstöðuna en Áskell Jónsson er til varnar. Iðkendum yngri flokka ÍA fjölgar stöðugt og skemmtu þeir áhorfendum með skotleik í leikhléi.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.