Skessuhorn


Skessuhorn - 23.11.2016, Page 59

Skessuhorn - 23.11.2016, Page 59
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2016 59 Boga Kristín Thorlacius blóma- skreytir hefur að undanförnu lagt drög að því að stækka Blómalindina í Búðardal en einhver töf verður á framkvæmdum. Það kemur þó ekki til með að hafa áhrif á vöruúrval og þjónustu á aðventunni en þessa dag- ana er jólaundirbúningur að kom- ast á fullt og nýjar vörur að detta í hús. Eins og áður verður boðið upp á hefðbundna skreytingaþjónustu, fólki býðst að koma með eldri skreyt- ingar og fá þær uppgerðar og einnig að láta vefja jólakransa hvort sem er á hefðbundinn hátt með greni eða með mosa, allt eftir óskum hvers og eins. „Stefna mín í ár er að innleiða nát- túrulegar skreytingar þar sem notaður er kúlumosi á hringi og í ýmiss konar skreytingar. Þykkblöðungar koma sterkir inn, þ.e. pottablóm sem nær ekkert þarf að vökva og henta því afar vel. Skógurinn, mosinn og náttúran eru mín slagorð,” segir Boga en fyrstu vikuna í aðventu fer hún í skógarferð og safnar efni sem skógurinn gefur af sér. „Ég passa þó að ganga ekki á nát- túruna og eyðileggja. Ég tek börk af föllnum trjágreinum og mosann tek ég þannig að ekki sjáist að ég hafi ver- ið á ferðinni,” bætir Boga við. Vöruúrvalið í Blómalindinni verður með svipuðum hætti og áður, jólalína frá Heklu, frostrósin, jóla- og gjafavara frá House Doctor og Interiohuset og fleiri aðilum. „Til að halda stemningunni á aðventunni tíni ég inn vörur smátt og smátt fram að Þorláksmessu,” segir Boga að lokum. sm U n Gott í vetur sími 868-7204 / www.myranaut.is / myranaut@myranaut.is Lágmarkspöntun af skrokk. Inniheldur steikur, hakk og gúllas.1/8 Upphaf aðventu í Borgarbyggð sunnudaginn 27. nóvember 2016 Ljós og náttúra Vesturlands - Sýning í Safnahúsi opnuð kl.15.00 Jón R. Hilmarsson sýnir ljósmyndir sem hann hefur tekið á Vesturlandi. Við opnunina mun Alexandra Chernyshova koma fram og boðið verður upp á veitingar. Jólaljósin tendruð á Kveldúlfsvelli kl. 17.00 Ljósin verða tendruð á jólatré Borgarbyggðar við Kveldúlfsvöll. Þar mun Geirlaug Jóhannsdóttir formaður byggðarráðs flytja ávarp og tendra jólaljósin. Jólalög verða sungin af Barnakór Borgarness undir stjórn Steinunnar Árnadóttur. Grýla og jólasveinarnir koma til byggða og nemendur Grunnskólans í Borgarnesi bjóða uppá heitt kakó. Gleðileg hátíð SK ES SU H O R N 2 01 6 „Skógurinn, mosinn og náttúran eru mín slagorð“ Kíkt í heimsókn í Blómalindina í Búðardal Mosahringur og hvítt jólaskraut er sterkt inni núna. Kertaskreytingar, jólavörur og skógarstóllinn sem Boga skreytti. Jólavara og skógarstóllinn hennar Bogu sem hún skreytti. Kerta- og jólaskreyting með potta- plöntum og skrautefni úr íslenskri náttúru. Talsvert má finna af gamaldags jólavörum í Blómalindinni.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.