Skessuhorn


Skessuhorn - 23.11.2016, Blaðsíða 59

Skessuhorn - 23.11.2016, Blaðsíða 59
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2016 59 Boga Kristín Thorlacius blóma- skreytir hefur að undanförnu lagt drög að því að stækka Blómalindina í Búðardal en einhver töf verður á framkvæmdum. Það kemur þó ekki til með að hafa áhrif á vöruúrval og þjónustu á aðventunni en þessa dag- ana er jólaundirbúningur að kom- ast á fullt og nýjar vörur að detta í hús. Eins og áður verður boðið upp á hefðbundna skreytingaþjónustu, fólki býðst að koma með eldri skreyt- ingar og fá þær uppgerðar og einnig að láta vefja jólakransa hvort sem er á hefðbundinn hátt með greni eða með mosa, allt eftir óskum hvers og eins. „Stefna mín í ár er að innleiða nát- túrulegar skreytingar þar sem notaður er kúlumosi á hringi og í ýmiss konar skreytingar. Þykkblöðungar koma sterkir inn, þ.e. pottablóm sem nær ekkert þarf að vökva og henta því afar vel. Skógurinn, mosinn og náttúran eru mín slagorð,” segir Boga en fyrstu vikuna í aðventu fer hún í skógarferð og safnar efni sem skógurinn gefur af sér. „Ég passa þó að ganga ekki á nát- túruna og eyðileggja. Ég tek börk af föllnum trjágreinum og mosann tek ég þannig að ekki sjáist að ég hafi ver- ið á ferðinni,” bætir Boga við. Vöruúrvalið í Blómalindinni verður með svipuðum hætti og áður, jólalína frá Heklu, frostrósin, jóla- og gjafavara frá House Doctor og Interiohuset og fleiri aðilum. „Til að halda stemningunni á aðventunni tíni ég inn vörur smátt og smátt fram að Þorláksmessu,” segir Boga að lokum. sm U n Gott í vetur sími 868-7204 / www.myranaut.is / myranaut@myranaut.is Lágmarkspöntun af skrokk. Inniheldur steikur, hakk og gúllas.1/8 Upphaf aðventu í Borgarbyggð sunnudaginn 27. nóvember 2016 Ljós og náttúra Vesturlands - Sýning í Safnahúsi opnuð kl.15.00 Jón R. Hilmarsson sýnir ljósmyndir sem hann hefur tekið á Vesturlandi. Við opnunina mun Alexandra Chernyshova koma fram og boðið verður upp á veitingar. Jólaljósin tendruð á Kveldúlfsvelli kl. 17.00 Ljósin verða tendruð á jólatré Borgarbyggðar við Kveldúlfsvöll. Þar mun Geirlaug Jóhannsdóttir formaður byggðarráðs flytja ávarp og tendra jólaljósin. Jólalög verða sungin af Barnakór Borgarness undir stjórn Steinunnar Árnadóttur. Grýla og jólasveinarnir koma til byggða og nemendur Grunnskólans í Borgarnesi bjóða uppá heitt kakó. Gleðileg hátíð SK ES SU H O R N 2 01 6 „Skógurinn, mosinn og náttúran eru mín slagorð“ Kíkt í heimsókn í Blómalindina í Búðardal Mosahringur og hvítt jólaskraut er sterkt inni núna. Kertaskreytingar, jólavörur og skógarstóllinn sem Boga skreytti. Jólavara og skógarstóllinn hennar Bogu sem hún skreytti. Kerta- og jólaskreyting með potta- plöntum og skrautefni úr íslenskri náttúru. Talsvert má finna af gamaldags jólavörum í Blómalindinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.